Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 84
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR44 STÚLKAN: „Ég er skóhönnuður að mennt og lærði í Cordwainers Coll- ege sem er hluti af London Colleges of Fashion. Ég er framkvæmda- stjóri og rek eigið fyrirtæki sem heitir MKM-Footwear. Einnig er ég ein af átta sem rek verslunina Verk- smiðjuna og sel skóna mína þar. Aðrar búðir sem selja skóna mína eru Valmiki í Kringlunni, Anas í Hafnarfirði, Móna á Laugaveginum og Nordica Hotel verslun.“ FATASTÍLLINN: „Ég er oftast í heldur þægilegum fötum sem eru einföld í sniðum en oft eru einhver smáatriði á þeim sem skreyta þau. Fylgist líka ógurlega mikið með því hvernig annað fólk klæðir sig og ég elska að horfa á það hvernig fólk setur fötin sín saman. Að sjálfsögðu pæli ég mikið í skóm og er til dæmis afskaplega hrifin af hönnuðinum Manolo Blahnik. “ Á DAGINN: „Ég er oftast í gallabuxum og er mikil stígvélamanneskja. Ég er yfirleitt lítið eða ekkert máluð og ég er nánast aldrei í pilsi á daginn.“ Á KVÖLDIN: „Þá mála ég mig aðeins og fer kannski í pils og opna skó. Mér finnst gaman að vera í svona hælaskóm með böndum á kvöldin þegar ég er að fara eitthvað fínt.“ MORGUNINN: „Það eru nánast engir tveir morgnar eins. Ég fæ mér þó yfirleitt hafragraut eða Cheerios í morgunmat og tek lýsi. Svo fer litli strákurinn minn bráðum að fara á leikskóla og ætli morgnarnir verði ekki í aðeins meiri rútínu þá.“ ÞRÍR HLUTIR SEM EINKENNA MARÍU: „Í fyrsta lagi hugsa ég mikið á þeim nótunum að allt reddist, ég er mikið fyrir það mottó. Gallabuxur eru svo annað sem einkennir mig því ég er eiginlega alltaf í gallabuxum. Það þriðja er hversu opin ég er. Mér finnst rosalega gaman að tala við fólk og það að tala við ókunnuga manneskju gefur mér mjög mikið.“ BÚÐIR: „Ég verð að sjálfsögðu að byrja á því að nefna Verksmiðjuna. En annars finnst mér flottustu búðirnar í dag vera niðri í bæ. Það hafa margar áhugaverðar búðir opnað nýlega eins og Trilogia, Rokk og rósir og fleiri. Það þýðir samt ekki að ég versli alltaf þar. Mest versla ég á ferðalögum og þá versla ég mikið á sjálfa mig..“ ÞRÁHYGGJA: „Skór. Ég spái rosalega mikið í skó. Þegar ég hitti fólk eru skórnir það fyrsta sem ég tek eftir. Ég dæmi fólk þó ekki mikið út frá skónum enda er það misjafnt eftir aðstæðum hvernig skóm maður klæðist. Það er samt sniðugt að eiga skó fyrir hvert tækifæri og vera ekki alltaf í trömpurum.“ SKARTGRIPIR: „Helsta skartið sem ég nota eru belti og töskur. Ég skreyti mig með þeim. Ég á rosa- lega mikið af beltum og töskum og í mörgum litum.“ HÁRIÐ: „Þessa dagana er ég rosalega mikið með slegið hárið eða með snúð á annarri hliðinni. Ég tek svona tímabil. Annars erum við Óli Boggi, klipparinn minn, að safna hári núna. “ FARÐI: „Ég nota nánast engan farða dagsdaglega. Er samt mikið fyrir góðar vörur og nota til dæmis kremlínuna Mirandas. Núna nota ég líka Dior-maskara.“ FRÍ: „Skemmtilegast er að fara þangað sem ég hef ég hef aldrei komið áður. Sjá ný andlit, tala við fólk og kynnast annarri menningu. Það er alvöru frí. “ HEIMA: „Heimilið er ofsalega bjart og ljóst. Við erum með mikið af persónulegum hlutum sem skreyta heimilið og þeir eru margir hverjir frá ferðalögum eða frá okkur fjölskyldunni.“ BARINN: „Ég er lítið í því að fara á bari og eyði frekar tíma með fjölskyldunni þegar ég er heima.“ DRYKKURINN: „Á barnum finnst mér rauðvín best en dagsdaglega drekk ég mest vatn, kaffi og te. Ég drekk ekki gos.“ TÓNLIST: „Ég er hálfgerð alæta á tónlist. En ef ég á að segja eitthvað ákveðið þá verð ég að nefna soul- tónlist og líka diskó sem mér finnst algjört æði.“ BÆKUR: „Er að lesa tvær bækur í augnablikinu. Brekkukotsannál eftir Halldór Laxnes og Engla og djöfla eftir Dan Brown. Ég kann vel að meta þessa tvo höfunda.“ TÍMARIT: „Kaupi Vogue og Elle og stundum Elle Decoration. Ítalska útgáfan af Vogue er líka mjög góð.“ TÍSKUFYRIRMYND: „Margar frægar konur eru töff eins og Sarah Jess- ica Parker og Madonna. En mér finnst engin vera alltaf flott og ég fylgi ekki neinni ákveðinni fyrir- mynd. BORGIN: „Hong Kong er afskap- lega skemmtileg borg. Ég hef einu sinni komið til New York og fannst hún æðisleg en svo fannst mér líka Berlín geðveik. “ BOÐORÐ: „Að setja sér markmið. Mér finnst það skipta miklu máli. Enginn annar er ábyrgur fyrir því sem maður gerir. Ég held það sé nauðsynlegt að hafa smá framtíðarsýn og taka ábyrgð á lífi sínu.“ FRAMTÍÐIN: „Er rosalega bjartsýn á framtíðina og horfi til hennar með tilhlökkun. Ég hlakka til að takast á við verkefni bæði í vinnu og í sam- bandi við fjölskylduna.“ SMÁATRIÐI Hún er hrifin af einföldum flíkum með fallegum smáatriðum. TÖSKUR OG BELTI „Ég skreyti mig aðallega með töskum og beltum.“ MKM FOOTWEAR Hönnun Maríu má skoða frekar á vefsíðunni www.mkm-footwear.com. MARÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Útskrifaðist sem skóhönnuður frá skóla í Bretlandi. STÍLLINN HENNAR... MARÍU Á milli þess sem hún ferðast um heiminn hannar hún dýrindis skófatnað eða hefur það huggulegt með fjölskyldunni. Hún er af þeim átta sem reka versluninna Verksmiðjuna. Hefur óstöðvandi áhuga á fólki og er opinn og hressandi karakter. Borghildur Gunnarsdóttir fékk að vita meira um skóhönnuðinn Maríu Kristínu Magnúsdóttur. VERKSMIÐJAN María er ein þeirra sem reka búðina. Auk þess selur hún skó sína þar. MINNINGAR Á veggjum heimilisins eru ýmsir munir úr ferðalögum fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.