Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 3
C M Y CM MY CY CMY K
Óttinn við fuglaflensufaraldur
hefur sett svip sinn á árið 2005.
Víða hafa ráðamenn fyrir-
skipað slátrun á alifuglum í
milljónatali og vara borgara
sína við mögulegum hættum.
Þessi ótti er ekki ástæðulaus.
Fuglaflensan nú er af svipuð-
um meiði og spænska veikin
sem skók heiminn 1918-1919.
Talið er að um fjörutíu milljónir
manna hafi látist úr spænsku veik-
inni og þrátt fyrir að dánarhlutfall
hérlendis hafi verið töluvert lægra
en erlendis olli veiran gríðarleg-
um skaða. Á þessum tíma bjuggu
um 15.000 manns í Reykjavík og
á innan við 14 dögum frá fyrsta
greinda tilfellinu höfðu 10.000
manns smitast, tveir af hverjum
þremum íbúum. Eins og gefur að
skilja lamaði þetta áfall samfé-
lagið í Reykjavík. Dagblöð hættu
að koma út og búðum var lokað.
Símstöðvar urðu óvirkar sökum
manneklu svo ekki var hægt að
hringja eða senda skeyti. Lögregl-
an annaði vart eftirspurn vegna
veikindaleyfa og erfitt var að fá
opinbera starfsmenn til að bera
lík úr heimahúsum.
Alls létust um 300 manns af
völdum veikinnar á Íslandi, þar
af 260 á höfuðborgarsvæðinu. Þar
sem íbúar höfuðborgarsvæðisins
nú eru ríflega tíu sinnum fleiri
en 1918 segir köld tölfræði okkur
það að sambærileg veiki nú myndi
kosta þrjú þúsund manns lífið.
Fuglaflensan nú er hins vegar
ekki sú fyrsta sem skellur á okkur
síðan 1918. Faraldrar 1957 og 1968
skutu fólki skelk í bringu og 1976
óttuðust yfirvöld í Bandaríkjunum
að veiki, áþekk spænsku veikinni,
væri í uppsiglingu. Hún sýkti og
dró fólk til dauða og þótti minna
óþægilega mikið á faraldurinn
1918-19. Þess vegna fyrirskipaði
forseti Bandaríkjanna, Gerald R.
Ford, að bólusetja skyldi alla þjóð-
ina. Veikin náði sér aldrei á strik
og ekkert varð af faraldri af henn-
ar völdum.
Vísindamenn eru ekki á
einu máli hversu hættulegur
fuglaflensufaraldur nú yrði.
Læknavísindum fleygir stöðugt
fram og við erum töluvert betur í
stakk búin að fást við faraldur nú
en 1918. Þrátt fyrir allar hrakspár
er fuglaflensuveira í raun sama
veiran og sú sem veldur árlegum
inflúensufaröldrum. Þá er bara að
vona að hálsbrjóstsykur og heitt
kakó virki jafn vel á heimsfarald-
ur og á flensu.
tryggvi@frettabladid.is
Er önnur spænsk
veiki á leiðinni?
Allur er varinn góður þegar fuglaflensa er annars vegar.
Sjúkrahús í borginni Lausanne
í Sviss mun í framtíðinni leyfa
líknardráp á dauðvona sjúk-
lingum.
Þetta er gert eftir mikla íhugun
af hálfu yfirmanna sjúkrahússins.
Líknardráp eru ekki ólögleg sam-
kvæmt svissneskum lögum svo
lengi sem sjúklingur er andlega
heill og þjakaður af ólæknandi
sjúkdómi. Hingað til hefur sjúkra-
húsið ekki viljað leyfa líknardráp
og því hafa sjúklingar sem þess
óska þurft að fara heim. Þar hafa
þeir geta leitað liðsinnis sjálfboða-
samtakanna Exit, sem aðstoða
sjúklinga við að stytta sér aldur.
Nú geta sjúklingar fengið
aðstoð lækna og annars starfsfólks
sjúkrahússins og þurfa ekki að
yfirgefa sjúkrarúm sín. Starfs-
fólki er það hins vegar í sjálfsvald
sett hvort það taki þátt í líknar-
drápi eða ekki.
Skiptar skoðanir eru um líknardráp.
FRETTABLAÐIÐ/HARI
Líknardráp leyfilegt