Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 60 02 .V .B s met sy S AEKI re tn I © Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is ÚTSALA 27 desember - 22 janúar ���������� ��������� ��������������� Ég reyndi oft að halda því fram í mótmælum mínum gegn Kárahnjúkavirkjun við ófá tækifæri rétt í þann mund er framkvæmdirnar þarna fyrir austan voru að hefjast, að það væru gjaldgeng rök fyrir því að menn ættu að stöðva framkvæmdirnar undir eins að ég sjálfur, sem góður og gegn Íslendingur og jarðarbúi, væri ekki enn búinn að fara þarna austur yfir og sjá svæðið óspjallað. Menn ættu sem sagt að bíða með að skemma það þangað til ég væri búinn að sjá það. ÉG veit að þetta hljómar sjálfhverft. En það er það ekki. Virkjunarsinnar beittu því oftsinnis sem rökum fyrir því að þarna mætti skemma náttúruperlur, að það hefði hvort sem er enginn séð þær og að það hefði þar af leiðandi enginn áhuga á þeim. En þetta fannst mér alltaf öfugsnúið. Það eru einmitt frekar rök gegn því að skemma náttúruperlur að fólk á eftir að sjá þær og njóta þeirra. Uppgötva þær. OG það besta við þessi rök mín fannst mér alltaf, í barnslegri einlægni, vera það að þau virkuðu þannig að aldrei yrði í raun hægt að byrja virkjunarframkvæmdir vegna þess að alltaf myndi nýtt fólk koma og segja: „Nei, bíðið aðeins! Ég á líka eftir að sjá.“ Börnin mín ættu eftir að sjá og börnin þeirra. Þannig myndu kynslóðirnar koma í veg fyrir eyðilegginguna bara með því að segja „Stopp, bíðið aðeins! Leyf mér að sjá áður en þið byrjið.“ ÉG gerði mér grein fyrir að vinnumennirnir myndu ekki fara í endalausa reykingapásu út af slíku í raunveruleikanum. Þetta var hálmstrá sem ég greip til í hita rökræðunnar, en það er sama. Þessi krafa eins manns um að mega sjá, upplifa og njóta náttúruperlunnar í þó ekki væri nema andartak rétt áður en hún yrði eyðilögð, fól í sér þögula en ófrávíkjanlega kröfu heilu kynslóðanna um að okkur beri að varðveita náttúrudýrgripi og þjóðargersemar, sem eru í okkar vörslu núna um stundarsakir, að eilífu. FYRIR tveimur árum gekk ég upp frá Núpsstaðarskóg í hópi fólks í rigningu og þoku og barði skyndilega augum, nánast óviðbúinn, gríðarlega náttúrufegurð. Ég vissi ekki af henni áður. Hafði ekki séð hana og varla heyrt um hana. Kannski myndu einhverjir virkjunarsinnar telja allt í lagi að virkja á þessu svæði vegna þess hversu fáir hafa séð það. Þarna eru kröftugar ár sem renna af ógnarmætti ofan í djúpum gljúfrum. ÉG vil bara segja það að ef einhver hefði verið búinn að sprengja sundur og saman þessi gljúfur og bora göng í fjallið og fjarlægja árnar og byggja stíflu og kaffæra landið með lóni, hefði ég, ásamt öllum öðrum, verið sviptur óendanlega dýrmætum fjársjóði sem ég kýs að skilgreina ekki mikið frekar. Segi þó bara það, að með því að skemma slíka dýrgripi í nafni atvinnustefnu er jafnframt verið að svipta tilganginum undan því að hafa atvinnu í þessu landi yfir höfuð. Svo ég útskýri þetta með dæmi: Það er eins og að selja barnið sitt til þess að geta keypt bleyjur. Náttúran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.