Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 12
12 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Leki-göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá kr. 4.990.- SPÁNN Einn af hverjum fimm Spánverjum verður að gera sér að góðu að framfleyta sér fyrir tæpar 24 þúsund krónur á mán- uði samkvæmt tölum frá hag- stofu landsins sem birtar voru nýlega. Upphæðin er undir fátæktar- mörkum á Spáni en rannsókn- in leiddi í ljós að fátæktin er hvað mest í suðurhluta lands- ins, í Andalúsíu og Castilla-La Mancha. Ungar fjölskyldur eiga erfitt uppdráttar og eiga allt að sextíu prósent þeirra í vandkvæðum með að láta enda ná saman í lok hvers mánaðar. ■ Ungar spænskar fjölskyldur: Sextíu prósent lifa við fátækt AFRÍKA Barn lést og nokkrir eru slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Austur-Afríku á mánudag. Skjálftinn mældist 6,8 stig og því var óttast að mikil eyðilegging hefði orðið af hans völdum. Mest virðist tjónið hafa orðið í Austur- Kongó en þar hrundu nokkur hús til grunna. Í einu húsanna varð barn undir braki og lést. Það var lán í óláni að upptök skjálftans voru í óbyggðum og því urðu afleiðingarnar af honum mun minni en talið var í fyrstu. ■ Jarðskjálfti í Afríku: Barn beið bana BYGGINGAR RÝMDAR Í Nairobi, höfuðborg Kenía, þusti fólk út úr húsum sínum enda var kippurinn sem það fann fyrir allsterkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mafían í öryggisgeirann Skipulögð glæpasamtök frá Austur-Evrópu hafa reynt að undanförnu að kaupa fimm lítil öryggisfyrirtæki í austurhluta Noregs, að sögn Aftenposten. Ekki er talið að mafí- an hyggist hasla sér völl á öryggissviðinu heldur á að nota fyrirtækin til að greiða fyrir glæpum. NOREGUR NÝIR GLUGGAR PÚSSAÐIR Presturinn Günther Christoph Haase pússar hér nýjan glugga sem sýnir mynd af fyrrum páfa, Jóhannesi Páli II. Glugginn er í kirkjunni St. Nicholas í Heuthen í austurhluta Þýska- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL „Allnokkrir samning- ar eru enn lausir og losna nú í desember. Þar er kannski fyrst og fremst um smærri hópa að ræða,“ segir Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari. Margir aðilar hafa gengið frá samningum sínum í þetta skiptið og síðast í fyrradag samþykktu blaðamenn nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Ríkis- sáttasemjari hefur ekki þurft að hafa bein afskipti af mörg- um kjaraviðræðum hingað til og engar verkfallsboðanir eru fyrir- hugaðar hjá þeim hópum sem enn eiga eftir að semja. Alls losnuðu tæplega fjörutíu samningar í þessum mánuði og segir Ásmundur stærsta samning- inn vera milli ríkisins og Lækna- félagsins. „Farmanna- og fiski- mannasambandið á í viðræðum, dýralæknar og Félag íslenskra náttúrufræðinga eiga í viðræðum og eins Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði auk annarra hópa. Þessir samningar geta að sjálfs- sögðu tekið sinn tíma eins og þeir stærri en öll samningagerð hing- að til hefur gengið lipurlega og embætti ríkissáttasemjara í raun ekki þurft að koma að ýkja mörg- um málum.“ - aöe Mörg félög búin að ganga frá nýjum samningum: Samningar gengið lipurlega ENGIN VERKFÖLL Kjarasamningsgerð hefur gengið vel hjá flestum án þess að ríkis- sáttasemjari hafi þurft að koma að málum. Aðeins sjúkraliðar hafa hingað til hótað verkfalli en aðrir hópar hafa náð sátt um samninga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENGUN Hjón með fimmtán mán- aða barn sem búa við Nýlendu- götu gátu ekki þolað lengur við í íbúð sinni þar sem lykt sem kom upp úr skolplögninni var farin að valda þeim heilsutjóni og veru- legum óþægindum um síðustu helgi. Starfsmenn fyrirtækisins Hreinsibíla voru að fóðra skólp- lagnir í nálægri götu og spurði Þór þá hverju þetta sætti. „Þeir sögðust undrandi á því að þetta kæmi til mín þar sem þeir væru ekki að fóðra skólprör fyrir mína götu,“ segir Þór Jóhannesson, íbúi við Nýlendugötu. Fyrst fundu þau fyrir lyktinni á föstudagsmorgun og seinni part sama dag var konan komin með magapínu og afréðu þau þá að pakka niður og fara með barnið og gista annars staðar yfir helgina. Lyktin beið þeirra svo enn á sunnu- dagskvöldið og fram á mánudag. Í síðasta mánuði sögðu tvær fjölskyldur frá því í Fréttablaðinu að þær hefðu þurft að flýja heim- ili sín vegna lyktar sem kom upp í íbúðum þeirra þegar verið var að fóðra skólplagnir í grenndinni. Fékk þá kona útbrot og önnur sýk- ingareinkenni og asmasjúklingur var margsinnis hætt kominn. Lúðvík Gústafsson, deildar- stjóri mengunarvarna á umhverfis- sviði, sagði þá að ef slík lykt bær- ist í hús þýddi það að skolplagnir í húsinu væru ekki í lagi og borg- aryfirvöld væru ekki ábyrg fyrir þeim. Gunnar Svavarsson, verkfræð- ingur hjá Línuhönnun, sem hefur eftirlit með fóðruninni, tekur í sama streng: „Þetta er pólýester sem er sett í lagnirnar en það er lágmarks leysiefnanotkun í þessu og það tekur efnið ekki nema tvo til fjóra tíma að harðna þannig að mér þykir afar ólíklegt að þessi lykt hafi fundist yfir heila helgi. Ef menn finna mikla lykt af þessu eiga þeir að opna alla glugga og taka því sem ábendingu um að skólplagnirnar í húsinu séu ekki í lagi.“ Hann segir að þær kvartan- ir sem hafi borist vegna þessara framkvæmda séu teljandi á fingr- um annarrar handar. Tilkynningar eru bornar í hús áður en hafist er handa við fóðr- un í viðkomandi götu. Fjölskylda Þórs fékk enga tilkynningu þar sem framkvæmdirnar fara ekki fram í þeirri götu. Lúðvík segir að til greina komi að endurskoða þetta verklag svo að allt nágrenn- ið viti af framkvæmdunum áður en hafist er handa. jse@frettabladid.is Flúðu eiturgufur og ólykt Fjölskylda með fimmtán mánaða dreng varð að flýja úr íbúð sinni vegna fnyks sem barst inn í húsið meðan verið var að fóðra skólplagnir í grenndinni. Eftirlitsmaður segir grunn vandans liggja í skólplögn. HREINSIBÍLAR AÐ STÖRFUM Allnokkrir hafa þurft að fara úr húsum sínum meðan verið er að fóðra skólpið. Eftirlitsmaður segir að í slíkum tilfellum sé sökin húseigandanna. RANNSÓKNIR Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, úthlutaði í gær 185 milljónum króna til rannsókna á sviði erfðatækni og örtækni. Fjórtán rannsóknarverkefni hlutu styrk til næstu tveggja ára. Fjögur verkefni sem fá styrk voru kynnt á blaðamannafundi í tilefni af styrkveitingunum. Þau eru rannsóknir á stofnfrum- um, arfgengum heilablæðingum, lífnemum úr nanótækni og rann- sóknir á örtækni til lyfjagjafar í auga. Rannsóknarverkefnin sem um ræðir eru sameiginlegt átak opin- berra aðila og einkaaðila. Þekk- ing á sviði erfðafræði og örtækni er á mismunandi stigi á Íslandi. Í erfðafræði búa Íslendingar yfir hlutfallslega mikilli þekkingu og búist er við góðum árangri í verk- efnum sem tengjast rannsóknum á erfðum. Þekkingargrunnur í örtækni er hins vegar ekki mikill hér á landi og talin er mikil þörf á að styrkja rannsóknir þar. - sk Rannsóknir í erfðafræði og örtækni styrktar: 185 milljónum úthlutað ÞÓR JÓHANNESSON Þór þurfti að flýja með fjölskylduna af Nýlendugötunni. VERKEFNIN KYNNT Rannsóknarmiðstöð Íslands úthlutaði 185 milljónum til erfðafræði- og örtæknirannsókna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.