Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 78
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR58
Fyrir rúmu ári keyptu
Íslendingar Magasin du
Nord. Dönum var brugðið.
Síðan hafa fjárfestingar
Íslendinga í landinu verið
ótalmargar og alltaf verða
Danir jafn hissa. Hvað
vilja þessir Íslendingar
upp á dekk og hvaðan koma
peningarnir? Danir þreyt-
ast ekki á að spyrja þessara
spurninga. Dagblaðið Urban
velti þessu fyrir sér í gær
og nýjasta hefti tímaritsins
Cover er meðal annars helg-
að þessari spurningu. Það
er þó greinilegt á þessum
umfjöllunum að Danir hafa
loksins húmor fyrir þessari
þróun.
Greinin í Urban er skrifuð í til-
efni af frumsýningu heimildar-
myndarinnar Gargandi snilld
sem fær fimm stjörnur af sex í
einkunnagjöf blaðsins. Höfundur
greinarinnar fullyrðir að Íslend-
ingar hafi skipulagt innrásina
í 61 ár og þeir séu svo klikkað-
ir að þeir fari ekki einu sinni
leynt með það. Hann spyr Þóri
Snæ Sigurjónsson, framleiðanda
myndarinnar, hvað sé eiginlega
í gangi. Hann svarar því til að
Íslendingar hafi alltaf verið
áhugasamir um Danmörku enda
sé danska fyrsta erlenda tungu-
málið sem Íslendingar læri.
Þórir vísar á bug orðrómi um að
Íslendingar fái peningana sína
frá rússnesku mafíunni og það
sama gerir Baltasar Kormákur í
viðtali við tímaritið Cover.
Í inngangi greinarinnar
í Cover segir að þrátt fyrir
fámennið á Íslandi séu stjörn-
unar margar. Þar megi finna
íþróttamenn sem leiki og við-
skiptamenn sem hanni. Enginn
sé fastur í einum bás. Í greininni
er einnig rætt við Ingibjörgu
Pálmadóttur og Jón Ásgeir
Jóhannesson, Þorvald Skúlason,
Magnús Scheving og samstarfs-
mann hans, Ágúst Frey Ingason.
Þá eru tengsl Baltasars, Ingi-
bjargar og Jóns Ásgeirs rakin í
greininni enda hafa danskir fjöl-
miðlar margsinnis velt fyrir sér
tengslum íslenskra viðskipta-
manna og fjármálastofnana und-
anfarin misseri. Ingibjörgu er
lýst sem íslenskri valkyrju sem
sé bálskotin í Kaupmannahöfn.
Jón segist deila með henni áhuga
á borginni og Danmörku enda
hyggist hann fjárfesta þar enn
frekar. Honum finnst hins vegar
Danir sjálfir ekki hafa nægjan-
lega metnaðarfull plön á prjón-
unum.
Blaðamanni Cover finnst ekki
mikið til byggðarinnar í miðbæ
Reykjavíkur koma. Segir hana
minna á gullgrafarabyggð. Þó sé
greinilegt á úrvalinu í tískuvöru-
verslunum að í Reykjavík búi rík
þjóð. Undir það tekur Þorvaldur
Skúlason, eigandi veitingastaðarins
b5. „Allir eiga að vera með milljón
á mánuði,“ segir hann og bætir við
að Íslendingar séu enn að ná tökum
á nýfengnu viðskiptafrelsi. Efnis-
hyggja sé ráðandi og enginn maður
með mönnum nema vera með að
lágmarki eina milljón á mánuði.
Íslendingar eru flinkir að finna
upp á nýjum hlutum en þá skortir
hins vegar skipulagshæfileikana
að mati Magnúsar Scheving. Hann
segir í viðtalinu að leti sé ekki liðin
á Íslandi og fólk sé knúið áfram af
innri átökum enda menntað fólk
sem komið sé af villimönnum.
Aðalatriðið sé að vera heiðarlegur
í viðskiptum í svona litlu samfélagi
eins og Íslandi.
Kristján Sigurjónsson skrifar
frá Kaupmannahöfn
INNRÁS ÍSKALDRA FLOTTRÆFLA
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Er sögð vera ástfangin af Kaupmannahöfn og er lýst sem íslenskri valkyrju í danska blaðinu Cover.
ÁGÚST FREYR OG MAGNÚS SCHEVING Þeir hafa verið að gera góða hluti með Latabæ en
Magnús segir í viðtalinu að leti sé ekki liðin á Íslandi.
ÍSLENSKIR TÍSKUMÓGÚLAR Danskir blaðamenn velta því fyrir sér hverjir þessir Íslend-
ingar séu sem hafi ráðist inn í Danmörku. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón hafa Danirnir
húmor fyrir þessum fyrrum undirsátum sínum.
Les Rhythmes Digitales -
Darkdancer (1999)
Stuart Price hefur aldrei gefið
út tónlist undir eigin nafni. Hann
kallaði sig lengi Jacques Lu Cont
og gaf út undir hljómsveitarnafn-
inu Les Rhythmes Digitales. Á
annarri plötu sinni blandaði hann
saman áhrifum frá sykursætu
poppi níunda áratugarins við
nútímalegt house og breakbít.
Hann gekk jafnvel svo langt að
fá söngvarann Nik Kershaw sem
gestasöngvara í einu lagi. Eftir
útgáfu annarrar plötu sinnar varð
hann vel þekktur fyrir útsetningar
sínar, og samstarfið við Madonnu
hófst stuttu síðar. Hann hefur líka
gert endurhljóðblandanir fyrir
Goldfrapp, No Doubt og Corner-
shop.
Zoot Woman - Living in
a Magazine (2001)
Stuart Price kynntist bræðr-
unum Johnny og Adam Blake í
skóla í Reading. Tónlist sveitar-
innar minnir stundum á Human
League, New Order eða Pet Shop
Boys. Þrátt fyrir að vera liðsmað-
ur sveitarinnar var Stuart ekki
með þegar Zoot Woman léku fyrir
gesti Airwaves hátíðarinnar nú
síðast.
Leiðarvísir að
Stuart Price
MADONNA OG STUART PRICE Stuart Price
stjórnaði upptökum á nýjustu plötu
Madonnu og hefur fengið mikið lof fyrir.
[TÓNLIST]
UMFJÖLLUN
Ég hef nú ekki mikið álit á Pete
Doherty. Að minnsta kosti ekki
þeirri hlið af honum sem birtist
í blöðunum. Mér finnst ekkert
töff við það að vera fíkill með allt
niður um sig, sama hvaða fyrir-
sætu þú ert að sofa hjá. Finnst
hann hafa svipaðan sjarma út á
við og strípalingur á fótboltaleik.
Athyglissjúkur unglingur í enda-
lausri sjálfsvorkunn.
Það var svo ekki til þess að
auka álit mitt á honum þegar ég
sá tónleikaupptöku af þessari
nýju sveit hans, Babyshambles, í
sjónvarpinu. Bandið var óþéttara
en versta sveitin á landsbyggð-
arkvöldi Músíktilrauna og Pete
var of út úr því til þess að ráða
við neitt annað en að slefa í míkró-
fóninn. Það var lítið pönk í þessu
og meira eins og að sjá Sex Pistols
kóverlagasveit þar sem liðsmenn
væru of drukknir til þess að ráða
við lögin.
En svo er það Pete Doherty,
tónlistarmaður. Hann nær allt-
af að koma mér á óvart á plasti.
Önnur Libertines-platan var stór-
fín, og þessi fyrsta Babyshamb-
les-plata er góð líka. Bandið er
ekkert sérstakt, en texta- og laga-
smíðar eru mjög sjarmerandi.
Hann er svo sannarlega hæfi-
leikaríkur piltur og með góða
rödd, þegar hann er nægilega
allsgáður til þess að ráða við það.
Þegar maður hlustar á textana
fer maður líka að trúa því að það
leynist gáfaður einstaklingur...
einhvers staðar. Hann hefur auð-
vitað mikið á herðum sér eftir
útreið bresku slúðurpressunnar
og hleypir því öllu út hér. Hann
er skemmtilega heiðarlegur í
textum og ég held að það sé helsti
sjarmi hans. Reynir lítið til þess
að fegra stöðu sína og eins og við
má búast fjalla textarnir mikið
um dópneyslu, kynlíf og hræsni
annarra.
Babyshambles hljómar þannig
séð alveg nákvæmlega eins og
The Libertines. Sama innihald,
aðrar umbúðir. Þannig að aðdá-
endur þeirrar sveitar geta prísað
sig sæla.
Upphafslag Down in Albion,
La Belle Et La Béte, grípur mann
frá fyrstu sekúndu. Ruddalegt
kabarett-gítarstef sem minnir þó
nokkuð á Kurt Weill heldur manni
heljartökum til enda. Við tekur
slagarinn drullugi Fuck Forever
og eftir það rennur platan í gegn
á svipuðum nótum, á jafn hisp-
urslausan og ókurteisan hátt. Ég
vildi óska að ég hefði ekki svona
gaman af þessari tónlist, því
núna fer mér bara að þykja vænt
um þennan vesaling. Vonandi fer
hann að hífa upp um sig buxurn-
ar. Er orðinn leiður á sprellanum
hans.
Ekki bara aumingi
BABYSHAMBLES: DOWN IN ALBION
Niðurstaða: Pete Doherty, mest pirrandi
persóna slúðurfréttanna, mætti einbeita
sér meira að því að búa til tónlist því
hann er hæfileikaríkur andskoti. Frum-
raun Babyshambles er skítug og sveitt
en hlaðin góðum melódíum og heiðar-
legum textum.
Leikkonan Sienna Miller hefur
tekið til í fataskápnum sínum því
hún segist skammast sín fyrir
fötin sem hún
gekk eitt sinn í.
Hún segir það
einnig koma sér
mjög á óvart
hversu margar
konur herma
eftir fatastíl
hennar þar sem
hún telur sig
hafa litið hræði-
lega út. „Ég var
með hrikalegan
fatastíl þegar
ég var yngri. Ég
var með bleikt
og hvítt hár og
gekk í síðum
pilsum með ljóta
klúta og plastskartgripi. Ég var
svo klikkuð að þið eruð heppin að
ég hef breyst,“ sagði Sienna.
Breytt Sienna