Tíminn - 01.08.1976, Qupperneq 14
Framleiddu 18.000 reiðhjól
og auk þess barnakerrur
og hjólastóla
Rætt við Harald V. Ólafsson, ræðismann og fyrrverandi
forstjóra Fólkans um reiðhjólaframleiðslu og fl.
Gamla húsiö að Laugavegi 24, sem þá var númer 24 og 24 A. Þá var
Brynja i austurendanum og Fálkinn i vesturendanum. ólafur Magnús-
son keypti siðan húsið og var Fálkinn þar til húsa til ársins 1970, er flutt
var að Suðurlandsbraut 8. Hljómplötudeild hefur þó enn aösetur á
Laugaveginum og einnig á Suðurlandsbraut. (Málverk Sigfúsar
Halldórssonar).
Bakhúsið á Laugaveginum. Þar voru verkstæði og starfsstöövar Fálk-
ans tii húsa.
t
Laugavegur 24. Málverk Sigfúsar Haildórssonar.
Haraldur V. Ólafsson, ræðis-
maður og fyrrverandi forstjóri
Fálkans hf. er löngu þjóðkunnur
maður fyrir störf sin á viðskipta-
sviðinu og fyrir brautryðjenda-
starf sitt við hljómplötuútgáfu.
Haraldur hóf störf hjá Fálkanum
árið 1922 og starfaði óslitið hjá
fyrirtækmu til ársins 1974, er
hann lét þar af forstjórastarfi
fyrir aldurs sakir. Haraldur hefur
þvi verið með frá byrjun. s
Haraldur á enn sæti i stjórn
Fálkans, þótt hann hafi látið af
daglegum störfum.
Þótt reiðhjólaverzlun, reið-
hjólasmiði og viðgerðir sé merk-
ur þáttur i handverki og verzlun,
þá hefur mjög litið veriö ritað um
þessa starfsgrein, og sem dæmi
um þetta, þá stendur ekki eitt orð
i Iðnsögu íslands um reiðhjóla-
viðgerðir, eða reiðhjólasmiði,
nemá getið er um 17 reiðhjóla-
verkstæði i landinu árið 1942 i
skrá um iðju og handiðnað.
Þó er visast að þessi fyrirtæki
hafi verið fleiri en þarna er talið.
Söng við
rennibekkinn
Eitt fremsta fyrirtækið i þess-
ari grein er og hefur verið Fálk-
inn hf, og stofnandi Fálkans Ólaf-
ur Magnússon, trésmiður, er hóf
reiðhjólaviðgerðir árið 1904 verð-
ur að teljastbrautryðjandi i' þessu
fagi hér á landi. Við hittum
Harald V. Ólafsson að máli og
spurðum hann fyrstogfremstum
Fálkann fyrrá árum og um reið-
hjólin.
Hann hafði þetta að segja okkur
i mjög stuttu máli:
— Faðir minn Ólafur Magnús-
son, trésmiður var fæddur árið
1873. Hann fékk mjög snemma
áhuga á reiðhjólum og hóf, eins
og fram kemur, viðgerðir á
reiðhjólum árið 1904 og þessar
viðgerðir urðu fullt starf hans frá
árinu 1910 og hann vann allt sitt líf
við reiðhjól, þar til hann lézt árið
1955.
Pabbi var trésmiður, en samt
var hann ótrúlega hagur á járn,
en það voru margir trésmiðir i þá
daga, og til marks um það er að
hann var fyrsti logsuðumaðurinn
hér á landi ásamt Sigurhans
Hannessyni i ísaga.
Hann aflaði sér fljótlega góðra
verkfæra og tækja og átti m.a.
rennibekk fyrir járn, og hann
hafði sérstaka ánægju af þvi að
renna. Söng þá gjarnan viðvinnu
sina.
Arið 1924 keypti hann Fálkann,
sem var litið verkstæði sem
verzlaðieinnig með hjól. Verzlun-
in var til húsa að Laugavegi 24.
Þetta var griðarlega stórt
timburhús og þvi var skipt i
tvennt, og hét þá Laugavegur 24
og 24 A. Ólafur Ámundason verzl-
aði I austurendanum fyrst, og
siðan Guðmundur i Brynju.
Gamli maðurinn keypti siðan
allt húsið af Guðmundi i Brynju,
hækkaði það og breytti þvi' og
siðan notuðum við það allt undir
Fáikann.
Reiðhjólaviðskiptin vom mjög
mikil hér á landi þegar eftir fyrra
striðið, eða frá 1922 væri ef til vill
réttara að segja og allt til ársins
Haraldur V. Ólafsson aðalræðismaður og fyrrverandi forstjóri Fálk-
ans.
1931, er aftur fór að draga úr
vegna kreppunnar.
Semdæmium þetta,þá seldum
við á annað þúsund reiðhjól árið
1929, sem verður að teljast geysi-
mikið i ekki stærri bæ en
Reykjavik var þá, og auðvitað
verzluðu fleiri með reiðhjól en
Fálkinn.
Reiðhjólið var vinsælt og
nauðsynlegt i þá daga, þvi ekki
voru þá neinir almenningsbilar,
skellinöðrur eða svoleiðis.
Reiðhjólaframleiðsla
Fálkans
— Svo hóf Fálkinn reiðhjóla-
framleiðslu. Hvenær var það?
— Við fluttum reiðhjól inn og
reyndum að fá þau frá Bretlandi,
en svo tók fyrir það i striðinu, þá
hófum við að framleiða hjól. Við
höfðum dálitla reynslu á þessu
sviði, þvi við höfðum hafið fram-
leiðslu á barnakerrum. Fram-
leiddum nokkurhundruðstykki af
þeim á árunum 1937-1938.
Við byrjuðum reiðhjólafram-
leiðsluna árið 1940 og það var við
margvislega örðugleika að etja.
Bragi bróðir minn átti mestan
heiðurinn að þvi að þetta tókst.
Bragi var nefnilega góður
smiður eins og pabbi, þótt verk-
fræðistörf yrðu hans fag siðar.
Við vorum allir sæmilegir smiðir
strákarnir, en hann var beztur i
þvi.
Hann var þá innan við tvitugt,
þegar hann fékk áhuga á þvi að
framleiða reiðhjól. Ég man að
hann var alltaf að spyrja mig um
það hvernig þetta væri gert úti i
löndum, þvi auðvitað hafði ég séð
margar reiðhjólaverksmiðjur,
þegar ég var i innkaupaferðum
erlendis, en þær fór ég yfirleitt
árlega til þess að gera innkaup
fyrir gamla manninn. Ég reyndi
að lýsa þessu fyrir honum eins og
ég gat.
Vel i stakk
búnir fyrir
reiðhjólaframleiðslu
— Þetta var venjulega þannig,
að þeir framleiddu grindina,
gaffalinn og stýrið. Þeir sem
lengra voru komnir framleiddu
bretti. Aðra hluti keyptu þeir frá
sérverksmiðjum, drif pedala,
sæti, hjól og teina. Þetta átti við
um stærstu verksmiðjur lika, þær
framleiddu ekki allt hjólið, aðeins
grindina og áðurtalda hluti, hitt
var keypt frá öðrum og sett
saman.
— Fálkinn var um margt vel i
stakk búinn til þess að hefja slika
framleiðslu. Við höfðum haft með
höndum gljábrennslu á reiðhjól-
um og nikkelhúðun. Við vorum á
undan timanum með það siðar-
nefnda og var það einkum ætlað
til þess að endurnýja nikkel-
húðaða hluti.
— Nú svo pantaði ég efni frá
Bretlandi til framleiðslunnar.
Það var allt mjög vandað og af
beztu gerð.
Framleiðslan gekk þannig fyrir
sig að ég keypti efnið allt tilsniðið,
sem var venja, i vissar stærðir og
þetta var svo sett saman og
„brasað” með gasi, — með gas-
pistólu.... Til þess að þetta gæti
tekizt sem bezt og slaglóðið ^ði
nú gailalaust og biti sig i stalið
var borið bórax á samskeytin.
Þessu fylgdi sá vandi að þessi
buris, eða bóraxið breyttist i gler-
ung og settist á samskeytin og
sem verra var, ekkert bókstaf-
lega virtist geta unnið á honum