Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 4
4 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR Lágmarkslaun hækka Atvinnurek- endur á Nýja-Sjálandi segja áætlanir stjórnvalda um að hækka lágmarkslaun í landinu koma sér afar illa á sama tíma og verðbólga hefur gert vart við sig. Vilja yfirvöld hækka lágmarkslaun á tímann í 557 krónur. Þola ekki jarðskjálfta Flestir af stærri spítölum í stærstu borgum lands- ins munu ekki þola harða jarðskjálfta ef slíkar náttúruhamfarir verða. Kom þetta í ljós þegar ný og strangari byggingalög voru sett og eru spítalar því dauðagildr- ur ríði skjálfti yfir. Hundrað prósent árangur Árangur lögreglunnar í Christchurch á Nýja-Sjá- landi við að upplýsa morð er hundrað prósent annað árið í röð, en handtökur hafa verið gerðar vegna allra þeirra 24 morða sem átt hafa sér stað í borginni síðustu tvö árin. NÝJA-SJÁLAND FÍKNIEFNAMÁL Tvö óskyld fíkni- efnamál komu upp með stuttu millibili í Hafnarfirði um mið- nætti í fyrrakvöld. Tveir ungir menn voru handteknir. Sá fyrri var handtekinn eftir að í fórum hans fundust tveir neyslu- skammtar, einn af kókaíni og annar af amfetamíni. Hinn hafði smáræði af amfetamíni á sér. Að yfirheyrslum loknum var mönnunum sleppt og eru málin upplýst að sögn lögreglu. - æþe Fíkniefni tekin í Hafnarfirði: Tveir teknir með fíkniefni HAFNARFJÖRÐUR Tvö fíkniefnamál komu þar upp með stuttu millibili í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL Hátt í 50 starfsmenn á leikskólum Kópavogsbæjar, eða rúmlega 12 prósent allra leik- skólastarfsmanna í bænum, hafa sagt upp störfum. Á fimm leik- skólum hefur þurft að grípa til lokana deilda eða foreldrar hafa verið beðnir um að sækja börnin fyrr. Í þessum skólum eru sam- tals um 500 börn og því ljóst að daglegt líf margra fjölskyldna er í uppnámi vegna málsins. Mikil óánægja er meðal starfs- manna með launakjör og foreldr- ar barna á leikskólunum segjast undrandi og reiðir vegna slæ- legra viðbragða bæjarstjórnar Kópavogs. Launamálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er framundan og yfirvöld í Kópa- vogi hafa sagt að þau vilji bíða með viðræður við starfsmenn þangað til að henni er lokið. Þorvaldur Daníelsson, tals- maður foreldrafélaga á leik- skólum Kópavogsbæjar, segir ástandið slæmt og hann segist ekki skilja þá ákvörðun að bíða eftir niðurstöðum launamála- ráðstefnunnar. „Það leysir ekki vandann sem nú er fyrir hendi, á sama tíma og menn eru að ræða málin þar og sama hver útkoman verður þá er fólk að hætta,“ segir Þorvaldur. „Hvað á að líða lang- ur tími þangað til að þetta ágæta fólk áttar sig á því að það er ekki við þetta unað? Það er reyndar þannig að starfsfólk kemur og fer á leikskólum en við foreldrarnir finnum sérstaklega fyrir óróan- um núna og hvernig hann kemur fram hjá börnunum.“ Þorvaldur segir að foreldrar barna á leikskólum hafi misst af atvinnutækifærum vegna ástandsins. „Ég veit um dæmi um að fólk hafi verið að ganga frá ráðningarsamningum og sagt frá því að þeir væru með barn á leik- skólaaldri og fengið þau svör frá fyrirtækjunum að þar sé verið að leita að starfsfólki í 100 pró- sent stöðu. Einnig hef ég heyrt að aðrir hafi hreinlega misst vinn- una vegna þess að þeir eiga barn á leikskóla í Kópavogi.“ Laufey Dís Ragnarsdóttir er foreldri tveggja barna á leikskól- anum Rjúpnahæð, en þar hefur þurft að loka deildum vegna starfsmannaeklu frá því í sept- ember. Að hennar sögn kemur það henni og eiginmanni hennar mjög vel að hafa sveigjanlegan vinnutíma, en það auðveldar þeim að fást við vandann sem skapast vegna lokana og uppsagna. Samt sem áður segir hún að mikið stress fylgi eilífum lokunum. „Það er mjög erfitt að skipuleggja dagana því það er alltaf óvissa með næsta dag og maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður einstæðra foreldra eru,“ segir hún. steinar@frettabladid.is Foreldrar missa vinnuna Ófremdarástand hefur ríkt í leikskólum Kópavogsbæjar undanfarna mánuði. Tugir starfsmanna hafa sagt upp störfum og leikskólastjórar hafa neyðst til að loka deildum. Foreldrar leikskólabarna hafa misst vinnuna vegna ástandsins. Þeir eru undrandi og reiðir vegna slælegra viðbragða bæjarstjórnar. LEIKSKÓLINN NÚPUR Fimmtán starfsmenn hafa sagt upp störfum á Núpi. SMÁRAHVAMMUR Engir starfsmenn hafa sagt upp á Smára- hvammi en þó hefur þurft að senda börn heim vegna starfsmannaeklu. Samtals eru 95 börn á Smárahvammi. RJÚPNAHÆÐ Sjö starfsmenn hafa skilað inn uppsagnar- bréfi á Rjúpnahæð. Þar eru 103 börn. Pláss er fyrir 119 börn en vegna starfsmanna- vanda eru ekki fleiri börn í skólanum. Loka hefur þurft deildum frá því í september. KÓPASTEINN Sex starfsmenn hafa sagt upp störfum á leikskólanum. Þar hefur þurft að senda yngri börnin heim vegna þess að starfsmenn hafa ekki verið nógu margir. Heildarfjöldi barna á Kópasteini er 75. NÚPUR Alls hafa 15 starfsmenn ákveðið að segja upp á Núpi. Heildarfjöldi barna í leikskól- anum er 104 og vegna starfsmannaeklu hefur deildum verið lokað. Einnig hefur þurft að senda börnin heim áður en skóladeginum lýkur. FÍFUSALIR Alls hafa 12 starfsmenn sagt upp á leikskólanum Fífusölum. Þar var deildum lokað í september og október. 119 börn eru í leikskólanum. KJARAMÁL Leikskólastarfsmenn í Kópavogi eru ekki sáttir við starfs- hætti yfirvalda þar í bæ. Jenný Gunnarsdóttir, leikskólakennari á Fagrabrekku, segir að starfið hafi verið mjög erfitt í allt haust. „Það má í raun segja að þegar um fjöl- skyldumál er að ræða þá er Kópa- vogur annars flokks samfélag. Starfsmenn eru mjög óánægðir með ástandið og ef það kemur ekk- ert jákvætt frá bæjarstjórninni eftir launamálaráðstefnuna þá eru góðar líkur á að við hverfum allar frá störfum,“ segir hún. Leikskólastjórinn á Álfaheiði, Elísabet Eyjólfsdóttir, segir eitt af einkennum gæðastarfs vera stöð- ugleika í starfsmannamálum en að leikskólarnir hafi hins vegar þurft að glíma við mikla óvissu í þeim málum. Hún segir að það þurfi að finna heildstæða lausn í leikskóla- málum. Þröstur Brynjarsson, varafor- maður Félags leikskólakennara, segir að félagið leggi áherslu á að fólk staldri aðeins við því að stutt sé þangað til launamálaráðstefnan hefst. „Við bíðum bara bjartsýn eftir niðurstöðum launamálaráð- stefnunnar,“ segir hann. - sk Starfsmenn leikskóla í Kópavogi ósáttir við bæjaryfirvöld: Annars flokks samfélag LEIKSKÓLINN RJÚPNAHÆÐ Deildum á Rjúpnahæð er lokað daglega vegna starfs- mannaeklu. Leikskólastarfsmenn segja ástandið óviðunandi. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 06.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 60,94 61,24 Sterlingspund 106,96 107,48 Evra 73,66 74,08 Dönsk króna 9,872 9,93 Norsk króna 9,285 9,339 Sænsk króna 7,901 7,947 Japanskt jen 0,5242 0,5272 SDR 88,17 88,69 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,1916 STJÓRNMÁL Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins að beita sér aldrei gegn friðsömum mótmælendum til að vernda hugarró erlendra harðstjóra. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á fundi stjórnar í vikunni. Var það gert í kjölfar álits umboðs- manns Alþingis í Falun Gong mál- inu svokallaða, sem telur að ann- markar hafi verið á þeirri ákvörðun stjórnvalda að synja iðkendum Falun Gong landgöngu á sínum tíma. Meðlimir Falun Gong hyggja á málaferli til að fá hlut sinn réttan. - sk Ungir sjálfstæðismenn: Ósammála forystunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.