Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 17
BYGGÐAMÁL „Það er alltaf verið
að reyna að flæma okkur burt og
ætli það sé ekki einn liðurinn að
rjúfa lífæð okkar við Ísafjörð,“
segir Ragnhildur Aðalsteins-
dóttir, bóndi á Laugabóli við Ísa-
fjarðardjúp.
Nú hafa yfirmenn Íslands-
pósts ákveðið að frá og með ára-
mótum eigi pósturinn að koma
að næturlagi að Rauðamýri við
Ísafjarðardjúp þar sem hann
verður geymdur í gám en ekið á
bæi næsta dag. Hingað til hefur
honum verið ekið frá Ísafirði.
Þessi hagræðing Íslandspósts
er algjört rothögg fyrir íbúa við
Djúpið að þeirra sögn.
„Þannig er að hann Gunnar
Pétursson, sem kom með póst-
inn okkar frá Ísafirði, var okkar
samgönguleið við Ísafjörð,“
útskýrir Ragnhildur. „Þannig
fengum við far með honum út
á Ísafjörð og hann sinnti okkur
með greiðasemi sinni og kom
við hér eða þar til að færa okkur
bæði nauðsynjavörur og sérvör-
ur. Nú sé ég ekki hvernig við
getum orðið okkur úti um þessa
hluti eða komist til læknis. Svo
er nú ekki alltaf gott símasam-
bandið hérna svo það var öryggi
í því líka að hafa hann Gunnar,“
segir Ragnhildur.
Ragnhildur hefur ásamt
Baldri Vilhelmssyni frá Vatns-
firði haft samband við fjölda
þingmanna vegna þessa máls og
vænta þau viðbragða.
„Þessi breyting bitnar ekkert
á póstþjónustunni við bæina við
Djúpið og það er þar sem okkar
skylda liggur,“ segir Hörður
Jónsson, framkvæmdastjóri
pósthúsasviðs. „Við höfum heyrt
af því að hann Gunnar hafi verið
með einhverja þjónustu við fólk-
ið en fyrir utan okkar kerfi. Við
erum alveg tilbúin að ræða það
að þjónusta fólkið við Djúp með
einhverjum hætti, til dæmis
hafa vikuferðir til Ísafjarðar í
samvinnu við Súðavíkurhrepp,
en við verðum að fá einhverjar
tekjur fyrir þá þjónustu, þannig
er nú fyrirtækið rekið,“ segir
Hörður.
„Það er alveg ljóst að Súðavík-
urhreppur mun vinna að þessu
máli og við væntum þess að eiga
gott samstarf við Íslandspóst
eða annað ríkisfyrirtæki um
það,“ segir Ómar Már Jónsson
sveitarstjóri. Hann segir að um
gríðarlegt hagsmunamál sé að
ræða.
Gunnar Pétursson mun fara á
eftirlaun þegar breytingin tekur
gildi. Hann segir að breyting-
arnar muni bitna illa á póstþjón-
ustu á svæðinu. jse@frettabladid.is
Lífæðin við Ísafjörð rofin
Póstferðir frá Ísafirði um bæina við Ísafjarðardjúp leggjast af og er fólk þar uggandi um hag sinn. Lífæð sveitunga
við Ísafjörð rofnar. Súðavíkurhreppur og Íslandspóstur ræða um að leysa málið með öðrum hætti.
GUNNAR PÉTURSSON PÓSTUR Gunnar hefur sinnt sveitungum við Ísafjarðardjúp af svo
mikilli greiðvikni að hálfgert neyðarástand blasir við nú þegar hann fer á eftirlaun.
SÆKJA VATN Aftur er hægt að sækja vatn
í ánna Amur í Kabarovsk í Rússlandi. Í sex
vikur var vatnið mengað vegna sprengingar
í efnaverksmiðju í Kína og lak eiturúr-
gangur í ána Songhuan sem barst þaðan í
Amur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HLUTAFÉLAGS HRUNADANS
Íbúar við Ísafjarðardjúp eru margir hverjir
hagmæltir og geta komið skoðunum sínum
á framfæri í bundnu máli. Indriði Aðalsteins-
son, bóndi frá Skjaldfönn, hafði þetta að
segja um póstmálið eins og það er kallað
við Djúpið.
Hlutafélags hrunadans
harðan veitir gjóstinn,
alla leið til andskotans
ætla þeir með póstinn.