Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 18

Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 18
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR18 Epli› og eikin er sams‡ning fe›ginanna Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnu›ar og Óskars L. Ágústssonar húsgagnasmí›ameistara í Hönnunarsafni Íslands, Gar›atorgi 7, Gar›abæ. S‡ningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00 - 18:00. S‡ningunni l‡kur 20. janúar 2006 ■ LAUGARDAGUR, 31. DES. Sprengingar í kristilegum anda Kvöldið er indælt. Villibráð á borð- um. Vinafólk okkar kemur í mat. Kettirnir okkar fá sérherbergi til umráða því að heiðursgestur kvölds- ins er tíkin Mandla sem er einkenni- lega sljó til augnanna þegar hún heilsar mér enda hvísla húsbænd- ur hennar að mér að hún sé undir léttum áhrifum róandi lyfja þessa stundina. Í kristilegum anda förum við upp á Landakotstún til að sprengja burt gamla árið þegar áramótaskaupinu lýkur. Einu viðbrögðin við áramóta- skaupinu voru þau að einhver sagði: „Hvað skyldi þetta hafa kostað?“ um leið og slökkt var á sjónvarpinu til að sleppa við áramótaávarp útvarps- stjóra. (Síðar kom í ljós að óþarfi var að slökkva á tækinu því að nýi útvarpsstjórinn mun hafa sýnt þau klókindi að hafa sig lítt í frammi). Undir kirkjuveggnum heilsum við nýju ári og maður sér grilla gegnum púðurreykinn í fólk sem faðmast og kyssist þegar kirkju- klukkurnar taka að hringja. Frá Landakotstúni sér maður Hallgrímskirkjuturn í gegnum eld og eimyrju, en í þeirri kirkjusókn hljóta að búa miklir sprengjuvargar, þótt þar sé guðskristni í hávegum höfð með fornum mótettusöng og orgeldrunum en léttúðugur djass er litinn hornauga og jafnvel bannaður í helgidómnum að maður tali nú ekki um nýtísku graðhestamúsík. Mandla heilsar okkur með gelti og ég heyri ekki betur en röddin sé orðin ofurlítið drafandi enda mun einn helsti t a u g a s é r f r æ ð i n g u r landsins hafa mælt með að gefa henni aðra töflu af valíum rétt áður en áramótaskaupið hófst. Og þar er sennilega komin skýringin á því tómlæti sem hún sýndi hinum árlega gleðileik Sjónvarpsins. ■ SUNNUDAGUR, 1. JAN. 2006. Sex þúsund ára gamlar fréttir Nýársdagsmorgunn er afar friðsæll. Ég fer á netið að vitja um fréttir og festi einkum athygl- ina við eina frétt sem ég sé þarna og virðist vera nokkur þúsund ára gömul: „Forn-Egyptar tilbáðu dverg- vaxna guði og litu ekki á dverg- vöxt sem fötlun, ef marka má niðurstöður rannsóknar við Georgetown háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Stuðst var við jarðneskar leifar og heimildir um dvergvöxt í Egyptalandi hinu forna. Telja rannsakendur að dvergar hafi gegnt mikilvægum hlutverkum innan heimilisins. Margir dverganna gegndu mikilvægum störfum á heimilum virtari embættismanna og hlutu íburðarmiklar útfarir í konung- legum kirkjugörðum við píram- ídana miklu. Einnig eru sannanir fyrir því að Forn-Egyptar hafi til- beðið dvergvaxna guði eins og t.d. Bes og Ptah.“ Sennilega væri skynsamlegra að nota nýársdag til að skipu- leggja verkefni og fjármál hins nýbyrjaða árs en lesa um kjör dverga í Egypta- landi hinu forna, en ég læt dverg- ana hafa forgang og ákveð að fresta fjármálaáhyggj- um mínum um óákveðinn tíma. ■ MÁNUDAGUR, 2. JAN. Að svelta af fúsum og frjálsum vilja Ekki veit ég hvernig ríkis- stjórnin og heilbrigðisráð- herrann ætla að bregðast við því ef ég verð dropinn sem fyllir mælinn og set ríkið á haus- inn? Það er ekki á sjúklinga- og öryrkjahópinn bætandi en ég held að ég sé að missa heilsuna. Mér hefur slegið niður. Í besta falli er þetta áframhald af jólaflensunni. Í versta falli er ég að breytast í öryrkja. En eins og menn vita eru öryrkjar, gamalmenni, einstæðar mæður og láglaunafólk sá mann- skapur sem stendur þjóðfélaginu fyrir þrifum. Um jólaleytið fyrir tveimur árum tókst með naumindum að tryggja afburða- fólki þjóðarinnar, alþingismönnum og ráðherrum, viðunandi líf- eyriskjör og eftirlaun; þá voru samþykkt- ar reglur sem j a f n g i l t u 200 millj- ón króna starfsloka- s a m n i n g i fyrir forsætisráðherrann, þrátt fyrir að hvert mannsbarn sjái að slíkur höfðingi kemst engan veginn af með þá upphæð, enda varð manngarmurinn að ráða sig í vinnu í banka til að vera áfram matvinnungur. Í stað þess að samgleðjast óska- börnum þjóðarinnar með eftir- launakjörin sem þau skömmtuðu sér fyrir tveimur árum rauk lág- launa- og fátæktarklúbburinn upp með öfundargjammi og reif sig svo aftur upp með æsing og frekju þegar Kjaradómur úrskurðaði um daginn að afburðafólkið ætti laga- lega heimtingu á því að fá skitinn hundrað þúsund kall extra á mán- uði - til að dragast ekki aftur úr öðru afburðafólki. Það hlýtur að vera vandi að stýra þjóðfélagi þar sem almenn- ingur kann ekki að samgleðjast leiðtogum sínum yfir velgengni þeirra, útsjónarsemi og ósér- hlífni. Ekki síst þegar öryrkjar og ellilífseyrisþegar eru farnir að svelta sig af fúsum og frjálsum vilja til að storka yfirvöldunum af einskærri illgirni. Samt virðist alltaf vera nóg framboð af fórnfúsum snillingum sem bjóða sig fram til að stjórna þessu vanþakkláta liði, jafnvel þótt hinn svokallaði almenningur virðist hafa sett sér það markmið að leggja stjórnmálamenn í ein- elti. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 3. JAN. Geðheilsuhraustir sveitamenn Mikið þarfaþing er þessi tölva mín. Hér get ég legið á sóttarsæng og þarf ekki annað en æpa og garga (með nokkrum þjósti) til að konan mín færi mér jasmínu-te með sítrónu og hunangi. Þegar ég ligg ekki í móki kveiki ég á tölv- unni og fylgist með heimsmálun- um. Enn eina ferðina eru bresk- ir vísindamenn að brillera og uppgötva með dýrum rann- sóknum það sem allir vissu fyrir. Hér stendur: „Breskir vísinda- menn hafa komist að því að það eru aðeins minni líkur á því að fólk sem býr í dreifbýli þjáist af geð- hei lsuva nda- málum heldur en hjá þeim sem búa í borg- um og bæjum. Það hafa verið gerðar margar kannanir með misvísandi niður- stöðum en nú hefur birst ein könn- un í British Journal of Psychiatry sem kemst að því að dreifbýlisbú- ar séu líklegri til að búa við góða geðheilsu.“ Þetta rifjar upp fyrir mér það sem Friðrik mikli Prússakeisari er sagður hafa tautað fyrir munni sér í ellinni: „Því betur sem ég kynnist mönnunum þykir mér vænna um hundinn minn.“ ■ FÖSTUDAGUR, 6. JAN. Ókeypis brennivín Nú hef ég því miður ekki tíma til að vera veikur lengur heldur ríf mig upp úr rúminu til að fara að vinna. Það eru stórmerkilegir hlutir að gerast úti í heimi. Kan- adamenn hafa síðan 2002 verið að gera tilraun með að gefa útigangs- fólki ókeypis í staupinu, og þessi t i l -raun hefur gefið svo góða raun að á 16 mánuðum hafa lögregluafskipti af þessum hóp minnkað um helming og sjúkrahús- vistanir hafa minnkað um þriðjung. Þetta bendir til þess að sé í alvöru reynt að lina þjáningar vímuefnasjúk- linga sé hægt að draga úr afbrotum þeirra, veikindum og dauðsföllum. Reyndar hafa ákveðnir þjóðfé- lagshópar á Íslandi lengi búið við ókeypis aðgang að brennivíni, það er að segja forseti landsins og ráðherrarnir og verð- ur ekki annað séð en það fólk sé allt saman sæmilega heilsu- hraust og tiltölulega löghlýðið. Kannski það verði ofan á að leysa vanda láglaunaklúbbsins og öryrkjanna með því að gefa þeim sjúss öðru hverju á kostnað ríkisins. Skyldi þetta verða gleðilegt ár? Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Ókeypis frétt - lausn á þjóðfélagsvanda Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um eld og eimyrju og kristilegar sprengingjar til að kveðja gamla árið. Nýja árið hefst á 6000 ára gamalli frétt. Svo er sagt frá öfundsjúku undirmálsfólki sem sveltir sig til að skaprauna yfirvöldum og rannsókn sem leiðir í ljós að hægt er að leysa ákveðinn þjóðfélagsvanda með ókeypis brennivíni - sem gefur ýmsa spennandi möguleika.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.