Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 62

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 62
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR42 Það voru kaldar kveðjur sem starfsmenn Reykjavíkurborg- ar fengu frá bæjarstjóranum í Kópavogi, Gunnar I. Birgissyni, og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Ara Edwald, í fréttum Ríkissjónvarpsins 6. desember. Ég frábið mér alfarið sem starfsmaður Reykjavíkurborg- ar og fulltrúi í samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fullyrðingar Gunnars I. Birgissonar um að þessir samn- ingar hafi verið „hæsta kosninga- ávísun sem skrifuð hefur verið í langan tíma“. Við vorum ekki að þiggja neinar kosningamútur frá R-listanum eða borgarstjóra Reykjavíkur þegar við gerðum þessa samninga. Reykjavíkurborg var einungis að gera sanngjarna samninga við St.Rv. og Eflingu eftir að hafa unnið með þessum stéttarfélögum auk Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands að viðamiklu starfsmati og launa- kerfisbreytingum. Forsenda þess starfs var óvenjulangur kjarasamningur sem gerður var fyrir fimm árum og þetta starf hefur reynt mikið á þessi félög og félaga í þeim. Reyndar væri eðlilegt að líta á hluta þeirra launahækkana sem félagar þessara stéttarfélaga eru nú að fá sem sérstakan kostnað Reykjavíkurborgar við aðlögun launa að þessu starfsmatskerfi. Ari Edwald spurði í viðtali við sjónvarpið í hvaða veruleika sveitarfélögin væru. Gunnar I. Birgisson kvað þessa samninga vera ávísun á verðbólgu og skelf- ingu fyrir íslenskt þjóðlíf yfir höfuð. Ég spyr þessa herramenn á móti í hvaða veruleika þeir eru? Við, starfsmenn Reykjavíkur- borgar, vitum mætavel í hvaða veruleika við höfum verið. Við höfum verið að basla á launum sem eru talsvert fjarri því sem viðgengst víða í einkageiranum. Ég er ekki að segja að launataxt- ar þar séu til að hrópa húrra yfir eða allir séu sælir með sín laun. En misskiptingin er mikil og í einkageiranum eru ansi margir sem skammta sjálfum sér tekjur sem eru einhvers staðar víðs- fjarri okkar veruleika. Ég heyri ekki mikið talað um að hegðun þessa sjálftökuliðs sé verðbólgu- hvetjandi, en þegar við fáum sæmilega leiðréttingu okkar mála er sagt að það sé ávísun á verðbólgu og skelfingu fyrir íslenskt þjóðlíf. Þessu stjórn- sýslustigi er ekki treystandi fyrir stórum málaflokkum þar sem eru fjölmennir hópar starfs- manna, segir Ari Edwald. Hann hefur kannski ekki heyrt neitt af þeim erfiðleikum sem hafa verið að undanförnu við að manna störf á leikskól- um og öðrum umönnunarstofn- unum. Hann þekkir kannski ekki þann veruleika sem þar er. Ástandið þar hefur verið á þann veg að menn hafa einmitt spurt sig hvort þessu stjórnsýslustigi sé treystandi fyrir þeirri starf- semi vegna þess að það hefur ekki séð til þess að starfsfólk þar fái sómasamleg laun. En með þessum kjarasamningum hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar, bæði meiri- og minnihluti, sýnt ábyrgð, með þeim er henni betur treystandi fyrir þessari starf- semi, því að kjör starfsfólksins hafa lagast talsvert þótt enn sé ansi langt yfir í ofurtekjur fjár- málabraskara og ýmissa stjórn- enda sem skammta sér launin sjálfir. En eitt er víst, það er ekki almennt launafólk sem ber ábyrgð á kreppu auðvaldsins. ■ Launafólk ber ekki ábyrgð á verðbólgunni Nýlega fékk ég svar í þinginu frá dómsmálaráðherra þar sem hann greindi frá endanlegum kostn- aði við endurbætur á varðskip- inu Ægi. Þær fóru fram ekki alls fyrir löngu í Póllandi og niður- staðan varð sú að endanlegur kostnaður með siglingu skipsins, gistingu, ferðakostnaði, eftirlits- kostnaði, dagpeningum og auka- verki er hærri en tilboð Slipp- stöðvarinnar á Akureyri hljóðaði upp á. Það sem vakti sérstaka athygli mína við svar dómsmálaráðherra var að Björn Bjarnason reyndi að fegra niðurstöðuna á endan- legum kostnaði í Póllandi með því að telja pólsku skipasmíða- stöðinni til tekna í samanburði að hún hefði verið sektuð. Sektin var sem sagt dregin frá kostnaði við endurbætur á skipinu. Þetta eru meira en lítið undarleg skila- boð frá sjálfum dómsmálaráð- herra um hvernig eigi að bera saman verktilboð. Það má öllum vera ljóst að íslenska þjóðarbúið tapaði á því að senda skipið úr landi. Starfs- menn Slippstöðvarinnar á Akur- eyri hefðu borgað skatta af laun- um við endurbætur á skipinu og auk þess hefði verkkunnátta haldist í landinu. Ekki veit ég hvað íslenskum stjórnvöldum gekk til með því að senda skip- ið úr landi en það liggur beinast við að ætla að Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra hafi alls ekki lagt áherslu á að halda verkinu í landinu. Hún legg- ur alla áherslu á uppbyggingu álvera og stóriðju þó svo að það sé á kostnað annars iðnaðar, s.s. fisk-, hátækni- og skipasmíða- iðnaðar. Svo kom hún í viðtal í sjónvarpi og barði lóminn yfir því að hafa misst verkið úr landi. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að halda verkinu í landinu ef raunverulegur vilji hefði verið til þess. Iðnaðarráðherra hefur legið á skýrslu frá því í febrúar um breytingar á starfsskilyrð- um skipasmíðaiðnaðar en ekk- ert gert með hana. Í skýrslunni er að finna tillögur í fimm liðum en ráðherra hefur ekki hrint einni einustu í framkvæmd þrátt fyrir nýleg áföll í þessum iðnaði. Ekki veit ég hvað tefur en það má helst geta sér þess til að öll orka ráðherra fari í ný álver og stærri álver. ■ Álráðherrann af- skrifar iðnaðinn Ekki veit ég hvað íslenskum stjórnvöldum gekk til með því að senda skipið úr landi en það liggur beinast við að ætla að Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra hafi alls ekki lagt áherslu á að halda verkinu í landinu. UMRÆÐAN ENDURBÆTUR Á VARÐSKIPI SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR En með þessum kjarasamning- um hafa stjórnendur Reykja- víkurborgar, bæði meiri- og minnihluti, sýnt ábyrgð, með þeim er henni betur treystandi fyrir þessari starfsemi, því að kjör starfsfólksins hafa lagast talsvert þótt enn sé ansi langt yfir í ofurtekjur fjármálabrask- ara og ýmissa stjórnenda sem skammta sér launin sjálfir. UMRÆÐAN KJARASAMNINGAR REYKJAVÍKUR- BORGAR EINAR ÓLAFSSON BÓKAVÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.