Tíminn - 01.08.1976, Síða 24

Tíminn - 01.08.1976, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. mM Fjölskylda Jimmy Carters er nú mjög i sviðsljósinu sem von- legt er, eftir að hann var valinn forsetaefni demókrata 1976. Einn er þó sá ættingja hans, sem átti sér þúsundir aðdáenda um öll Bandarikin áður er rikisstjóri Georgiafylkis hlaut sinn skjóta og óvænta frama: Systir hans Ruth Carter Stapleton, sem leggur stund á „trúarlegar lækningar” og boðun fagnaðarerindisins. Nýlega var hún stödd i New York til að kynna nýútkomna bók sina ,,The gift of inner healing” og vakti mikla eftirtekt blaða- manna þar i borg, svo sem vænta mátti. Er efni þessarar greinar sótt i þau blaðaskrif, sem af þessu tilefni spunnust. Systkinin Ruth og Jimmy eru afar lik i útliti og framkomu — jafnvel gefur bros hennar ekkert eftirhinu velþekkta brosi bróður- ins. Málfar og orðatiltæki eru hin sömu, og bæði tala þau hina seinu og sérkennilegu suðurrikja- mállýzku, og draga mjög seim- inn. Bæðistunda þau sálnaveiðar. Ensá munur er þar á, að Ruth er i fylgi flokks himnaföður, en Cart- er flokks demókrata, þótt hlut- verkin hafi einstöku sinnum vixl- azt. Ruth hefur ferðazt um Banda- rikin þver og endilöng og bæði haldið samkomur með þúsundum áheyrenda og haft viðtalstima fyrir einstaklinga. A fundum sin- um ákallar hún Jesúm sér til hjálpar viö að lækna sár sálarinn- ar, sem búa með hinu „innra barni” fortiðar hvers og eins — e.t.v. mætti kalla hana andasál- fræðing, eins og hérlendis er tal- að um andalækna, þvi þau veik- indi sem hún fæst við að ráða bót á eru sálræns eðlis. Ruth Stapleton er álika um- hugsunarefni mörgum trúarfé- lögum og bróðir hennar er þeim, sem með stjórnmálum fylgjast. Kenningar hennar um „innri bata” eru óvenjulegar að þvi leyti að þær eru undarlegt sam- bland af sálfræði og spiritisma og vekja furðu fræðimanna beggja sviða, svo ekki sé minnzt á vand- lætingu þeirra, sem litla trú hafa á öðru hvoru eða hvoru tveggja sálfræði og andatrú. Ruth -tilheyrir kirkjudeild baptista, og hefúr sá söfnuður hneykslazt á þvi að hún vitnar jafnoft i Freud og Jung og sjálfa ritninguna. Sálfræðingar h'ta á hana sem e.k. Tove Ditlevsen (sbr. Sma hverdagsproblemer) með guðsorð á vör. Margir heit- trúarprestar hafa varað við henni, og lýstu hana — óheilaga norn i engils liki. En margir sér- trúar- og tungutalssöfnuðir dá hana m jög, og þegar hún stundar ekki lækningar sinar er hún vin- sæll prédikari, jafnt meða-1 baptista sem methódista. Sjálf segir hún að sálfraAingar geti hjálpað sjúklingum aö vissu marki með þvi að rifja upp með þeim fortið þeirra, en munurinn sé sá, að enginn nema heilagur andi geti seilzt inn i sálina ogfjar- lægt örin. Með þvi að bjóða þeim nærveru hans færist öll ábyrgð á hans herðar. Hin innri lækning virðist þannig i þvi fólgin, að rifja upp sinar bitrustu endurminning- ar, bjóða Jesú að taka þátt i þeim, og eyða síðan sársaukanum og arlegum yfirlýsingum i fram- boðsræðum sinum, og sama sinnis er móðir hans, sem eftir er haft: „Ég er búin að segja honum að hætta þessu þvaðri um að hann hafi aidrei skrökvað, hversu kristinn hann sé, og að hann elski konu sina ennþá heitar nú en þeg- ar hann sá hana fyrst.” Ruth segirfrá þvi, þegar Carter frelsaðist undir hennar leiðsögn: Dag nokkurn eftir að hann hafði beðið ósigur fyrir Lester Maddox i rikisstjórakosningunum 1966, var hann á gangi með systur sinni úti i skógi, Hann hafði tekið eftir þvi að systirin var breytt — hún var ekki lengur dekurbarnið sem hún hafði áður verið, og hann spurði hana hverju þetta sætti og hvað trúin hefði gert fyrir hana. Hún sagði sem var, frá hinni sál- rænu reynslu sinni og frelsun sem værii þvi fólgin að helga sig Jesú. Carter ákvað að snúa inn á sömu braut. Hann var tilbúinn að fórna öllu, fjölskyldu, vinum og fé. Verst þótti honum þó að afsala sér framavonum i stjórnmálum. En engu að siður starfaði hann sem djákni i baptistakirkjmkenndi i sunnudagaskóla og stofnaði nýja söfnuði i Pennsylvaniu og Massa- chussetts, en trúboö er liður i kenningu baptista. Ruth segist hafa fengið hanntilaðsnúa sérað stjórnmálum á ný: „Það var nægileg fórn, að hann skyldi fást til að leggja þau á hilluna”. Carter hefur staðfest frásögn systur sinnar, að þvi undanskildu streitunni sem minningunum er samfara með heitum bænum og trú. Ruth Stapleton er 46 ára og alls ólik öllum viðteknum hugmynd- um manna um hina miðaldra amerisku heittrúarkonu, þvi hún er bráðlagleg og tilhaldssöm, vandlega snyrt með hringi i eyr- um, og fær sér gjarnan vfn með matnum. Hún er fjögurra barna móðir (börnin eru á aldrinum 18 til 27 ára) og gekkst i eina tíð mjög upp i húsmóðurhlutverkinu. En þar kom að hún varð yfirkom- in af sálrænum vandamálum og lagðist i þunglyndi, og óskaði sér um tima þess eins að mega deyja. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, og mitt i þessum sálarkvölum rofaði til og kenning hennar um hinn „innri bata” tók að þróast. Nefnist sá sem öðlast „innribata”endurborinn kristinn maður. Nú talar hún frjálslega og ófeimin um kraftaverk og lýsir iðulegum heimsóknum guðs til sin Ruth og Jimmy Carter. Ruth Stapleton hefur nú stund- að lækningar og trúboð i 17 ár á sinn rólega hátt og einungis á- hangendur hennar vitað til henn- ar. En nú er hún og starf hennar skyndilega i sviðsljósinu vegna hins nýkjörna forsetaefnis. Hún viðurkennir að margir sem vinna að framboði Carters áliti starf- semi hennar geta skaðað hann. En Carter sjálfur hefur engar á- hyggjur af þvi, og i augum Ruth skiptir það öllu máli. Carter hefur ekki stundað ihug- un með systur sinni, þótt margir ættingja hennar hafi gert það, Þ.á.m. börn hennar, en húnsegist ekki mundu hika við að neyða hann til þess, ef hún yrði þess vör að sálrænir erfiðleikar steðjuðu að. Ruth og bróðir hennar voru nánir vinir á æskuárum sinum á hnetubúgarðinum i Plains, Georgia.þar sem þau ólust upp á- samt tveimur öðrum systkinum. Carter er fimm árum eldri en Ruth, þau eru enn miklir vinir, og hann kallar hana Gersemi (Precious), — og ekki dregur það úr vinskapnum að Carter kvænt- ist beztu vinkonu Ruth, Rosalyn Smith. „Hann er heittrúaður, og éger sú eina, sem þekkir þá hlið á honum”, segirRuth. En það mun mála sannast að margir ráðgjaf- ar Carters eru þess mjög eggj- andi að hann stilli meira i hóf trú- Ruth Carter Stapleton kynnir bók sina i New York. Bakvið syngur fólk úr fylgdariiöi hennar guöi lof og dýrö. m ... ' Systir Carters stundar trúboð og sálrænar lækningar — Hún vinnur jafnt fyrir Guð og bróður sinn -

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.