Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 62

Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 62
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 menning@frettabladid.is ! Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV NEMENDALEIKHÚSIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR! Í kvöld kl. 20 Mi 28/12 kl. 20. Fim. 29. des. örfá sæti laus Fös. 20. jan. Lau. 21. jan. Gleðileg jól! ���������������������������������� ���������� ��������������������������� ����������� ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������������������������������� ��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ��������������� ������������ ����������������������������������������� � ������������ �������������� �� ����������� Kl. 15.00 Leitin að jólunum, sýning eftir Þor- vald Þorsteinsson í Þjóðleikhúsinu, þar sem haldið er í ævintýralega ferð um leikhúsið í leit að jólunum. Önnur sýning verður klukkan 17. > Ekki missa af ... ... styrktartónleikum fyrir fórnarlömb jarð- skjálftans í Pakistan sem verða haldnir í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Fram koma Jagúar, Milljónamæringarnir, Ragnheiður Gröndal og margir fleiri. ... tónlistarhópnum Atón, sem heldur tónleika í Iðnó á föstudagskvöldið og frumflytur þar fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld, þau Önnu S. Þorvaldsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Ólaf Björn Ólafsson og Charles Ross. ... áramótauppgjöri Populus tremula á Akureyri, sem að þessu sinni verður helgað skáldinu Magnúsi Þór Jóns- syni, öðru nafni Megasi. Fjallað verður um skáldið og lesið úr verkum þess auk þess sem hljómsveit hússins liggur ekki á liði sínu heldur flytur nokkur af lögum Megasar. Kammerkórinn Staka held- ur sína fyrstu tónleika hér á landi í Langholtskirkju í kvöld. Kórinn var stofnaður síðastliðinn vetur af ungum Íslendingum búsettum í Kaupmannahöfn. „Við höfum aldrei sungið á Íslandi áður,“ segir Guðný Einarsdótt- ir, stjórnandi Íslendingakórsins Stöku, sem er starfræktur í Kaup- mannahöfn. Félagar í kórnum eru allir staddir á landinu yfir jólin og ákváðu að nýta tækifærið til þess að halda tónleika, frumraun kórs- ins hér á landi. Staka var stofnuð veturinn 2004- 2005 í Kaupmannahöfn, en þá tóku nokkrir Íslendingar búsettir þar höndum saman og stofnuðu kórinn, með því markmiði að flytja metn- aðarfull norræn og íslensk kórverk í Danmörku. „Við vorum nokkrir vinir í Kaup- mannahöfn vorið 2004. Við höfðum öll sungið heima eða lært eitthvað í tónlist og ákváðum að ráðast í það að stofna kór án þess að vita neitt hvað það hefði í för með sér. Okkur lang- aði bara til að syngja metnaðarfulla músík og gera eitthvað sniðugt.“ Haustið 2004 fór boltinn að rúlla. Þau komu fram við ýmis tækifæri, meðal annars á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og á sameiginlegum jólatónleikum með kórum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi sem hafa aðsetur í Kaupmannahöfn og tóku sömuleið- is þátt í kóramóti Íslendingakóra frá Norðurlöndunum og Bretlandi, sem haldið var í Gautaborg. „Þetta fór ótrúlega vel af stað,“ segir Guðný, sem frá upphafi hefur verið stjórnandi kórsins. „Við sungum líka eitthvað á Hovedbane- gaarden. Það var nóg að gera.“ Staka er þó engan veginn eini íslenski kórinn sem starfræktur er í Kaupmannahöfn. „Það er fullt af kórum í Kaup- mannahöfn,“ segir Guðný og telur upp: „Kvennakór, kirkjukór, barna- kór, allir með æfingar í Jónshúsi. Kirkjukórinn er búinn að vera til mjög lengi, kvennakórinn aðeins styttra en barnakórinn er bara nýstofnaður, held ég.“ Fyrstu tónleikar Stöku í fullri lengd voru haldnir í Dyssegård- kirkju í Hellerup í mars síðastliðn- um. Mánuði seinna voru haldnir formlegir stofntónleikar kórsins í Frederiks Bastion fyrir troðfullu húsi. Nú síðast hélt Staka jólatónleika í Skt. Pauls Kirke í Kaupmanna- höfn, kirkju íslenska safnaðarins þar í borg. Á tónleikunum í kvöld, sem hefjast klukkan 20, flytur kórinn meðal annars þjóðlög í útsetning- um Jóns Ásgeirssonar og Marteins H. Friðrikssonar, einnig verk eftir Benjamin Britten, mótettur eftir Niels La Cour og verk eftir Báru Grímsdóttur, Karólínu Eiríksdótt- ur og Harald V. Sveinbjörnsson. Öll tengjast verkin jólunum og efnir kórinn til hátíðlegrar jólastundar með gestum sínum. Frumraun Íslendingakórs ÍSLENDINGAKÓRINN STAKA Kominn frá Kaupmannahöfn til þess að halda sína fyrstu tónleika á heimaslóðum. Rauði kross Íslands opnar í dag ljósmyndasýningu sem ber heitið „Eftir Tsunami“ í Smáralind klukk- an 15 í dag, þegar eitt ár er liðið frá flóðbylgjunni við Indlandshaf. Á sýningunni eru myndir frá Indónesíu og Srí Lanka sem tekn- ar voru níu mánuðum eftir að flóðbylgjan skall á. Myndirnar á sýningunni tók Þorkell Þorkelsson ljósmyndari, en hann var í Aceh- héraði í Indónesíu og á Srí Lanka í september. Höfundur texta er Ómar Valdimarsson sendifull- trúi, sem starfaði að uppbyggingu Rauða hálfmánans í Indónesíu. Hátt í 200 þúsund manns týndu lífi í flóðbylgjunni sem skall á lönd- unum við Indlandshaf á annan dag jóla 2004. E y ð i l e g g - ing lands og byggða var meiri en áður hefur þekkst og í kjöl- farið hófst u m f a n g s - mesta hjálp- a r a ð g e r ð Rauða krossins frá upphafi. Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, opnar sýn- inguna formlega og flytur ávarp, en sýningin í Smáralind stendur til 11. janúar og verður síðan sett upp í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri 16. janúar. Flóðbylgjan í myndum ÓMAR VALDIMARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.