Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 4
4 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18
Opið virka daga: 10-18
laugardaga: 11-15
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
SVÍÞJÓÐ Einn af leynilegum heim-
ildarmönnum sænsku lögregl-
unnar hefur verið handtekinn og
ákærður fyrir þátttöku í árás á
brynvarðan peningaflutningabíl
Securitas í Stokkhólmi í lok ágúst.
Ræningjarnir höfðu hátt í 250
milljónir upp úr krafsinu.
Lögreglan hafði samband við
heimildarmanninn eftir ránið til að
fá hjá honum upplýsingar. Afton-
bladet sagði í gær að fljótlega hefði
vaknað grunur gegn manninum og
sími hans því verið hleraður.
Maðurinn og tveir aðrir unnu
saman á bílaverkstæði og þaðan
koma meðal annars nokkur sönn-
unargögn. - ghs
Árás á peningaflutningabíl:
Heimildarmað-
urinn ákærður
FASTEIGNAMÁL Nýr eigandi Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Bar-
ónsstíg, byggingafyrirtækið
Mark-hús, vill ekki enn upplýsa
hvað það hyggst fyrir með Heilsu-
verndarstöðina.
Eigandi Mark-húss, Markús
Már Árnason, segir að upplýsing-
ar um þeirra áætlanir séu í fyrsta
lagi væntanlegar eftir áramót.
Forsvarsmenn Mark-húss hafa
hins vegar sagt að hugsanleg frið-
un Heilsuverndarstöðvarinnar
ætti ekki að hafa áhrif á þeirra
fyrirætlanir.
Reykjavíkurborg og ríkis-
sjóður Íslands hafa mælst til að
Heilsuverndarstöðin verði friðuð
og hafa lagt á kvaðir þar til lög-
formleg friðun, samkvæmt hús-
friðunarlögum, hefur verið stað-
fest. Óli Hertervig, deildarstjóri
eignarumsýsludeildar skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar, segir
að ekki hafi verið settir neinir
skilmálar í kaupsamninginn við
Mark-hús um að skipulagsráð
fengi að vita hvaða framkvæmd-
ir væru fyrirhugaðar á Heilsu-
verndarstöðinni.
Skipulagsfulltrúi hjá skipu-
lagsráði sem Fréttablaðið ræddi
við sagði að það hefði verið snið-
ugt að setja inn þessa skilmála í
kaupsamninginn. „Við vorum ekki
skyldugir til að gera það og geng-
um ekkert eftir því,“ segir Óli.
„Þetta var bara eins og venjulegt
kauptilboð í íbúð eða hús.“ - sk
Reykjavíkurborg og ríkissjóður vilja að Heilsuverndarstöðin verði friðuð:
Var seld án skilmála um friðun
HEILSUVERNDARSTÖÐIN Ekki er vitað hvað
Mark-hús ætlast fyrir með Heilsuverndar-
stöðina.
VILJA EKKI ÞEKKJAST Norður-kóresku lið-
hlauparnir á blaðamannafundinum í Seoul
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SUÐUR-KÓREA, AP Níu liðhlaupar frá
Norður-Kóreu, sem segjast vera
úr sérsveit hers norðanmanna,
sögðu í gær að félagar þeirra í her
alþýðulýðveldisins væru að missa
móðinn vegna ástandsins þar,
og myndu gera uppreisn nema
kommúnistastjórnin í Pyongyang
loki fangabúðum þar sem pólitísk-
ur fangar eru geymdir og taki sig
á í mannréttindamálum.
„Við eigum okkur samherja í
norðrinu og þeir munu rísa upp
þegar þar að kemur,“ sagði Lim
Chun Yong, en hann kveðst hafa
þjónað í 14 ár í einni af sérsveitum
hers Norður-Kóreu áður en hann
flúði til Suður-Kóreu árið 2000.
Lim lét þessi orð falla á blaða-
mannafundi í Seoul í gær sem
haldinn var í nafni Sambands
frjálsra hermanna Norður-Kóreu
sem stofnað var nýlega, daginn
áður en alþjóðleg ráðstefna um
mannréttindamál í Norður-Kóreu
hófst í borginni. ■
Liðhlaupar frá N-Kóreu:
Segja hermenn
í uppreisnarhug
Gassprenging í fjölbýlishúsi
Sprenging sem rakin var til gasleka braut
stórt gat á íbúðarhús í Moskvu í gær.
Kona lét lífið og margar íbúðir eyðilögð-
ust. Björgunarmenn sögðust síðar hafa
fundið tvö önnur lík í rústunum. Fimm
manns særðust en alls var 42 íbúum
bjargað úr húsinu.
RÚSSLAND
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 7.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur USD 64,66 64,96
Sterlingspund GBP 111,89 112,43
Evra EUR 75,76 76,18
Dönsk króna DKK 10,166 10,226
Norsk króna NOK 9,505 9,561
Sænsk króna SEK 8,06 8,108
Japanskt jen JPY 0,5338 0,537
SDR 91,77 92,31
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
107,0653
STJÓRNMÁL „Það liggur fyrir að staða
ríkissjóðs er sterk. Tekjuafgangur er
19,5 milljarðar króna,“ sagði Magnús
Stefánsson, formaður fjárlaganefnd-
ar, við afgreiðslu fjárlagafrumvarps-
ins sem varð að lögum frá Alþingi í
gær. „Þetta eru nærri tvö prósent
af landsframleiðslu sem er meiri
afgangur en flestar Evrópuþjóðir
geta státað af um þessar mundir.
Það verður haldið áfram að greiða
niður skuldir ríkissjóðs og má gera
ráð fyrir að þær muni nema 10 pró-
sentum af landsframleiðslu í árslok
2006 sem er gríðarleg breyting frá
því sem var fyrir áratug þegar þetta
hlutfall var nálægt því 50 prósent.“
Magnús bætti við að vaxtagjöld
ríkissjóðs væru nú sjöundi stærsti
útgjaldaliður ríkissjóðs en hefði verið
annar til þriðji stærsti útgjaldaliður-
inn fyrir um áratug. Magnús sagði
jafnframt að útgjöld til velferðar-
mála væru aukin þvert á það sem
stjórnarandstaðan héldi fram. Fram-
lög til mennta- og menningarmála
væru meira en 12 prósentum hærri
en árið 2005 eða sem næmi 4,4 millj-
örðum króna.
„Hér er ellefta árið í röð verið
að létta byrðum af þeim tekjuhæstu
og leggja þær á hina tekjulægstu
og auka þannig misskiptinguna í
íslensku samfélagi,“ sagði Helgi
Hjörvar, þingmaður Samfylking-
arinnar. „Aðaltekjur ríkissjóðs eru
að verða skattar á viðskiptahallann
og þensluna. Það eru ekki traustar
tekjur,“ sagði Jón Bjarnason, vinstri
grænum, í umræðunni og bætti við
að hátæknifyrirtæki og aðrar útflutn-
ingsgreinar blæddu fyrir stefnu
stjórnvalda.
Breytingatillögur stjórnarand-
stöðunnar voru allar felldar. Má þar
nefna, tillögu um lækkun matar-
skatts og hækkun persónuafsláttar,
aukin framlög til háskóla og fram-
haldsskólanna. Felld var tillaga um
að horfið yrði frá einkarekstri list-
danskennslu. Skert framlög til Mann-
réttindaskrifstofunnar voru harðlega
gagnrýnd og hét stjórnarandstaðan
því að fylgja því máli betur eftir. Til-
laga um 600 milljóna króna framlag
til efnda á samningi við Öryrkja-
bandalagið var felld.
Tillaga um 500 milljóna króna
framlag til að endurreisa fjárhag
Byggðastofnunar var einnig felld.
„Þetta er gott frumvarp og hefur
batnað,“ sagði Pétur H. Blöndal þing-
maður Sjáflstæðisflokksins.
johannh@frettabladid.is
Verulega dregur úr
vaxtabyrði ríkisins
Fjárlagafrumvarpið varð að lögum á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan segir
ójöfnuð og ójafnvægi einkenna fjárlögin en stjórnarliðar telja þau harla góð og
benda á milljarða króna aukningu framlaga til mennta- og menningarmála.
FJÁRLAGAUMRÆÐA Hart hefur verið deilt
á menntamálaráðherra vegna erfiðrar fjár-
hagsstöðu háskóla og framhaldsskóla.
FJÁRLAGAUMRÆÐA Skuldir ríkissjóðs eru
nú einungis 10 prósent af landsframleiðslu
segir Magnús Stefánsson, formaður fjár-
laganefndar.
FJÁRLAGAUMRÆÐA Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, taldi rétt að vinstri grænir
og frjálslyndir sameinuðust í einn flokk.
BANDARÍKIN, AP Borgarstjóra
Spokane í Washingtonríki í Band-
aríkjunum hefur verið vikið úr
embætti í sérstökum kosningum.
Borgarstjórinn, sem heitir James
E. West og er 54 ára, var sakaður um
að hafa boðið ungum mönnum sem
hann hitti á hommaspjallrásum
netsins bæði störf og smágreiða.
West lætur af embætti 16. þessa
mánaðar þegar búið er að staðfesta
úrslit kosninganna. Þegar rúmur
helmingur 110 þúsund atkvæða
hafði verið talinn var ljóst að um
65 prósent vildu að borgarstjórinn
léti af störfum.
„Ég sagðist mundu fara að vilja
kjósenda og þeir hafa klárlega látið
hann í ljós,“ sagði West. ■
Kynlífshneyksli í Spokane:
Kjósendur ráku
borgarstjórann
LÆKKUN GJALDA Leikskólagjöld í borginni
munu lækka um fimm þúsund á mánuði
frá næstu áramótum.
BORGARMÁL Gert er ráð fyrir í nýrri
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar sem samþykkt var í fyrradag að
leikskólagjöld í borginni lækki strax
eftir næstu áramót.
Mun almennt leikskólagjald
fyrir átta tíma vistun þannig lækka
um fimm þúsund á mánuði eða 55
þúsund krónur á ári.
Sem fyrr munu einstæðir for-
eldrar, öryrkjar og námsmenn njóta
hagstæðustu kjaranna og greiða
milli 11 og 13 þúsund krónur hvern
mánuð. ■
Fjármál Reykjavíkurborgar:
Leikskólagjöld
eiga að lækka