Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 22
7. janúar 2006 LAUGARDAGUR22
Í dag klukkan tvö opnum við
kosningaskrifstofu Önnu Kristinsdóttur
í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll.
Ávarp Önnu, léttar kaffiveitingar,
lifandi tónlist og hvetjandi spjall!
Verið velkomin.
Stuðningsmenn
Opnun kosningaskrifstofu
ferðast til smábæjarins Hastings
og rannsaka þar dularfullt andlát
manns sem skilur eftir sig eina
milljón dollara í líftryggingu. Ef
allt reynist slétt og fellt þá fellur
hún í skaut Isoldar en Holt hefur
sínar efasemdir og fljótlega
kemur í ljós að ekki er allt sem
sýnist.
Whitaker undirbjó sig vel
fyrir þetta hlutverk og vann
meðal annars mjög náið með tal-
sérfræðingi til að ná þeim hreim
sem hann talar með í myndinni.
Hann átti einnig nokkur samtöl
við föður sinn sem er vel inni í
tryggingamálum Bandaríkjanna.
„Það hefði verið ómögulegt fyrir
mig að koma á tökustað án und-
irbúnings því hreimurinn var
nauðsynlegur og mér fannst ég
þurfa a‘ þekkja til kerfisins svo
að ég myndi verða trúverðugur í
mínu hlutverki,“ útskýrir Forest
sem vann einnig náið með Balt-
asar í útfærslu á persónunni. For-
est hefur þó marga fjöruna sopið
hvað undirbúning varðar. „Þegar
ég lék í stríðsmyndum eftir Oli-
ver Stone var okkur kennt að sitja
og éta eftir kúnstarinnar regl-
um,“ segir Forest og hlær. „Und-
irbúningurinn fyrir A Little Trip
var því tiltölulega sársaukalaus,“
bætir hann við og skellir upp úr.
Nóg eftir
Forest er þekkt andlit víða um
heim og hefur notið mikillar vel-
gengni í gegnum árin. Honum
hefur engu að síður tekist að halda
sig fjarri glys og glaumi fræga
fólksins. „Ég ákvað snemma að
halda börnunum mínum frá þessu
því þetta umhverfi er þeim ekki
hollt,“ útskýrir Forest. „Kannski
hefur það verið ómeðvituð ákvörð-
un en ég hef alltaf reynt að halda
þeim frá sviðsljósinu,“ segir hann
en þó hefur sonur hans, Denzel,
aðeins reynt fyrir sér á þessum
vettvangi og lék meðal annars
lítið hlutverk í Training Day.
Handritið skiptir Forest miklu
máli þegar hann velur sér næsta
verkefni en það er þó langt frá því
að vera mikilvægast. „Yfirleitt fylgi
ég þeirri tilfinningu sem ég hef
fyrir verkefninu og nota eðlisávís-
unina mína,“ segir hann og hlær.
Þrátt fyrir að hafa verið að í
rúm tuttugu ár segist Whitaker
eiga nóg eftir og talar um sína
nýjustu mynd, The Last King of
Scotland, en þar leikur hann ein-
ræðisherrann Idi Amin. „Ég finn
að það er eitthvað að gerast og
sjálfum finnst mér ég eiga öll mín
bestu ár eftir. Ég veit eiginlega
ekki hvað er í gangi.“ ■
Röddin var kunnugleg. Vinaleg, rétt eins og andlitið sem heillað hefur
heimsbyggðina upp úr skónum
síðan 1982. Leikarinn var
nýkominn heim úr jólafríi með
fjölskyldu sinni en fannst ekki
mikið tiltökumál að gefa kost á
sér í viðtal þótt hann væri nánast
nýlentur.
Forest Whitaker á að baki
magnaðan feril á hvíta tjaldinu.
Kvikmyndir hans eru yfir
fimmtíu talsins og hann hefur
unnið með leikstjórum á borð við
Oliver Stone, Clint Eastwood, Jim
Jarmusch og Wayne Wang. Hann
hlaut leikaraverðlaunin á Cannes-
hátíðinni í Frakklandi 1988 fyrir
frammistöðu sína sem Charlie
Parker sem Clint Eastwood
leikstýrði. Hann hefur þó alltaf
verið óhræddur við að takast á við
ólík hlutverk í kvikmyndum sem
margir í hans stöðu myndu eflaust
fúlsa við. Með því hefur Forest
Whitaker skapað sér töluverða
sérstöðu en um leið eignast nokkuð
breiðan aðdáendahóp.
Forest leikur aðalhlutverk-
ið í kvikmyndinni A Little Trip
to Heaven sem var frumsýnd á
annan í jólum. Hann hafði þó ekki
frétt af frumsýningu myndar-
innar hér á landi en gladdist yfir
þeim fréttum að henni hefði verið
tekið vel. Það er heldur engin lygi
enda hafa gagnrýnendur keppst
um að lofa myndina.
Hvergi smeykur
Nokkur ár eru síðan Baltasar Kor-
mákur og Sigurjón Sighvatsson
komu að máli við Forest Whitaker.
„Þeir vildu kynna fyrir mig verk-
efni sem þeir voru að vinna í,“
segir leikarinn með sinni rólegu
en djúpu rödd. „Mér leist strax vel
á það og bað þá um að sýna mér
handritið,“ heldur hann áfram.
Þegar drög að handriti lágu fyrir
horfði leikarinn á kvikmyndir
Baltasars og sló til í framhaldi af
því. Það liðu þó tvö ár þar til að
honum gafst tími til að leggja upp
í ferðalag á þetta krummaskuð í
norðri enda dagskrá alþjóðlegrar
stjörnu yfirleitt þéttsetin.
Forest segist hafa verið hvergi
smeykur við að koma til Íslands
og leika í mynd eftir tiltölulega
óþekktan leikstjóra sem aðeins
hafði gert tvær myndir í fullri
lengd. „Ég horfði á bæði 101
Reykjavík og Hafið og leist vel á
það sem hann var að gera,“ segir
Forest af sannfæringu en hann
hefur mikla trú á hæfileikum
Baltarsars. „Hann hafði ákveðna
sýn og tilfinningu fyrir því hvað
hann ætlaði gera,“ heldur Forest
áfram. „Baltasar vann mjög náið
með okkur leikurunum og við
ræddum saman hvert hann ætlaði
sér með myndina,“ útskýrir For-
est sem hreifst mjög af starfsað-
ferðum hins íslenska leikstjóra og
lofar hann í bak og fyrir. „Hann
var hvergi smeykur við að ýta
okkur fram á ystu nöf og ég naut
þess að vinna með honum,“ segir
Forest en hann og Baltasar hafa
rætt um frekara samstarf. „Tím-
inn verður bara að leiða í ljós hvað
úr verður.“
Hrifinn af óháðri kvikmyndagerð
Forest hefur alltaf verið óhrædd-
ur við að taka áhættu og hefur
unnið með mörgum af fremstu
leikstjórum heims innan óháðrar
kvikmyndagerðar. Nægir þar að
nefna Jim Jarmusch og Wayne
Wang.
Forest segir að vinnuum-
hverfið sé allt öðruvísi í sjálf-
stæðri kvikmyndagerð en innan
hefðbundinnar Hollywood-kvik-
myndar. Þannig hafi til dæmis
hugmyndin að Ghost Dog kvikn-
að út frá samtali sem hann átti
við Jarmusch. „Mér þykir mjög
vænt um þá mynd,“ skýtur leik-
arinn inn í.
Honum sjálfum finnst mikil-
vægt að starfa innan óháða geir-
ans til að þróa sig enn frekar sem
leikari. „Þessir leikstjórar hafa
tækifæri til að segja sögur af
venjulegu fólki sem lifir í hvers-
dagsleikanum,“ útskýrir Forest.
„Þeir þurfa líka að hafa ákveðn-
ar hugsjónir til að lifa af,“ bætir
hann við og segist njóta þess að
vinna slíkar myndir.
Sársaukalaus undirbúningur
Whitaker hefur hlotið mikið
lof fyrir frammistöðu sína sem
trygginga-rannsóknarmaðurinn
Holt. Einlægir aðdáendur hans
hafa haft það á orði að þetta sé
hans besta frammistaða hingað
til, svo vitnað sé til tíðra ummæla
Idol-dómara. A Little Trip segir
frá áðurnefndum Holt sem þarf að
FOREST KEMUR TIL LANDSINS Leikarinn var hvergi smeykur við að taka að sér hlutverk í
kvikmynd eftir nánast óþekktan leikstjóra enda hefur hann tröllatrú á hæfileikum Baltasars.
FRÉTTABLAÐIÐ / ATLI
Forest Whitaker á skrautlegan feril að baki sem
spannar gæðamyndir og rusl. Segja má að undir lok
níunda áratugarins hafi hann verið á hátindi ferils
síns en þá komu þrjár kvikmyndir sem allar fengu
mikið lof gagnrýnenda:
Platoon (1986): Mögnuð stríðsádeila Olivers Stone
sem lifir í minningunni sem ein af þeim bestu en
eldist ekki vel.
Good Morning Vietnam ( 1987): Barry Levinson fylgdi í kjölfarið en ótrú-
legur leikur Robin Williams skyggði á alla aðra. Whitaker fékk ekki það hrós
sem hann átti skilið.
Bird (1988): Í þessum óð Eastwoods til eins af risum djassins fer Forest
Whitaker hamförum sem hinn óhamingjusami en hæfileikaríki Charlie
Parker. Tvímælalaust ein af hans bestu myndum, sama hvað hver segir.
Smoke (1995): Hversdagsleikinn hefur aldrei birst okkur jafn skýrt og í þessu
meistarastykki Wayne Wang. Harvey Keitel, William Hurt og Forest Whitaker
í mynd byggðri á skáldsögu Paul Auster? Getur ekki klikkað.
Ghost Dog (1999): Myndin naut í raun fáránlegra vinsælda hér á landi. Segir
frá leigumorðingja mafíunnar sem lendir sjálfur í því að vera skotmark.
Ferill Forest Whitaker
Á öll mín bestu ár eftir
Það þótti sæta nokkrum tíðindum að
stórleikarinn Forest Whitaker skyldi
samþykkja að leika í kvikmynd eftir
Baltasar Kormák. Leikarinn fer fögrum
orðum um hinn íslenska leikstjóra og
útilokar ekki frekara samstarf. Freyr Gígja
Gunnarsson sló á þráðinn til Forests í tilefni af
nýliðinni frumsýningu A Little Trip to Heaven.