Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 32
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR32 UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Það gera Tékkar líka. Þess vegna nota þeir 10.000 ára gamalt vatn sem er tekið úr 300 metra djúpri borholu í Budweiser Budvar bjórinn. Þetta hreina og tæra tékkneska vatn gefur bjórnum silkimjúkt yfirbragð. Íslendingar þekkja gott vatn LÉ TT Ö L Fólk skiptir oftar um um starf en áður var gert. Þegar störf eru valin skiptir mestu máli að finna sig í starfinu og velja starf við hæfi. Hvað ræður starfsvali fólks? Eru það launin, foreldrarnir, áhugi á því sem tengist starfinu eða er það bara hrein tilviljun hvaða starf við tökum okkur fyrir hendur? Marteinn Steinar Jónsson er vinnusálfræðingur og sérfræð- ingur í klínískri sálfræði. „Það sem skiptir máli er að fólk finni sig í starfinu, og það er mis- jafnt hvað fólk finnur sig í. Sumir vilja vera í félagsskap og velja sér vinnu með það í huga, aðrir sem eru einrænir vilja frekar vinna einir. Það er því persónuleikinn sem skiptir nokkru máli,“ segir Marteinn. Fyrr á dögum var algengt að fólk veldi sér sama starfsvettvang og foreldrar sínir. Marteinn telur að þetta hafi ekki breyst. „Það er frekar þjóðfélagið sem hefur breyst. Fólk getur valið úr fjöl- breyttari störfum en áður, vinnu- markaðurinn er flóknari og alls konar menntun í boði.“ Kannanir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum gefa til kynna að munur sé á því hvað konur telja skipta máli í starfi og hvað karlmenn setja á odd- inn. Marteinn segir að á vissan hátt sé munur á milli kynjanna í starfsvali. „Við sjáum að það eru til svokallaðar kvennastéttir og karlastéttir, til dæmis fara marg- ir karlar í verkfræði og margar konur í hjúkrunarfræði. Ég held að mismunandi starfsvettvangur kynjanna fari eftir eðli starfanna sem þau velja sér, en hins vegar eru konur farnar að hasla sér völl alls staðar og þar á meðal í hinum hefðbundnu karlastörfum. Þar skiptir tíðarandinn og hugsun- arhátturinn í þjóðfélaginu máli. Áður fyrr fóru konur í störf sem þóttu viðeigandi fyrir þær en menningin hefur breyst og hin sterku gildi sem áður stóðu í vegi fyrir því að kona færi í svokallað karlastarf fara þverrandi.“ Marteinn segir að í dag sé meira um að fólk skipti um starf heldur en áður fyrr. „Það er miklu minna um það að fólk sé fast á sama stað alla tíð. Hins vegar tel ég að það sé miklu minna starfs- öryggi í dag, það eru svo miklar sveiflur í þjóðfélaginu og sam- keppni um starfsfólk er gríðar- leg,“ segir Marteinn Steinar Jóns- son, vinnusálfræðingur. Fjölbreyttari störf á flóknari vinnumarkaði „Ég fetaði í fótspor foreldra minna sem báðir voru strætóbílstjórar,“ segir Markús Sigurðsson strætisvagnabíl- stjóri. „Það má segja að mig hafi allt- af langað til að verða strætóbílstjóri þegar ég var lítill og nú tek ég eftir því að sonur minn talar um að verða strætóbílstjóri þegar hann er orðinn stór, þannig að þetta virðist ganga í erfðir,“ segir Markús í léttum tóni. „Þegar ég útskrifaðist úr mennta- skóla fór ég að leita mér að sumar- vinnu og það lá beinast við að sækja um hjá strætó af því að foreldrar mínir voru að vinna sem strætóbíl- stjórar. Ég ætlaði nú bara að vinna sem strætóbílstjóri yfir sumarmán- uðina en svo ílengdist ég hérna og hef kunnað vel við mig allar götur síðan, alla vega er ég búinn að vera hérna í tuttugu ár og það segir nokk- uð.“ Stætisvagnabílstjórinn: Fetaði í fótspor foreldranna MARKÚS SIGURÐSSON Strætisvagnabílstjóri „Þegar ég var á síðasta árinu í Kenn- araháskóla Íslands ákvað ég að verða kennari. Hluti af náminu hjá útskrift- arnemum er æfingakennsla og það var þá sem að áttaði mig á þvi að ég vildi verða kennari,“ segir Nanna Ævarsdóttir, sem er á sínu fimmta ári sem kennari í Laugalækjarskóla. „Ég sá að mér fannst gaman að kenna, að vera með börnunum, tak- ast á við agamál og miðla þekkingu minni.“ Nanna segir starfsandann í Laugalækjarskóla vera mjög góðan. „Samskiptin við nemendur og aðra kennara eru gefandi,“ segir hún. „Ég fór nefnilega ekki í Kennaraháskól- ann til þess að verða kennari held- ur til að taka alhliða nám sem gæti opnað fleiri dyr.“ Þegar Nanna er spurð hvort hún hafi einhvern tímann íhugað að skipta um starfsvettvang segir hún að það hafi gerst. „Ég held að það sé eðlilegt hjá fólki að íhuga stöðuna öðru hverju, svona viss forvitni um hvernig væri að starfa við eitthvað annað. Starfsandrúmsloftið er hins vegar mjög gott og það hefur mikil áhrif á að ég er ennþá að kenna.“ Kennarinn: Fór ekki í námið til að verða kennari Snorri Bjarnvin Jónsson er flugmaður hjá Icelandair. „Eitt af fyrstu orðun- um sem ég lærði að segja var orðið „fúa“ sem þýddi víst flugvél,“ segir Snorri. „Pabbi er flugmaður og flýgur mikið á litlum einshreyfils flugvél- um um landið sér til gamans. Ég var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar hann byrjaði að taka mig með. Eftir að ég byrj- aði að tala þá fór ég með honum í hverja einustu ferð í mörg ár. Þegar kom að því að velja sér nám eftir menntaskóla þá kom ekk- ert annað til greina.“ Þegar Snorri er beðinn að nefna nokkra af kostum flugmannsstarfs- ins stendur ekki á svari hjá honum. „Flugmannsstarfið er fjölbreytilegt og spennandi og óreglulegur vinn- utíminn gefur manni kost á að geta stundað áhugamálin í miðri viku líka,“ segir Snorri og það er greinilegt að hann er mjög ánægður í starfi sínu sem flugmaður. Flugmaðurinn: Ekkert annað kom til greina „Það blundaði alltaf í mér að verða dýralæknir þegar ég var lítil en það var ekki fastákveðið fyrr en ég var búinn með stúdentspróf. Ég hef alltaf átt dýr og er mikill dýravinur,“ segir dýralæknirinn Ólöf Loftsdótt- ir, sem vinnur á dýraspítalanum í Víðidal. „Á sínum tíma var ég að hugsa um að fara í læknisfræði og prófaði að vinna sem gangastúlka á sjúkrahúsi en það varð til þess að ég beindi mér frekar inn á dýra- lækningarnar. Eftir að hafa unnið á sjúkrahúsinu fann ég að það átti ekki við mig.“ Ólöf segir að henni líði vel í sínu starfi. „Ég kann mjög vel við mig í starfinu, það er rosalega gefandi að huga að dýrunum.“ Dýralæknirinn: Alltaf verið dýravinur ÓLÖF LOFTSDÓTTIR Dýralæknir NANNA ÆVARSDÓTTIR Kennari SNORRI BJARNVIN JÓNSSON Flugmaður „Ég tók ekki að mér starfið sem ég er í núna, heldur skapaði ég það ásamt öðrum,“ segir Áslaug María Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar- fyrirtækisins Sjá ehf., þegar hún er spurð af hverju hún hafi tekið að sér núverandi starf. Áslaug stofnaði Sjá, ásamt nokkrum öðrum, fyrir um fimm árum. Fyrirtækið sérhæfir sig í að gera vefsíður og hugbúnað betri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini. „Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða lögfræðingur og forseti og allt það sem flestir sjá fyrir sér sem spennandi störf þegar þeir eru litlir, en það breyttist þegar ég varð eldri. Þegar ég lauk mínu háskólanámi þá sá ég ekki tækifæri fyrir fyrirtæki eins og Sjá á markaðnum en hafði áhuga á málum sem tengjast því sem við gerum í dag og það leiddi mig áfram. Ég var að vinna við vefsíðugerð áður en ég stofnaði fyrirtækið og hafði góða innsýn inn í þann heim og nýtti mér það.“ Framkvæmdastjórinn: Vildi verða forseti ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Sjá ehf. MARTEINN STEINAR JÓNSSON Vinnu- sálfræðingur AÐ STÖRFUM Það getur verið erfitt að ákveða hvað hver vill verða þegar hann er orðinn stór. Sumir hafa ákveðið starf í huga frá unga aldri. Aðrir lenda fyrir tilviljun í starfi sem þeir hafa gaman af. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.