Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 28

Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 28
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR28 fréttir og fróðleikur Ár er nú liðið síðan gríð- arstór flóðbylgja reið yfir strandhéruð við Indlands- haf á annan dag jóla. Flóð- bylgjan hreif með sér allt sem á vegi varð og 216.000 manns létust eða er saknað eftir hamfarirnar. Margt hefur áunnist á árinu og bera litlir bæir við sjávarsíðuna sem hægt og hægt hafa verið að rísa á ný gjafmildi jarðarbúa vitni. Engu að síður búa tugir þúsunda enn við ófullnægjandi aðstæður í rústum híbýla sinna eða skýlum sem reist hafa verið til bráðabirgða. Þó virðist sem svo að lífið sé smátt og smátt að komast í fyrra horf á flóðasvæðunum. Tveir af hverjum þremur þeirra sem misstu vinnuna í kjölfar flóðbylgjunnar eru aftur komnir til starfa og er talið að mikill meirihluti þeirra verði aftur farinn að vinna í lok næsta árs. Tvær milljónir manna eru taldar hafa orðið fátækt að bráð vegna náttúruhamfaranna. Smábændur og fiskifjölskyldur eru meðal þeirra sem verst urðu úti og eru enn mjög viðkvæm fyrir hvers kyns áföllum. Góður árang- ur hefur þó náðst á mörgum svið- um, tekist hefur að bæta nær alla þá fiskibáta sem flóðbylgjan hrifs- aði með sér og þúsundir hektara af akurlendi hafa verið hreinsaðir og þar verið sáð á ný. Hægt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa, í Taílandi og Srí Lanka til að mynda, ef gefin hefði verið út viðvörun um að flóðbylgj- an væri á leiðinni. Nú er unnið að því að búa til gott viðvörunarkerfi ef sagan endurtekur sig. Margir einblína á hátæknibún- að í því skyni, en bent hefur verið á að slíkt sé gagnslaust ef ekki takist að ná til fólksins í strand- héruðunum fljótt og örugglega. Taíland og Indland hafa komið upp upplýsingamiðstöðvum í því skyni og verið er að hanna undankomuleiðir í Indónesíu. Kerfin eiga þó enn langt í land. Tveggja mánaða gömul stúlka, sú fyrsta sem fæddist í flótta- mannabúðunum í Jantho í Indón- esíu, hefur jafnframt veitt konum sem misstu börn sín í hamförun- um mikla huggun. Fjölda barna er vænst á flóðasvæðum á næstu mánuðum þegar fórnarlömb ham- faranna byggja upp fjölskyldur á ný. Talið er að þriðjungur þeirra sem fórust hafi verið börn. Undir niðri lifir því flóðbylgj- an enn, í minningum fólksins sem upplifði hörmungarnar. Áhrif náttúruhamfaranna má til að mynda greinilega sjá á börnum á flóðasvæðunum, þrátt fyrir að uppbygging á svæðunum gangi að öðru leyti vel. Börn í Indónesíu, sem verst varð úti, reyndust mun svart- sýnni um framtíð sína en börn frá Indlandi, Taílandi og Srí Lanka. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að það endurspegli þá erfiðu lífsreynslu sem börnin urðu fyrir, en meirihluti indónesísku barn- anna missti að minnsta kosti einn fjölskyldumeðlim í hamförunum. Á árinu sem liðið er frá atburð- unum hefur miklu verið komið í verk og hafa mjög margir lagt hönd á plóginn, bæði heimamenn og mikill fjöldi sjálfboðaliða frá öðrum löndum. Margt vantar þó enn upp á en sem betur fer bíður enn umtals- vert fjármagn þess að hægt verði að byggja hús, brýr, vegi og skóla í stað þeirra sem skoluðust á haf út. Ómögulegt er þó að bæta það gríðarlega manntjón sem varð og útilokað annað en að fórnarlömb hamfaranna muni bera merki þeirra til lífstíðar. Uppbygging í skugga hamfaranna ÁRI EFTIR HAMFARIRNAR Fiskimaður lagar net sín við bráðabirgðaskýli fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar á Indlandi. Réttu ári eftir hamfarirn- ar hefur tekist að bæta nær alla fiskibáta sem sjórinn hreif með sér. HEIMILIÐ ENN RÚSTIR EINAR Kona hengir upp þvott á rústum húss síns á flóða- svæðum nærri Madras á Indlandi. Ári eftir flóðbylgjuna býr fimmtungur þeirra sem misstu heimili sín ennþá í bráðabirgðahús- næði við lélegar aðstæður. LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM Nýir bátar og iðandi mannlíf við höfnina í indversku hafnar- borginni Kasimedo, sem varð mjög illa úti í náttúruhamförunum fyrir réttu ári síðan. FRÉTTASKÝRING HELGA TRYGGVADÓTTIR helgat@frettabladid.is „Stærsta vandamálið einmitt núna er að byggja aftur upp sterk samfélög,“ segir Bergur Finnbogason, nemi í arkítektúr, sem staddur er á flóðasvæðum í Taílandi. Bergur er skiptinemi í höfuð- borginni Bangkok. Þar hefur hann unnið að verkefni um upp- byggingu í litlu þorpi, skammt norður af eyjunni Phuket, sem jafnaðist við jörðu í hamförun- um. Fyrsti áfangi verkefnis bekkj- ar Bergs snerist um að aðstoða íbúa við að byggja hús og nú eru þau að hanna, teikna og munu einnig vinna að byggingu sam- skiptamiðstöðvar fyrir þorpið. Bergur segir gríðarlegan áhuga á svæðinu og og mikið fjármagn hafi streymt að í kjöl- far hamfaranna á síðasta ári. Mikill fjöldi sjálfboðaliða sé á svæðinu og uppbygging þar gangi vel. „Eyðileggingin af völdum flóðbylgjunnar var auðvitað gríðarleg. Það fóru ekki bara hús og bílar í sjóinn heldur höfðu atburðirnir líka áhrif á annað, til dæmis sjálfstraust fólksins,“ segir Bergur. Bergur segir stemninguna á flóðasvæðunum nokkuð góða og ekki jafn mikil sorg yfir fólki og hann hefði talið. „Ég held að fólk hafi tekið ákvörðun um að halda lífinu áfram og taka hamförun- um eins og hverri annarri áskor- un sem takast þarf á við.“ Nemi í Taílandi segir uppbyggingu flóðasvæða ganga vel: Fólk ákveðið að halda lífinu áfram BERGUR FINNBOGASON Vinnur að endurbyggingu þorps á flóðasvæðunum í Taílandi með samstúdentum sínum í Bangkok, þar sem hann er við skiptinám í arkítektúr. Svona erum við 1994 2004 24 7. 24 5 25 0. 66 1 24 4. 92 5 1999 > Fjöldi skráðra meðlima í þjóðkirkjunni Heimild: Hagstofa Íslands Almenn sala flugelda hefst á morgun og hefur starfsfólk Landsbjargar haft í nógu að snúast undanfarið við undirbúninginn. Talið er að upphæð flugeldasölu slysavarnafélagsins þetta árið komi til með að vera einhvers staðar í kringum fimm til sex hundruð milljónir. Leiðinlegur fylgifiskur áramóta er slysin á hverju ári. Til að stuðla að slysalausum áramótum er nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Jón Ingi Sigvaldason er sölu- og markaðsstjóri flugeldasölu Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Hvernig á að meðhöndla flugelda? Fólk þarf að meðhöndla flugelda með mikilli varúð og fara eftir þeim reglum sem standa utan á flugeldunum. Það er afar mikilvægt að nota hlífðargler- augu og vettlinga í öllum tilfellum. Flugeldar eru umfram allt ekki barna- leikföng. Hvað ber að varast? Áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Varast skal að sprengja flugelda í nágrenni við húsnæði, elliheimili, húsdýr eða bensínstöðvar og alls ekki beina þeim að neinum. Einnig er mikilvægt að huga vel að því að undirstaðan sé trygg. Hver er vinsælasta bomban? Það selst mest af bardagakökunum sem eru stærstu kökurnar. Þær eru nefndar eftir frægum bardögum í Íslandssögunni og er Grundarfjarð- arbardagakakan vinsælust enda stórfengleg. Kappakökurnar, sem eru að sama skapi nefndar eftir frægum köppum, eru líka mjög vinsælar, en þar er Grettir karlinn fremstur meðal jafningja. SPURT OG SVARAÐ FLUGELDAR Aldrei barna- leikföng JÓN INGI SIGVALDASON Sölu- og markaðsstjóri flugeldasölu Algengt er orðið að Íslendingar flytji inn hunda og önnur gæludýr en það getur verið flókið ferli. Margt spilar inn í við slíkan innflutning og á kom- andi ári verða nokkrar breytingar á þessu sviði þar sem einangrunarstöðinni í Hrísey hefur verið lokað og ný stöð opnuð á Reykjanesi. Hver er kostnaðurinn? Eftir að umsókn um innflutning er samþykkt, en umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu embætt- is yfirdýralæknis, þarf að greiða 19.684 krónur í staðgreiðslugjald. Innifalið í því er heilbrigðis- og upprunavottun yfirdýralæknis og eftirlit dýralækn- is á komustað og vistunarstað hundsins meðan hann er í sóttkví. Kostnaður við fjögurra vikna dvöl í einangrunarstöð, auk blóðprufa og rannsókna er svo mismunandi eftir stærð dýrsins, en er á bilinu 140.000 til 170.000 krónur. Við þetta allt bætist svo flugfar og önnur gjöld í útflutningslandinu sem fara eftir því hvert það er. Óhætt er þó að segja að kostnaður sé ekki undir 200.000 krón- um þar til hundurinn er kominn til eiganda og er sennilega allavega 350.000 ef um hreinræktað dýr er að ræða. Hve langan tíma tekur ferlið? Panta þarf dvöl á einangrunarstöð með fyrirvara, en bið eftir plássi er oft þrír til fjórir mánuðir. Stöðv- arnar taka við dýrum aðeins tvisvar í mánuði og því er einungis hægt að flytja dýr inn til landsins á þeim dögum. Hundarnir þurfa svo að vera minnst fjórar vikur í einangrun, en það getur lengst komi eitthvað upp á varðandi heilsufar þeirra. Hvaða tegundir eru leyfilegar? Lista yfir bannaðar tegundir má finna á vef land- búnaðarráðuneytisins, og á honum eru meðal annars Bull Terrier, eða Pit Bull hundar og Arg- entínuhundar auk úlfblendinga. Þó að tegund sé ekki á lista má yfirdýralæknir meina innflutning á einstökum hundum og hefur hann lokaorð varðandi allan innflutning. Auk þess þarf hund- urinn að vera minnst 5 mánaða gamall og fleiri skilyrði þarf að uppfylla sem sjá má á fyrrnefndri heimasíðu. Hvað ef hundurinn stenst ekki skoðun? Ef hundurinn stenst ekki skoðun við komu á Kefla- víkurflugvöll þar sem dýralæknir fer yfir pappíra og grunnskoðun er honum annaðhvort vísað til baka, og þarf þá innflytjandi að borga farið til baka, eða honum er lógað. Ef hundurinn hins vegar verður veikur á einangrunarstöð er reynt að meðhöndla það í samráði við eiganda. FBL GREINING: INNFLUTNINGUR Á HUNDUM Kostar allt að 350 þúsund krónur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.