Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 27

Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2005 veislubakkar Ljúffengir www.jumbo.is Frí heimsending Pöntunarsími: 554-6999 Talið er að upphaf jólaauglýsinga megi rekja til ársins 1866 þegar for- eldrar voru hvattir til að gefa börnum sínum Nýja testamentið í jóla- eða nýársgjöf. Eftir miðja 19. öld fór að bera á því að fólk gæfi jólagjafir eins og við þekkjum í dag. Þá var orðið meira um sölubúðir en áður hafði verið eftir að fullt verslunarfrelsi komst á árið 1855. Í bókinni Saga daganna má sjá elstu auglýsinguna sem fundist hefur í íslensku blaði, en auglýsingin birtist í Þjóðólfi árið 1866. Hún hafði það að markmiði að „... vekja athygli foreldra að ekkert væri betra til jóla- eða nýársgjafa en hið íslenska Nýja testamenti sem hið Engelska og útlenda og Biflíufélags hefir gefið út“. Eftir árið 1875 fór í auknum mæli að bera á auglýsingum á vörum í desember. Á Þorláksmessu árið 1878 birtist auglýsing frá versluninni Siemsen sem var sex sinnum tveir sentimetrar að stærð og talið er að sú auglýsing marki upphaf jólaaug- lýsinga sem hefur síðan aukist með hverju ári. Nú er svo komið að við þurfum að berjast við bæklinga- flóðið við útidyrahurðina langt fram yfir hátíðirnar og lítil sex sinnum tveir sentimetra auglýsing fer því hæglega fram hjá okkur. fróðleikur } Upphaf jólaauglýsinga UPPHAF JÓLAAUGLÝSINGA MÁ REKJA TIL 19. ALDAR. Lítið mál er að galdra fram eigið jólahlaðborð. Oft slá vinir og ættmenni saman í eina stóra hlaðborðsveislu á veit- ingastöðum borgarinnar. En nú þegar sætin við hlaðborðin eru flest orðin fullskipuð verða svang- ir sælkerar að grípa til annarra ráða. Haltu einfaldlega þitt eigið hlaðborð. Settu upp seðil með því sem þú vilt hafa á borðum; aðal- rétt, meðlæti og eftirrétt. Deildu svo út verkefnum á hlaðborðshóp- inn. Einn eldar hangikjöt, annar kemur með meðlætið. Einhver kemur með eftirréttinn, annar með vínið, nokkrir með forrétti eða baka brauð. Öllu er raðað á borðið og gestir ganga að því eins og önnur hlaðborð. Einnig mætti skipta fólki niður í smærri hópa sem skiptast á að þjóna hver öðrum. Svo borgiði bara börnun- um þrjú hundruð krónur á tímann fyrir að vaska upp og málið er dautt. Heimatilbúið jólahlaðborð Einfalt er að framkalla sannkallaða jóla- hlaðborðsgleði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.