Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 96

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 edda.is EDDA Skáldið og sjarmörinn Hannes hafstein thorsarar Þótt fjölskyldan væri tiltölulega fámenn sátu Thorsarar í ríkisstjórn, á Alþingi, stjórnuðu bönkunum og stærstu fyrirtækjunum, sátu í sendiráðum Íslands í útlöndum og réðu sumum öflugustu hagsmunasamtökum landsins. Fjölskyldan átti glæsilegustu hús Reykjavíkur, sumarskála og laxveiðiár, fjölda bújarða, flotta bíla og hafði þjóna á hverjum fingri. 3. sæti Ævisögur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 30. nóv. – 6. des. 2. sæti Ævisögur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 30. nóv. – 6. des. „Læsileg og vel skrifuð ævisaga... mjög vönduð saga.“ – Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós „Ég var á dögunum að lesa hina prýðilegu ævisögu Hannesar Hafstein eftir Guðjón Friðriksson sem virðist ætla að takast það sem Kristjáni Albertssyni tókst ekki með sinni ævisögu að gera mig að æstum aðdáanda Hannesar Hafstein og eiginlega heimstjórnarmanni.“ – Guðmundur Andri Thorsson í Andrarímum. RÚV 4. des. „Guðjóni Friðrikssyni tekst að gera þetta þannig að maður bíður spenntur eftir hverri bók.“ – Hannes Hólmsteinn Gissurarson. NFS einstök sýn á óvenjulega heillandi mann ÞEIR ÁTTU ÍSLAND „Öndvegisbók – mjög fróðleg og læsileg.“ – Egill Helgason, Silfur Egils 4. des. JÓNS GNARR BAKÞANKAR Nú nálgast jólin óðfluga. Jólin eru tilvalinn tími til að hugsa um aðra og reyna að gleðja þá. Og góðverk eru þeim töfrum búin að þau gera meira fyrir þann sem gerir þau heldur en þann sem þiggur þau. Það góða sem við gerum öðrum gerum við sjál- fum okkur margfalt. Það eru svo margir af meðbræðrum okkar sem við gleymum í amstri dagsins. Það er hefð fyrir því að gera jóla- hreingerningu í desember. Góð- verk er eins og andleg hreinger- ning. Því ekki að reyna að gera einhver góðverk í desember og vera með hreina sál í hreinu húsi? ER ekki tilvalið að fara og heimsækja gamla frænku og drekka með henni kaffi? Eða heimsækja einhvern einmana ættingja. Hvað með að bjóða gamla fólkinu í kring um þig hjálp? Þó það sé ekki nema að bera eitt borð. STÓR hluti Íslendinga eyðir jól- unum á stofnunum og spítölum. Því ekki að fara í heimsókn á slíkan stað? Þú getur farið á elliheimili og lesið fyrir gamla fólkið, tekið þátt í félagsstarfi eða bara látið sjá þig. Það er hægt að hringja og athuga hvort eitthvað vantar. Svo er tilval- ið að skella sér með fjölskylduna í bíltúr austur og heimsækja heim- ilisfólkið á Sólheimum. Manni er alltaf vel tekið þar. DESEMBER er einnig tilvalinn til að sættast. Er ekki einhver sem þú hefur ekki talað við lengi? Því ekki að hringja í viðkomandi og biðjast afsökunar og reyna að sættast. ÞAÐ er líka fullt af fátæklingum á Íslandi. Gott er að gefa einhverjum fátækum gjöf. Því ekki að gefa föngum pakka? Hvað ætli margir ógæfumenn eyði jólunum í fang- elsinu við Skólavörðustíg? Ætli mæðrastyrksnefnd taki við gjöfum? Ætli sé hægt að senda jólagjafir á Litla-Hraun? SVO er náttúrlega alltaf gott að styrkja gott málefni, eins og Hjálp- ræðisherinn eða Samhjálp eða Rauða krossinn. Þú getur verið viss um að þeir aðilar koma því til skila þangað sem þörfin er mest. ÞAÐ er svo margt hægt að gera. Og það þarf ekki að vera eitt- hvað stórkostlegt með tilheyrandi lúðrablæstri og flugeldasýningu. Það nægir að gera eitthvað lítið. Þó ekki sé nema taka eftir þeim sem minnst mega sín. ÞAÐ eru nú einu sinni jólin. Sælla er að gefa en þiggja. Gefðu sjálf- um þér gleðileg jól með því að gefa einhverjum öðrum gleði. Góðverk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.