Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 55

Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 55
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR38 Á hverju ári gerist eitthvað í fyrsta sinn, eitthvað sem aldrei hefur gerst áður. Árið 2005 er ekkert öðruvísi að því leyti og tók Patti Sonntag saman upp- lýsingar um það sem hefur gerst á árinu, í fyrsta sinn. Pöndur, fólk og stjórnmál Hinn 18. janúar lásu skólanefnd- arfulltrúar Dover-skólahverfisins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum upp stutta tilkynningu fyrir nemend- ur í líffræði í níunda bekk þeirra skóla sem heyra undir skólahverf- ið. Í tilkynningunni sagði að þró- unarkenningin væri bara kenn- ing og að nemendur hefðu einnig aðgang að annarri námsbók, „Um pöndur og fólk“, sem skrifuð er út frá heimshönnunarkenningu. Þetta var í fyrsta sinn sem skólatími bandarískra nemenda í líffræði fór í að ræða heimshönn- unarkenninguna, sem margir gagnrýnendur telja að sé einungis tilbrigði við sköpunarkenninguna. Ellefu foreldrar lögðu fram kæru vegna þessa og sögðu stefnuna brjóta í bága við stjórnarskrár- verndaðan aðskilnað ríkis og kirkju. Í nóvember töpuðu allir átta skólanefndarfulltrúarnir, sem stutt höfðu þá stefnu að kenna heimshönnunarkenningu í skólum hverfisins, í kosningu til nefndar- innar. Í stað þeirra hlutu átta full- trúar, sem mótfallnir eru heims- hönnunarkenningunni, kosningu. Stutt flug heim Hinn 29. janúar var fyrsta farþega- flugið beint frá meginlandi Kína til Taívan frá því borgarastríðinu lauk í Kína árið 1949. Samskiptin á milli Kína og Tavían hafa verið spennuþrungin, sérstaklega síð- ustu ár þegar meira hefur borið á óskum leiðtoga Taívan um að land- ið fái sjálfstæði. Vegna þessarar spennu hafði ekki verið hægt að fljúga beint á milli Kína og Taívan, heldur þurftu ferðalangar að taka á sig króka. Hægt var að fljúga fram og til baka í um það bil mánuð. Því gátu taívanskir athafnamenn og fjölskyldur þeirra, þeir einu sem máttu fljúga með þessu flugi, heimsótt fjölskyldur sínar í Kína yfir nýárshátíð Kínverja. Þjóðvarðliðið tekur við stjórn Hinn 14. febrúar tók 42. deild fót- gönguliðs þjóðvarðliðsins í New York, með stuðningi annarra her- deilda, við ábyrgð á öryggi í fjór- um héruðum í norðurhluta Írak. Alan Feuer, blaðamaður New York Times, skrifaði við það tækifæri að þetta væri í fyrsta sinn í sögu bandaríska hersins sem deild þjóðvarðliðsins hefði beina stjórn yfir herdeildum landgönguliðsins. Óvenjumikið álag hefur verið á deildum þjóðvarðliðsins vegna átakanna í Írak, þar sem liðið hefur verið að sinna störfum sem venjulega eru í höndum hermanna í fullu starfi. Kona var fyrst í mark Akstursíþróttakonan Laleh „litla Schumacher“ Seddigh varð í mars fyrsta konan til að keppa í lands- keppni í Íran í akstursíþróttum, og fyrsta konan til að vinna þá keppni. Hin 28 ára Seddigh varð að berj- ast fyrir þátttöku sinni í keppn- inni, til að leyft yrði að hún keppti gegn körlum, og að sögn New York Times var hún fyrsta konan til að keppa gegn körlum í nokkurri íþrótt í Íran síðan íslamska bylt- ingin varð árið 1979. Seddigh von- ast til þess að keppa alþjóðlega og fjölmargir bílaframleiðendur hafa boðist til að styrkja hana. Líbanon er laust við Sýrland Eftir 29 ár af sýrlenskri hersetu fögnuðu líbanskir borgarar brott- för síðustu sýrlensku hermann- anna úr landinu hinn 26. apríl. Brottflutningurinn fylgdi í kjölfar morðsins á fyrrum forsæt- isráðherra landsins, Rafik Hariri, í Beirút hinn 14. febrúar. Þá áttu sér stað umfangsmikil mótmæli þar sem almenningur krafðist rannsóknar á meintri aðild sýr- lenskra stjórnvalda að morðinu og að þau kölluðu hermenn sína heim. Hinn 29. maí tóku líbansk- ir kjósendur þátt í fyrstu kosn- ingum í landinu sem voru lausar við stórfelld áhrif Sýrlands síðan árið 1976, og í fyrsta sinn fylgd- ust alþjóðlegum athugendur með kosningunum. Annað tækifæri spætu Hinn 28. apríl tikynnti hópur rannsóknarmanna að sést hefði til sjaldgæfrar spætu í fyrsta sinn síðan árið 1994 í Bandaríkjunum. Áður en fuglarnir fundust á litlu svæði í þjóðgarði í Arkansas var talið að tegundin, sem hefur eins metra vænghaf, einkennandi svartan og hvítan ham og stóran gogg, væri útdauð. Skógarhögg á síðustu og þarsíðustu öld eyðilagði að miklum hluta heimkynni fugl- anna en hnignun tegundarinnar varð kveikjan að einu fyrsta átak- inu til náttúruverndar í landinu. Írak viðurkennir sekt Hnn 19. maí viðurkenndi íraska ríkisstjórnin í fyrsta sinn að Írak hefði verið árásaraðil- inn í stríðinu milli Íran og Írak sem geisaði frá 1980 til 1988 og minnst milljón lést í. Þetta endurspeglar aukin áhrif og völd sjíameirihlutans í landinu, sem er vinsamlegri í garð Írans, þar sem sjíar eru einnig við völd. Sjíar náðu völdum í land- inu í fyrsta sinn í nútímasögu landsins í kosningum sem haldn- ar voru í janúar, en fram að því hafði minnihlutahópur súnnía farið með völd. Talsmenn Írans og Íraks báðu í sameiginlegri yfirlýsingu um að réttað yrði yfir Saddam Hussein og öðrum háttsettum embættismönnum í stjórn hans vegna stríðsglæpa og árása gegn Írönum, Írökum og Kúvætum. Breskt te í fyrsta sinn Fyrsta teuppskera Bretlands sem ætluð var fyrir markað var skorin upp 20. júni. Teið var var ræktað á Cornwall-skaga í Suðvestur-Eng- landi og svo selt sérverslunum á netinu og gegnum póstpantanir. Allt frá sautjándu öld hefur te verið afar vinsæll drykkur í Eng- landi, en Bretar drekka um 165 milljónir bolla af því hvern dag, næstum þrjá bolla hver. Þrátt fyrir miklar vinsældir tesins fór sala á skyndikaffi fram úr teinu í ár, í fyrsta sinn. Auðmýktir í Indónesíu 24. júní voru fimmtán karlar hýddir með reyrprikum í bænum Bireuen, sem er á heimastjórnar- svæðinu Achen í Indónesíu, vegna þátttöku í fjárhættuspili. Þetta er fyrsta hýðingin á svæðinu síðan sharia-lög voru innleidd þar að hluta árið 2001. Var það hluti af sjálfsstjórnarsamningi sem ríkis- stjórn landsins lagði til, til að frið- þægja íslamska aðskilnaðarsinna. Hýðingin virðist ekki hafa verið sársaukafull heldur frekar hugs- uð til þess að auðmýkja mennina, en allt fór þetta fram fyrir opnum dyrum. CIA sótt til saka Allt frá 24. júni fram í septem- ber gáfu ítalskir saksóknarar út handtökuskipanir á hendur alls 22 starfsmönnum banda- rísku leyniþjónustunnar CIA. Var það í tengslum við mannránið á egypska múslimaklerknum Osama Moustafa Hassan Nasr hinn 17. febrúar 2003. Talið er að Nasr, sem er grunaður um hryðjuverkastarf- semi, hafi verið fluttur til Egypta- lands og yfirheyrður þar. Þann 11. nóvember fór ítalska ríkisstjórnin formlega fram á framsal hinna 22 grunuðu við bandarísk stjórnvöld. Var þetta í fyrsta sinn sem land hefur reynt að sækja starfsmenn Bandaríkjastjórnar til saka fyrir fangaflutning, þar sem bandarísk stjórnvöld senda einstaklinga sem fangaðir eru erlendis og eru grun- aðir um hryðjuverk til heimalanda sinna eða þriðja lands, oft landa þar sem pyntingar á föngum eru algengar. Ný landhelgisgæsla Sómalíu Þann 27. júní rændu vopnaðir sjóræningjar skipi sem var að flytja matvæli á vegum Samein- uðu þjóðanna, í fyrsta sinn í sögu samtakana. Farmur skipsins, MV Semlow, var 937 tonn af hrísgrjón- um sem ætluð voru sómölskum fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Indlandshafi í desember 2004. Alþjóðasiglingamálastofnunin tilkynnti að árið 2005 hefðu vel skipulagðir sjóræningjar ráðist að tugum skipa undan ströndum Sómalíu. Ræningjarnir starfa í samráði við stríðsherrana sem tóku völdin í landinu við hrun rík- isstjórnarinnar árið 1991. Sjóræn- ingjarnir hafa að sögn stundum kynnt sig sem „landhelgisgæslu“ Sómalíu. Það var í fyrsta sinn SPÆTUR FÁ ANNAÐ TÆKIFÆRI Hópur rannsóknarmanna tilkynnti í apríl að sést hefði til sjaldgæfrar spætu í Bandaríkjunum. Áður var talið að þessi tegund spætu væri útdauð. OSAMA MOUSTAFA HASSAN NASR Ítalir sóttu CIA til saka vegna mannránsins á múslimaklerknum Hassan Nasr í júní. ÞJÓÐVARÐLIÐIÐ TEKUR VIÐ STJÓRN Bandaríska þjóðvarðliðið stjórnaði í fyrsta sinn í sögu bandaríska hersins herdeild landgönguliðsins. Framhald á síðu 40 >

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.