Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 67
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR50
FRÉTTIR AF FÓLKI
Söngkonan Gwen Stefani hefur
staðfest að hún sé
með barni. Þetta
verður fyrsta barn
hennar og eiginmanns
hennar Gavin Rossdale
úr hljómsveitinni Bush.
Söngkonan færði
aðdáendum sínum
tíðindin á tón-
leikum í Florída á
dögunum og hvatti
áheyrendur til að
taka vel undir í
laginu Crash svo
að barnið myndi
heyra. Um leið sagði
hún að stórum kafla
í ævi hennar væri
senn lokið.
Stefani og Rossdale gengu í það heilaga fyrir þremur árum síðan. Hún
mun eiga von á sér í júní. Rossdale á
fyrir sextán ára gamla dóttur sem hann
eignaðist með tískuhönnuðum Pearl
Lowe en faðernið kom ekki í ljós fyrr
en í fyrra.
EINSAMALL STRÁKUR Pétur Jóhann Sigfús-
son var glaðbeittur enda jól en hann var
greinilega spenntur fyrir þessari „íslensku“
mynd.
MÁLIN RÆDD Stórlaxarnir Kári Stefánsson
og Skarphéðinn Berg Steinarsson spjölluðu
saman fyrir sýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÚTVARPSSTJÓRAFJÖLSKYLDAN Hjónin Páll Magnússon og Hildur Hilmarsdóttir mættu með
börnin sín, Pál Magnús og Eddu Sif, á frumsýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, var frumsýnd í Smárabíói í gær.
Myndarinnar hefur verið beðið
lengi og það var greinilegt að það
var mikil spenna í loftinu. Balta-
sar og Sigurjón Sighvatsson, annar
framleiðandi myndarinnar, tóku
vel á móti gestum sem fjölmenntu
til að berja verkið augum. Það eru
Hollywood-stjörnurnar Forest
Whitaker og Julia Stiles sem leika
aðalhlutverkin í myndinni en Mugi-
son semur tónlistina. - fgg
A Little Trip frumsýnd í Smárabíói
VERTU VELKOMINN Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars Kormáks, fagnaði komu kvik-
myndaleikstjórans Friðriks Þórs Friðrikssonar á frumsýningu myndarinnar en Friðrik hefur
leikstýrt Baltasar tvisvar, í Englum alheimsins og Djöflaeyjunni.
MENNINGARFRÖMUÐUR OG FRAMBJÓÐ-
ANDI Stefán Jón Hafstein, forseti borgar-
stjórnar, lét sig ekki vanta á frumsýninguna.
FÓLKIÐ Á BAK VIÐ A LITTLE TRIP Mugison, Lilja Pálmadóttir, Baltasar Kormákur, Sigurjón
Sighvatsson, Stella og Ingibjörg Sólilja stilltu sér upp enda mikilli törn loksins lokið.