Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 34
[ ] Næstu mánðuðina er margt um að vera í höfuðborg Bretlands. Yfir vetrartímann er mikið af stórtónleikum en næstu þrjá mán- uði má sjá tónlistarmenn eins og Bob Dylan, Black Eyed Peas, Cold- play, Duran Duran, Four Tops, Uriah Heep, Foo Fighters, Jethro Tull, James Blunt, White Stripes, Michael Bublé, Blondie, 50 Cent, Bloc Party, Jerry Lee Lewis og marga marga fleiri í London. Hægt er að sjá dagsetningar fyrir þessa tónleika og fleiri á www. pollstar.com. Leikhúslífið í London er einnig afar líflegt. Þar má bæði sjá fræga söngleiki og ýmsar stórstjörnur í leikverkum. Þar má nefna Guys and Dolls (Ewan McGregor), Lion King, Mamma Mia!, Richard II (Kevin Spacey), Mary Poppins, A Few Good Men (Rob Lowe) og Phantom of the Opera en hægt er fá frekari upplýsingar um þessa atburði og fleiri og kaupa miða á heimasíðunni www.londontheatredirect.com. Aðrir atburðir sem eru vel þess virði að athuga betur eru London Film Festival sem stendur frá 20. október til 4. nóvember, Henry Rousseau-sýning í Tate-lista- safninu sem hefst 3. nóvember og stendur til 3. febrúar, Spital- fields-tónlistarhátíðin frá 12.-21. desember og síðan hið svokallaða Bonfire Night, 5. nóvember, þar sem Lundúnabúar skjóta upp flug- eldum til þess að minnast Púður- samsærisins, þegar reynt var að sprengja upp breska þinghúsið árið 1603. Ekki er heldur úr vegi að kíkja á stórleik í enska boltanum en í London eru heimavellir liðanna Chelsea og Arsenal, auk Charlton, Tottenham, West Ham og Fulham. Hægt er sjá leikjaskrár á heima- síðum liðanna. Fleiri heimasíður: londontown.com whatsoninlondon.co.uk eu.visitlondon.com/whats_on Áhugaverðir atburðir í London Oft þegar ferðast á milli landa vakna upp spurningar um hversu þungar, stórar og marg- ar töskurnar mega vera sem ferðast er með. Á vef Flugleiða, icelandair.is, er svarað mörgum þeim spurningum sem upp koma þegar farangur er annars vegar. Þær upplýsingar sem gefnar eru í þessari grein skal þó aðeins hafa til viðmiðunn- ar því reglur eru breytilegar eftir flugfélögum en eru þó að mestu leyti staðlaðar. Oftast mega þeir sem ferðast á almennu farrými taka með sér farangur sem er alls tuttugu kíló að þyngd en þeir sem ferðast á viðskiptafarrýminu mega taka með sér þrjátíu kíló. Aðrar reglur gilda fyrir Kanada og Bandaríkin en þar er einungis leyfilegt að taka með sér tvær töskur sem ekki eru meira en 158 cm að rúmmáli og hvor taska má ekki vera meira en 32 kíló. Í handfarangri er leyfilegt að taka með sér eina tösku sem er ekki meira en sex kíló en níu kíló ef ferðast er á viðskiptafarrými. Hjá Iceland Express má þó taka með sér tíu kíló í handfarangur. Auk þess má yfirleitt taka með sér í handfarangri, fyrir utan töskuna, ferðatölvu, litla handtösku, myndavél o.s.frv. en oftast er mælt með því að farþegar taki verðmæti með sér í handfarangur. Sé maður hins vegar með yfirvigt má gera ráð fyrir að borga 1-2 prósent af því sem dýrasta almenna farrýmið kostar, fyrir hvert aukakíló. Í Bandaríkjunum er hins vegar greitt fast verð fyrir hverja umfram einingu. ■ Ertu með yfirvigt? Ferðalög geta alveg beðið betri tíma. Nú er sá tími sem flestum þykir best að vera sem mest heima hjá sér og slappa af. Trafalgar-torgið í London. Fjórði kortadiskur Landmæl- inga er kominn út. Með útgáf- unni hafa Landmælingar lokið útgáfu allra helstu kostaflokka á rafrænu formi en nú eru 240 kort fáanleg á geisladiskum. Á diskinum er að finna 102 svokölluð DMA-kort (American Defence Mapping Agency) í mælikvarðanum 1:50.000 af miðhálendinu, Suður- landi og Norðurlandi. Þar að auki er ferðakort af landinu öllu í mælikvarðanum 1:500.000 með nýjustu uppfærslum og viðbótum. 17.000 örnefni eru á kortinu og hefur leitarkerfi þeirra verið bætt verulega. Með notkun tölvutækninnar er auðvelt að mæla fjarlægðir og flatarmál á kortunum og auðvelt er að tengja GPS-tæki við kortin. Diskurinn er að fullu samhæfður eldri kortadiskum frá Landmælingum. ■ Nýr kortadiskur frá Landmælingum Þriðja lota miðasölunnar fyrir heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í Þýskalandi á næsta ári hófst í þessum mánuði. Þeir sem ætla að gera sér ferð til Þýsklands næsta sumar til þess að verða vitni að mestu knattspyrnu- veislu sem um getur geta nú farið á netið og reynt að krækja sér í miða. Í mánuðinum hófst nefni- lega þriðja lota í sölu aðgangsmiða á einstaka leiki keppninnar. Um er að ræða 250 þúsund miða og hægt er að fá miða fyrir á hvern einasta leik keppninnar fyrir utan opnun- arleikinn. Tímasetning miðakaupanna hefur hins vegar ekkert vægi. Salan á þessum miðum stendur til 15. janúar og ef eftirspurn verður meiri en framboð verður einfald- lega dregið um hver fær miðana. Þannig að það er í raun ekki hægt að tala um miðasölu, öllu heldur er hér um umsókn að ræða. Þannig að það má byrja að skipuleggja ferð til Þýskalands næsta sumar, bara ekki hvert innan Þýskalands á að fara eða hvenær. ■ Fleiri miðar komnir í sölu Allianz Arna í München er einn vettvangur HM í Þýskalandi á næsta ári. Það er langur vegur frá þessu landakorti Henderson frá 1818 til landakorta Land- mælinga í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.