Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 1. ágúst 1976.
TÍMINN
27
PZ CM 135 sláttuþyrlur
E]G]E]E]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]
PZ KÚHN
Eigum nú aftur til afgreiðslu:
MÚGAVÉLAR
Steinkast
KUHN GF 4 heyþyrlur
KÚHN GA 280 stjörnumúgavél
Svo lengi sem malarvegir
verða við lýði hér á landi, og það
verða þeir áreiðanlega um
mörg ókomin ár, má búast við
að framrúður bifreiöa brotni,
þegar bifreiðar mætast, eða
þegar fárið er fram úr á miklum
hraða, á þjóðvegum. Þetta er
ekkert sér islen7.kt vandamál,
heldur vandamál sem margar
nágrannaþjóðir hafa átt við að
striða. En hvernig er hægt að
minnka likurnar á að framrúð-
an brotni? Það er spurning sem
margir hafa velt fyrir sér, og
það ekki að ástæðulausu, þvi
brotin framrúða i upphafi ferða-
lags, getur bundið skjótan endi
á það.
Fyrir réttum sjö árum, var
vandamál þetta tekið fyrir á
fundi Umferðarráðs. I fram-
haldi af honum var tveimur
verkfræðingum, þeim Jóni
Birgi Jónssyni og Bjarna Krist-
jánssyni falið að athuga málið
og gera um það álitsgerð. Þeir
leituðu viða fanga i þessu sam-
bandi, skoöuðu niðurstöður af
erlendum tilraunum, sem gerð-
ar hafa veriö.kynntu sér skýrsl-
ur innlendra tryggingafélaga
um tjón af þessu tagi, ræddu við
bifreiðarstjóra um málið, og
ennfremur erlenda sérfræðinga.
Samkvæmt niðurstöðu verk-
fræðinganna, töldu þeir að ekki
væri hægt að rekja aukningu á
framrúöubrotum til notkunar
aurhlifa. Margir bifreiðarstjór-
ar höföu hinsvegar taliö aö
aukningu af tjónum af þessu
tagi, mætti rekja til aurhlif-
anna.
Samkvæmt könnun, sem gerö
var úr tjónaskrá yfir rúðubrot
af steinkasti, hjá einu
tryggingafélagi, i júni og júli
1968 og 1969, uröu langflest tjón
þegar bifreiðar mættust. 76 pró-
sent allra tjónanna urðu við
mætingu. Þá varð mjög mikil
aukning milli ára. Ég slæ þvi
hér fram að eftir hægri
breytinguna i mái 1968 hafi
menn yfirleitt ekið mun hægar
úti á þjóðvegum, en árið eftir,
og það kunni ef til vill að vera
skýringin á þessari aukningu.
Enaðalatriöiðer, og á það ber
að leggja áherzlu, að mest hætt-
an er þegar bilar mætast.
1 greinargerð verkfræðing-
anna segir, að steinn teljist
hættulegur úr þvi að hann er
kominn i 75 sentimetra hæð yfir
veginn. Það kemur varla fyrir,
að bifreið, sem ekki er ekiö
hraðar en 50 km á klukkustund
nái að lyfta steini svo hátt. Við
meiri hraða lyftist steinninn
hærra. Og hér er þá komin
skýring á þvi ráöi, sem öku-
mönnum hefur verið gefið:
Mætist ekki á meira en 50 kíló-
metra hraða úti á þjóövegum, ef
þið viljið minnka möguleikana á
að framrúðan brotni vegna
grjótkasts frá bifreið, sem kem-
ur á móti.
Þetta er sem sé hin gullvæga
regla, sem ökumenn skyldu
hafa i huga.
En ef framrúðan skyldi nú
þrátt fyrir allt brotna i ferðalagi
úti á þjóðvegi, hvað er þá til
bragðs. Jú þá er ráðið að
hreinsa brotin, ef rúðan hefur
farið i mask, og setja siðan plast
yfir gatið i stað rúðunnar. Nú er
meira að segja farið að selja
sérstakt plast i þessu skyni, sem
getur verið gott að hafa með sér
i ferðalagið. Þá hef ég séð, að
fólk hefur getað búið sér til
furðu góða „bráðabirgðarúður”
með plgsti og sterku limbandi.
Nú eru tryggingar á framrúð-
um yfirleitt teknar með ábyrgð-
artryggingum bifreiöa, svo ekki
er nauðsynlegt að vita frá hvaða
bil steinninn hefur komið, þótt
það sé þó alltaf betra, og eins er
rétt að taka niöur nöfn vitna,
sem kynnu að vera viðstöddþeg-
ar tjónið veröur. Með þessum
tryggingum er komið i veg fyrir
|Það er 1
gott að
vita
Um siðustu áramót voru
vegir alls hér á landi 11,800
kiiómetrar að lengd, og
skiptust þeir þannig: Hrað-
brautir 634 kilómetrar, þjóð-
brautir 3.097 kilómetrar,
landsbrautir 4.744 km, þjóö-
vegir i þéttbýli 131 km og
sýsluvegir 3.208 km.
Þá voru alls 85,2 ökutæki á
hvern kilómetra vegar i
Reykjavik og Reykjanesum-
dæmi. Á Vestfjörðum aftur á
móti var eitt og hálft ökutæki
á hvern kilómetra. Á öllu
landinu voru 6,1 ökutæki á
hvern kilómetra að meðal-
tali.
eltingarleik — stórhættulegan
eltingarleik vil ég segja — við
bil, sem steinninn hefur hrokkið
undan.
Kári Jónasson.
Kaupfélögin
UM ALLTIAND
[álálálálálálálálálálálálálíÉiIálálálálálálá
Samband islenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Armula3 Reykjavik stnn 38900
Auglýsið í Tímanum
utanborðs
Við höfum nú hafiÖ innflutning og
sölu á Yamaha utanborðsmótor-
um. Yamaha hefur mikla og langa
reynslu i framleiðslu utanborðs-
mótora og eru mótorar þeirra með
þeim mest seldu í Evrópu.
Yamaha framleiðir alls 9 gerðir í
stærðum frá 2—55 hestöfl, og
eru nú flestar gerðir til á lager.
Verð þessara mótora er sérlega
hagstætt og skorum við á yður að
gera samanburð.
Komið eða hringið og fáið nánari
upplýsingar.
'orgartúni 29 sími22680