Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 74
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR54 bio@frettabladid.is Það styttist enn frekar í stórmyndina King Kong sem frumsýnd verður mið- vikudaginn 14. desember. Fram að því ætlar Reese Witherspoon að stytta okkur stundirnar með því að ganga aftur og þeir John Cusack og Billy Bob Thorn- ton komast í hann krappan þegar þeir reyna svíkja fé út úr glæpaforingja í Wichita. Það er Harold Ramis sem leikstýr- ir Ice Harvest en hann er ef til vill þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dr. Egon Spegler í Draugabönum sem gerðu allt vitlaust á fyrri hluta níunda áratugarins. Þó að hann bregði sér öðru hvoru fram fyrir myndavélarnar hefur hann að mestu leyti helgað sig skrif- um og leikstjórn. Viðfangsefni þessarar nýjustu myndar hans er lögfræðingurinn Charlie Aglist í Wichita sem hefur haft gott upp úr því að verja óþokka borgarinnar. Hann ákveður að gefa sjálfum sér nokkuð veglega jólagjöf frá aðal- glæpaforingjanum, Bill Guerrard. Ásamt aðstoðarmanni sínum, Vic Cavanaugh, stelur hann rúmum tveimur miljónum dala. Charlie hyggst eyða sínum hluta með strippbúllueigandanum Renetu en hlutirnir fara á annan veg en hann hafði í hyggju. Það eru John Cusack, Billy Bob Thornton, Oliver Platt og Connie Nielsen sem fara með aðalhlut- verkið í þessari gamansömu jóla- mynd. Randy Quaid bregður sér í hlutverk illmennisins en hann er um þessar mundir að leika í Milos Forman myndinni Goya‘s Ghosts. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar bandaríska leikkon- an Reese Witherspoon var valin til að leika June Carter í Walk the Line. Áður en Reese tók að sér hlutverkið hafði hún unnið sér það helst til frægðar að leika hina ofurheimsku Elle Woods í Legally Blonde myndunum. Myndinni var strax spáð mikilli velgengni bæði í miðasölu en ekki síst á óskarn- um því Johnny Cash er með ein- dæmum vinsæll í Bandaríkjunum og látnir tónlistarmenn hafa allt- af trekkt vel í kvikmyndahúsum þar vestra. Frammistaða Reese í myndinni hefur komið mörgum á óvart og vakið mikla athygli en henni hefur verið spáð ósk- arstilnefningu. Leikkonan er þó á kunnuglegum slóðum í Just Like Heaven en þar er á ferðinni róm- antísk gamanmynd. Á móti henni leikur Mark Ruffalo en hann er góðri leið með að verða næsti Hollywood-sjarmörinn. Hjúkrunarkonan Elizabeth hefur engan tíma fyrir sjálfa sig heldur sekkur sér í vinnu. Það kemur hins vegar babb í bátinn þegar hún deyr í bílslysi á leiðinni heim. Inn íbúðina hennar flytur piparsveinninn David sem að öllu jöfnu ætti að vera einn í henni. Elizabeth hefur þó ekki gefist alveg upp fyrir manninum með ljáinn heldur telur sig vera á lífi. Piparsveininum til mikils ama gefur hún sig ekki en þegar þau fara að kynnast nánar er ljóst að ástin nær út fyrir gröf og dauða. freyrgigja@frettabladid Rómantík og ribbaldar „Now, I‘d like to remind you all that we‘re recording live, so you can‘t say „hell“ or „shit“ or anything like that!“ Johnny Cash gerir föngunum í Folsom Prison ljóst að það sé verið að taka upp tónleikana í kvikmynd- inni Walk the Line þar sem Joaquin Phoenix fer hamförum í hlutverki kántríkóngsins. Myndin er væntanleg hingað til lands á næstunni en hún þykir líkleg til afreka á óskarnum. Þetta er í raun hálfgerð synd en það er varla hægt að nefna nafn Billy Bob Thornton án þess að minnast á samband hans við Angelinu Jolie. Parið var mjög áberandi í Hollywood á sínum tíma en það vakti heimsathygli þegar upp komst að hvort var með blóðdropa úr hinu í hylki um hálsinn og fóru fljótlega af stað sögur um frekar misjafnt athæfi hjónanna. Illar tungur töluðu meira að segja um djöfladýrkun og satanískt athæfi. Allt „gott“ tekur þó einhvern tímann enda því þessi brennandi ástríða kulnaði og þau héldu hvort í sína áttina. Eftir stóð minning um skrautlegt ástarsamband sem kom þeim báðum í heimspressuna og gerði nöfn þeirra fræg. Billy Bob átti sér þann draum heitast- an að verða tónlistamaður. Hann er fæddur í Arkansas og hóf listrænan feril sinn sem trommari og söngvari í hljómsveitinni Tres Hombres. Hljómsveitin varð það fræg að hún hitaði upp fyrir Hank Williams Jr. Árið 1981 fluttist Thornton til Los Angeles með vini sínum Tom Epperson með það fyrir augum að komast í kynni við frægð og frama í kvikmyndborginni. Hann lagði kjuðana þó ekki alveg á hilluna heldur spilaði samhliða því að skrifa handrit og reyndi koma sér á framfæri. Thornton og Epperson fengu draum sin uppfylltan þegar kvikmyndin One False Move sló óvænt í gegn. Hún var hræódýr í fram- leiðslu en fékk bæði góða dóma og mikla athygli. Þótt myndin hefði tryggt félögunum næga vinnu sló Thornton þó ekki almenni- lega í gegn fyrr en með myndinni Sling Blade. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki en tapaði fyrir Geoffrey Rush. Leikar- inn fór þó ekki tómhentur heim því hann hreppti styttuna fyrir LEIKARI VIKUNNAR Ekki bara fyrrverandi hr. Jolie CHARLIE OG VIC Lögfræðingurinn Charlie og aðstoðarmaður hans Vic svíkja stórfé út úr glæpaforingja. Hlutirnir fara þó á annan veg en þeir ætluðu. DAVID OG ELIZABETH Piparsveininum David bregður í brún þegar hann verður þess var að fyrrverandi eigandi íbúðar hans hefur ekki alveg gefið upp öndina. FRUMSÝNDAR UM HELGINA Ice Harvest Internet Movie Database 5,6 / 10 Metacritic.com 4,5 / 10 Rottentomatoes.com 47% / Rotin Just Like Heaven Internet Movie Database 6,8 / 10 Metacritic.com 7,0 / 10 Rottentomatoes.com 54% / Rotin Ekki missa af... Harry Potter og eldbikarnum. Pottþétt skemmtun sem svíkur hvorki aðdáend- ur né heldur þá sem vita ekkert um töfrastrákinn og ævintýri hans. Potter er að fullorðnast og myndin er í dekkri kantinum. Það ætti þó ekki að hindra alla fjölskylduna frá því að skella sér í bíó, splæsa poppi og kóki á línuna og skemmta sér konunglega yfir ótrúlegum svaðilförum Harrys og félaga hans. Fyrstu dómarnir eru farnir að birtast um þrekvirki Peters Jack- son, King Kong, en myndin var frumsýnd í New York á þriðju- dagskvöld. Flestir eru sammála um að myndin hafi alla burði til að verða smellurinn í ár. Gagnrýnandi London Daily Telegraph sagði að King Kong væri blanda af Titanic og Jur- assic Park. Hjá Daily Mail eru menn heldur ekkert að skafa utan af hlutunum og segja King Kong vera bestu stórmynd ársins. Kvik- myndarýnir London Times segir að Jackson hafi gert alvöru has- armynd með hæfilegri blöndu af húmor og drama. Aðrir eru mjög ánægðir með myndina en benda einnig á þá staðreynd að King Kong þarf að vera meðal tíu mest sóttu mynda heims svo hún borgi sig. Kostnaðurinn hafi verið því- líkur og Jackson neyddist sjálfur til að opna bankabókina sína og punga út 32 miljónum dollurum. „King Kong á eftir að verða minn- ismerki um áhættu en það kemur síðan í ljós hvort hún borgaði sig,“ skrifaði Geoffrey Macnab hjá Independent. Bandaríska blaðið New York Times sendi alla sína bestu gagn- rýnendur sem voru á einu máli. King Kong væri frábær og sagð- ist Jami Bernard hafa grátið og hlegið. „Hún er algjör snilld.“ Í sama streng tekur Jack Mathews og telur að leikstjórinn Jackson hafi tryggt sér titilinn „besti ævintýraleikstjóri sögunnar“. Hann þakkar Peter ennfremur fyrir að hafa komið Empire State byggingunni aftur á þann stall sem henni ber. King Kong slær í gegn Mel Gibson hefur í fyrsta skipti tjáð sig um sitt næsta verkefni sem ber heitið Apocalypto. Mikil leynd hefur hvílt yfir henni en eftir vel- gengni The Passion of Christ getur Mel Gibson gert hvað sem er... og þá þýðir það hvað sem er. Það hefur til að mynda enginn kippt sér upp við það að Apocalypto á að gerast fyrir sex hundruð árum hjá Mayum og mun víst varpa ljósi á hið undarlega hrun menningar- þjóðarinnar áður en Spánverjar námu land í Mið-Ameríku. Ekki skemmir fyrir að myndin er öll töluð á fornri tungu þessa samfé- lags og í öllum helstu hlutverkum eru alveg óþekktir leikarar. „Ég tel að með þessari mynd getum við skoðað samtíma okkar í nýju ljósi,“ sagði Gibson við blaðamenn á dögunum. Nafn myndarinnar er úr grísku og þýðir nýtt upphaf. Þetta er þó ekki það eina sem Mel Gibson hyggst gera á næst- unni. Hann ætlar að framleiða sjónvarpsmyndina Flory sem er byggð á sannsögulegum atburð- um. Segir hún sögu gyðingastúlk- unnar Flory Van Beek en hún naut aðstoðar hollensks kærasta síns sem bjargaði henni frá útrýming- arbúðum nasista í seinni heims- tyrjöldinni. Gibson er ekki besti vinur gyð- ingasamfélagsins í Bandaríkjun- um því The Passion of Christ vakti töluverða reiði þeirra á meðal þar sem talið var að leikstjórinn drægi upp frekar dökka mynd af yfirmönnum trúarsamfélags þeirra á tímum Jesú. Reyndar hefur ekkert verið ákveðið hvort farið verði út í þessa framleiðslu en ljóst er að ef af verður á hún eftir að vekja mikla athygli. Gibson hefur nóg á sinni könnu Bandaríska leikkonan með skandin- avíska eftirnafnið, Scarlett Johans- son, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd sem gerist á síðustu dögum Napóleons Bonaparte. Segir hún frá því þegar stríðsherrann fer í útlegð á eyjunni St. Helenu og fell- ur fyrir enskri stúlku. Myndin verður að hluta til byggð á sannri sögu og verður öll séð frá sjónarhóli ástkonunnar. Það er Benjamin Ross sem leikstýrir myndinni og verður þetta fyrsta stóra verkefnið hans. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk Napóleons. Scarlett elsk- ar Napóleon SCARLETT JOHANSSON Fellur fyrir hinum smáa en knáa Napóleon í myndinni Napo- leon & Betsy sem verður gerð á næstunni. MEL GIBSON The Passion of Christ vakti töluvert sterk viðbrögð en velgengni hennar hefur gefið Gibson leyfi til að gera hvað sem er. KING KONG Gagnrýnendur mega vart vatni halda yfir myndinni sem er rúmir þrír tímar að lengd. Peter Jackson fær mikið hrós fyrir leikaravalið en þeir standa sig framar öllum vonum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.