Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 22

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 22
22 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR HRAUNIÐ RENNUR Sextán hektara stór hraunhella brotnaði úr jaðri Kilauea-fjalls á Hawaii á dögunum og féll í hafið. Sam- stundis tók nýtt hraun að renna og fylla upp í skarðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríska sendiráðinu lokað Sendiráði Bandaríkjanna í Maníla var lokað í gær eftir vegna sprengjuhótunar. Fulltrúar sendiráðsins töldu hana nægi- lega trúverðuga til að lokun væri réttlæt- anleg og hvöttu þeir Bandaríkjamenn á eyjunum um leið til að gæta varúðar. Herskáir íslamistar í samtökunum Abu Sayyaf stóðu líklega fyrir hótuninni. FILIPPSEYJAR KÚBA, AP Einhver frægasti kúb- verski drengur samtímans, Elian Gonzales, hélt á þriðjudaginn upp á tólf ára afmælið sitt og mætti Fidel Castro, forseti í Kúbu, í afmælið. Sex ár eru liðin síðan móðir Elians reyndi að flýja með strák- inn til Bandaríkjanna. Bátur sem mæðginin voru í sökk. Móðir Elians drukknaði en drengurinn fannst á reki í sjónum skammt undan strönd Flórída. Í kjölfar atburðarins vildi faðir Elians fá hann aftur til Kúbu en ættingjar drengsins í Bandaríkjunum vildu halda honum í Bandaríkjunum. Forræðisdeilan varð að milliríkja- deilu milli Kúbu og Bandaríkjanna og vakti hún heimsathygli. Svo fór að lokum að faðirinn hafði betur í forræðisdeilunni. Castro minntist þessa sigurs í tveggja tíma ræðu sem hann hélt í afmæli Elians. ■ Sex ár eru síðan Elian Gonzalez fannst á reki undan strönd Flórída: Castro mætti í tólf ára afmælið DRENGNUM KLAPPAÐ Á HÖFUÐIÐ Elian situr í skólabúningi við hlið Fídels Castro. Forsetinn mætti til Cardenas, heimabæjar Elians, til að fagna afmæli drengsins og ekki síður sigursins í forræðisdeilunni. Í ræðu sinni hrósaði Castro drengnum. Sagði hann Elian þegar vera orðinn leið- toga í skólanum og mikinn karate-snilling.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.