Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 62
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 menning@frettabladid.is ! Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV NEMENDALEIKHÚSIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR! Í kvöld kl. 20 Mi 28/12 kl. 20. Fim. 29. des. örfá sæti laus Fös. 20. jan. Lau. 21. jan. Gleðileg jól! ���������������������������������� ���������� ��������������������������� ����������� ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������������������������������� ��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ��������������� ������������ ����������������������������������������� � ������������ �������������� �� ����������� Kl. 15.00 Leitin að jólunum, sýning eftir Þor- vald Þorsteinsson í Þjóðleikhúsinu, þar sem haldið er í ævintýralega ferð um leikhúsið í leit að jólunum. Önnur sýning verður klukkan 17. > Ekki missa af ... ... styrktartónleikum fyrir fórnarlömb jarð- skjálftans í Pakistan sem verða haldnir í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Fram koma Jagúar, Milljónamæringarnir, Ragnheiður Gröndal og margir fleiri. ... tónlistarhópnum Atón, sem heldur tónleika í Iðnó á föstudagskvöldið og frumflytur þar fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld, þau Önnu S. Þorvaldsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Ólaf Björn Ólafsson og Charles Ross. ... áramótauppgjöri Populus tremula á Akureyri, sem að þessu sinni verður helgað skáldinu Magnúsi Þór Jóns- syni, öðru nafni Megasi. Fjallað verður um skáldið og lesið úr verkum þess auk þess sem hljómsveit hússins liggur ekki á liði sínu heldur flytur nokkur af lögum Megasar. Kammerkórinn Staka held- ur sína fyrstu tónleika hér á landi í Langholtskirkju í kvöld. Kórinn var stofnaður síðastliðinn vetur af ungum Íslendingum búsettum í Kaupmannahöfn. „Við höfum aldrei sungið á Íslandi áður,“ segir Guðný Einarsdótt- ir, stjórnandi Íslendingakórsins Stöku, sem er starfræktur í Kaup- mannahöfn. Félagar í kórnum eru allir staddir á landinu yfir jólin og ákváðu að nýta tækifærið til þess að halda tónleika, frumraun kórs- ins hér á landi. Staka var stofnuð veturinn 2004- 2005 í Kaupmannahöfn, en þá tóku nokkrir Íslendingar búsettir þar höndum saman og stofnuðu kórinn, með því markmiði að flytja metn- aðarfull norræn og íslensk kórverk í Danmörku. „Við vorum nokkrir vinir í Kaup- mannahöfn vorið 2004. Við höfðum öll sungið heima eða lært eitthvað í tónlist og ákváðum að ráðast í það að stofna kór án þess að vita neitt hvað það hefði í för með sér. Okkur lang- aði bara til að syngja metnaðarfulla músík og gera eitthvað sniðugt.“ Haustið 2004 fór boltinn að rúlla. Þau komu fram við ýmis tækifæri, meðal annars á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og á sameiginlegum jólatónleikum með kórum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi sem hafa aðsetur í Kaupmannahöfn og tóku sömuleið- is þátt í kóramóti Íslendingakóra frá Norðurlöndunum og Bretlandi, sem haldið var í Gautaborg. „Þetta fór ótrúlega vel af stað,“ segir Guðný, sem frá upphafi hefur verið stjórnandi kórsins. „Við sungum líka eitthvað á Hovedbane- gaarden. Það var nóg að gera.“ Staka er þó engan veginn eini íslenski kórinn sem starfræktur er í Kaupmannahöfn. „Það er fullt af kórum í Kaup- mannahöfn,“ segir Guðný og telur upp: „Kvennakór, kirkjukór, barna- kór, allir með æfingar í Jónshúsi. Kirkjukórinn er búinn að vera til mjög lengi, kvennakórinn aðeins styttra en barnakórinn er bara nýstofnaður, held ég.“ Fyrstu tónleikar Stöku í fullri lengd voru haldnir í Dyssegård- kirkju í Hellerup í mars síðastliðn- um. Mánuði seinna voru haldnir formlegir stofntónleikar kórsins í Frederiks Bastion fyrir troðfullu húsi. Nú síðast hélt Staka jólatónleika í Skt. Pauls Kirke í Kaupmanna- höfn, kirkju íslenska safnaðarins þar í borg. Á tónleikunum í kvöld, sem hefjast klukkan 20, flytur kórinn meðal annars þjóðlög í útsetning- um Jóns Ásgeirssonar og Marteins H. Friðrikssonar, einnig verk eftir Benjamin Britten, mótettur eftir Niels La Cour og verk eftir Báru Grímsdóttur, Karólínu Eiríksdótt- ur og Harald V. Sveinbjörnsson. Öll tengjast verkin jólunum og efnir kórinn til hátíðlegrar jólastundar með gestum sínum. Frumraun Íslendingakórs ÍSLENDINGAKÓRINN STAKA Kominn frá Kaupmannahöfn til þess að halda sína fyrstu tónleika á heimaslóðum. Rauði kross Íslands opnar í dag ljósmyndasýningu sem ber heitið „Eftir Tsunami“ í Smáralind klukk- an 15 í dag, þegar eitt ár er liðið frá flóðbylgjunni við Indlandshaf. Á sýningunni eru myndir frá Indónesíu og Srí Lanka sem tekn- ar voru níu mánuðum eftir að flóðbylgjan skall á. Myndirnar á sýningunni tók Þorkell Þorkelsson ljósmyndari, en hann var í Aceh- héraði í Indónesíu og á Srí Lanka í september. Höfundur texta er Ómar Valdimarsson sendifull- trúi, sem starfaði að uppbyggingu Rauða hálfmánans í Indónesíu. Hátt í 200 þúsund manns týndu lífi í flóðbylgjunni sem skall á lönd- unum við Indlandshaf á annan dag jóla 2004. E y ð i l e g g - ing lands og byggða var meiri en áður hefur þekkst og í kjöl- farið hófst u m f a n g s - mesta hjálp- a r a ð g e r ð Rauða krossins frá upphafi. Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, opnar sýn- inguna formlega og flytur ávarp, en sýningin í Smáralind stendur til 11. janúar og verður síðan sett upp í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri 16. janúar. Flóðbylgjan í myndum ÓMAR VALDIMARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.