Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 46
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Mikið úrval af keramiki, perlum, föndurvörum og gjafavörum Vinnustofan og verslun opin alla daga Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Listalagerinn Mikið úrval af listmálaravörum Járn og gler ehf - Skútuvogur 1 Barkarvogsmegin - S :5858900 www.jarngler.is Nú er myrkasti tími ársins sem er líka sá tími þegar hvað flestir sækja hver annan heim. Þar sem dagsljóssins nýtur ekki við nema brot úr degi er lýsingin í jólaboðinu þeim mun mikilvægari til að skapa jólastemninguna. Gott er að nota fleti sem endurvarpa ljósi, eins og fallega silfurplatta eða spegla, til að endurvarpa kertaljósi um herbergið og ekki er verra að skreyta með krist- öllum og jólakúlum sem endurvarpa ljósi í sama tilgangi. Það er líka flott að búa til miðpunkt í herberginu með því að raða spritt- kertum þétt saman á lítið borð, í arininn eða á tilfallandi glerhillur eða önnur brunatraust svæði. Ekki má gleyma inniseríum sem gefa einstaklega fallega birtu. Hægt er að fá alls kyns inniljós, bæði kransa og ákveðin form, en líka má leika sér með langar seríukeðjur. Þær er hægt að fá af öllu tagi og sumar geta jafnvel blikkað, allt eftir því hversu villt veislan á að verða. Stórar stofur þar sem hátt er til lofts verða notalegri ef margir litlir lampar og kertastjakar eru látnir sjá um lýsinguna frekar en loftljósið. Það er líka gaman að velta skuggunum fyrir sér þegar ljósum er stillt upp því með réttri uppstillingu má búa til listaverk á loft og veggi. Alltaf þurfa einhverjir að fara út á tröppur eða svalir í veislum til að svala þörfum sínum og það er ekki úr vegi að láta notalegu jólastemn- inguna ná þangað. Hægt er að gera garðinn fallegan með útikertum, lituðum útiseríum í trjám og litlum sprittkertum. Best er þó að kerti séu í vari fyrir veðri og vindum. Og svona gefur þú myrkrinu langt nef á meðan við bíðum þess að birti á ný. lýsing } Myrkrinu gefið langt nef JÓLIN ERU ÁRSTÍÐ LJÚFRAR BIRTU. Søstrene Grene er ný verslun í Smáralind. Þar má finna fallegar og vandaðar gjafa- vörur á hagstæðu verði í þægi- legu andrúmslofti. Íslendingar stóðu í röðum fyrir utan nýja verslun í Smáralind um síðustu helgi. Verslunin sem er svo vinsæl heitir Søstrene Grene og á rætur sínar að rekja til Dan- merkur og mörgum Íslendingum sem þangað hafa komið að góðu kunn. Búðin var opnuð síðastlið- inn föstudag en þær Jóhanna Ein- arsdóttir og Kristín Reynisdóttir reka hana ásamt eiginmönnum sínum. „Eftir að búðin var opnuð hefur það komið mér á óvart hversu margir Íslendingar þekkja hana,“ segir Kristín, sem segir þær stöll- ur hafa verið heppnar að fá leyfi hjá eigendum til að opna Söstrene Grene hér á landi. „Þau úti höfðu neitað fullt af fólki en þau voru ekki tilbúin til þess, ekki fyrr en nú,“ segir Kristín og Jóhanna bætir við: „Við fórum á námskeið í tvær vikur í Danmörku líka. Þar sett- um við meðal annars upp búð frá grunni í Hróarskeldu. Það var mjög lærdómsríkt.“ Þegar spurt er um sérstöðu verslunarinnar segja Kristín og Jóhanna samtímis að það séu fallega hannaðir hlutir á mjög góðu verði. Vinkonurnar segja að verðið komi ekki niður á gæðunum því verðinu sé haldið í lágmarki með magninn- kaupum „Neytandinn fær að njóta góða verðsins. Þetta er hálfgerð hugsjónabúð og var opnuð sem slík. Það sem er líka sérstakt við þessa búð er að vörunum er raðað upp eftir litum og það er reynt að halda andrúmsloftinu rólegu, til dæmis er bara spiluð klassísk tónlist hér inni. Þetta er mjög neytendavæn búð,“ segir Jóhanna. „Maður upp- lifir svolítið listræna stemningu inni í verslunni,“ bætir Kristín við. Kristín og Jóhann stefna jafnvel á að opna fleiri verslanir hér á landi. „Okkar væntingar voru að Íslend- ingar myndu taka okkur vel og það hafa þeir svo sannarlega gert.“ steinthor@frettabladid.is Biðröð við Søstrene Grene Kristín og Jóhanna reka Søstrene Grene í Smáralindinni og eru ánægðar með viðtökurnar það sem af er. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORÐ FYRIR TVO K R I N G L A N GLEÐILEGA AÐVENTU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.