Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 58
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR20 Hver er uppáhaldsbúðin þín? Það eru 12 tónar, ég kaupi slatta þar. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Geisladiska. Svo finnst mér svolítið gaman að kaupa mér föt og mjög gaman að kaupa mér mat. Verslar þú í útlöndum? Já, alveg slatta. Ég er samt ekkert eitthvað kaupóður úti. Eru einhverjar venjur við inn- kaup? Ég vanda valið frekar mikið, hugsa málið svolítið lengi. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Nei, mjög sjaldan. KAUPVENJUR Vandar valið Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari í Maus, hefur mest gaman af geisladiska- kaupum. Borgin: Buenos Aires er höfuðborg Argentínu. Hún er jafnframt stærsta borg landsins, fimmta stærsta borg í heimi. Borgin liggur í þríhyrning og er við árósa Rio de la Plata. Íbúafjöldi: Tæpar 2,8 milljónir. Íbúar: Kallaðir porteños sem þýðir hafnarfólkið enda hefur höfnin verið gríðarlega mikilvæg fyrir þróun borg- arinnar. Flestir íbúar eru af spænsk- um eða ítölskum uppruna. Trúin: Stærstur hluti er rómversk- kaþólskur. Einnig er nokkuð af gyð- ingum, múslimum og evangelistum. Tungumál: Spænska Menning: Borgin er margfræg fyrir menningu sína enda oft kölluð París Suður-Ameríku. Þar má nefna tang- óinn sem fæddist á vændishúsum borgarinnar en gífurleg vændisstarf- semi upphófst um 1870. Um alda- mótin 1900 hóf ópera borgarinnar að skipuleggja tangóböll og tuttugu árum síðar var tangóinn kominn alla leið til Parísar og síðan út um allan heim. Saga: Borgin var stofnuð árið 1580. Hún var nefnd í höfuðið á jómfrú hinna góðu vinda en nafnið Buenos Aires þýðir einmitt góðir vindar. SVIPMYND Buenos Aires ...að hjálmar víkinga höfðu engin horn? ...að það eru 206 bein í mannslíkaman- um? Þau minnstu eru hamar, steðji og ístað en þau er að finna í innra eyra. ...að vitlausa beinið er ekki bein heldur taug sem meðal annars flytur sársauka- boð frá framhandlegg? ...að það er ekki óhollt að lesa við litla birtu? Það getur hins vegar skaðað augun að lesa við of mikla birtu. ...að í einni af hverjum 200.000 fæðingum fæðast tengdir tvíburar (síamstvíburar)? Einungis fjórðungur þeirra lifir fæðinguna af. ...að heitið síamstvíburar kemur frá tvíburunum Chang og Eng Bunker en þeir fæddust í Síam. Síam heitir í dag Taíland. ...að hvítir blettir í nöglum eru kalk- útfellingar sem myndast er naglrótin verður fyrir hnjaski? ...að líffræðilega er ekki til neitt sem heitir kynstofn manna? Þrátt fyrir að stuðst sé við lífeðlisfræði, líffærafræði, lífefnafræði og erfðarfæði er ómögu- lega hægt að flokka fólk í kynþætti. ...að líkami okkar er 62% vatn, 18,5% kolefni, 9,5% vetni, 3,2% nitur, 1,5% kalk og 1% fosfór? Hin 4,3% eru ýmis efni, bæði lífræn og ólífræn. ...að fuglaflensa er að grunninum til sama veiran og sú sem veldur árlegum inflúensufaröldrum? ...að Spænska veikin var af völdum inflúensuveiru? ...að til er gen sem verndar bera þess gegn alnæmi og svartadauða? Þetta gen er stundum kallað víkingagenið. Það er vegna þess hversu algengt það er á norðlægum slóðum og raunar hvergi algengara en á Íslandi. ...að hár gránar vegna þess að frumur sem framleiða litarefnið melanín hrörna og deyja? ...að það er ekki rétt að neglur og hár haldi áfram að vaxa eftir andlát? VISSIR ÞÚ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.