Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 44

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 44
[ ]eiga það til að fyllast af drasli sem ætti frekar heima á haugunum. Það er sniðugt að taka til í geymslunni fyrir jólin og henda því sem henda má svo pláss skapist fyrir það sem koma þarf fyrir í henni eftir jól.Geymslur Ástvaldur Traustason píanó- leikari á sér prívat afdrep uppi í risi á heimilinu sínu. „Hér er minn eftirlætisstaður og hann á eftir að verða miklu flott- ari þegar flygillinn kemur. Það verður fyrir jól. Ég er með hjart- slátt, ég er svo spenntur,“ segir Ástvaldur hlæjandi um leið og hann sýnir ágætt herbergi uppi á lofti á heimilinu. Þar ætlar hann að hafa setustofuhúsgögn og hljóðfæri. „Hér get ég æft mig í friði og jafnvel rekið fólk út ef mér sýnist svo,“ segir hann prakk- aralegur og bætir við: „Aðrir frá samt náðarsamlegast að koma hingað upp, gegn skriflegu leyfi. Það endar sennilega með því að ég setji upp passaskyldu og skanna í stiganum!“ Ástvaldur hefur kennt fólki að spila eftir eyranu í fimmtán ár og rekur skólann Tónheima. Nú hefur hann líka gefið út bók handa öllum þeim sem hafa áhuga á því að læra á píanó. Hún heitir Hljómar í bókstaflegum skilningi og nýtist jafnt byrjendum sem lengra komnum, að sögn Ástvald- ar. „Ég hef þá bjargföstu trú að allir geti lært að spila á píanó ef þá langar til og bókin er einföld og aðgengileg fyrir almenning,“ segir hann. Sjálfur hefur hann starfað sem píanóleikari í ýmsum hljómsveitum, meðal annars Milljónamæringunum og Sálinni hans Jóns míns, og er nú í Stór- sveit Reykjavíkur. Einnig leikur hann á harmóniku í hljómsveit- inni Bardukha og Tangósveit lýð- veldisins. ■ Þegar flygillinn kemur verður fjör á loftinu Ástvaldur á loftinu góða sem flygillinn á eftir að setja svip sinn á. Gunnar Mikael Jóhannsson fékk líka góðfúslegt leyfi til uppgöngu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.