Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 28
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR28 KÆRI JÓN Jón Gnarr ræður lesendum Fréttablaðsins heilt > Kæri Jón Ég þakka fyrir allan þann fjölda bréfa sem mér barst í vikunni. Nokkur bréf þurfa að bíða svars þar til í næstu viku. Ég byrja að þessu sinni á bréfi sem er ekki spurning heldur frekar svar við bréfi sem birtist í síðustu viku. Kæri Jón Ég get ekki orða bundist vegna bréfs- ins um fjármál heimilisins frá Svörtu Söru í blaðinu á gamlársdag. Í fyrsta lagi þá er það ekki „fátækt“ þegar heimili er með útborguð laun upp á 290.000-330.000 á mánuði. Í öðru lagi þá er það hreint ótrúlegt að heimili sem ekki er með nema 300.000 á mánuði, eftir skatt, skuli láta sig hafa það að borga 40.000 kr. á mánuði í bílalán. Svarta Sara Kæra Svarta Sara, losið ykkur við þetta bílalán strax. Fáið ykkur bíl sem þið hafið efni á að eiga. Ef þið eruð í einhvers konar neyslukeppni við vini, systkyni, nágranna eða einhverja aðra, hættið þá strax að taka þátt í leiknum. Þið hafið ekki efni á því. Það er hægt að fá prýðilega örugga bíla fyrir 200 - 300.000 kr. eins og markaðurinn er í dag og þó að það þurfi að fara m e ð svoleiðis bíl á verkstæði stöku sinnum þarftu að hafa rosalega lítið vit á bílum og vera mjög óheppin til þess að sá kostnaður nálgist 480.000 kr. á ári. Ef þið eruð hins vegar útsjónarsöm fer sá kostnaður ekki mikið yfir upphæðina sem þið verjið núna í skylduga kaskótryggingu. Ég á fleiri góð ráð fyrir þig. Takið saman alla reikninga sem þið borguðuð á síðasta ári og skráið upphæðirnar inn í töflu eftir mánuðum. Þá getið þið séð hvað þið eigið að borga á hverjum mánuði á næsta ári og verið viðbúin þegar að því kemur. Ekki borga bankanum of fjár fyrir að borga reikningana fyrir ykkur og hirða yfirdráttarvexti af öllu saman. Ég giska á að þið séuð að borga nálægt 50.000 kr. á ári í óþarfa yfirdráttarvexti. Hættið því. Hættið að nota debetkortið. Bara með því að losa ykkur við bílalánið tekur það ekki nema 1-2 ár. Ég vona einnig að þið séuð ekki að borga mörg þúsund krónur á mánuði í óþarfa áskriftir að sjónvarpi og blöðum. Ef svo er, hættið því þá strax og eyðið tíma í skemmtilegri hluti en sjónvarpsgláp. Þið þurfið ekki að hafa Stöð 2 barnanna vegna. Öðru nær. Og eitt að lokum: Talið um innihald fermingarinnar við börnin ykkar, ekki bara umgjörðina. Mér sýnist á upphæðinni sem þið borgið af húsnæðisláninu að þið búið í sæmilegu húsnæði. Ekki láta ykkur detta í hug að leigja sal úti í bæ fyrir fermingarveisluna og fá aðkeypta veisluþjónustu. Fermingarveisla sem maður heldur heima hjá sér og undirbýr sjálfur er miklu persónulegri, skemmtilegri og eftirminnilegri en þessar aðkeyptu gerilsneyddu veislur sem nú eru farnar að tíðkast. Eftir að tekjur manns hafa náð því að duga fyrir mat, húsaskjóli og klæðum byrja fjármálin að snúast um útgjöld frekar en tekjur. Margir halda að fjármálin snúist alltaf um tekjur. Gangi ykkur vel Komdu sæll, Bryndís heiti ég. Ég sé að þú átt við gúrkutíð að stríða og mér finnst synd að horninu þínu sé ógnað með slíku, þetta er góður dálkur. Ég les þig að minnsta kosti alltaf og hef oft þá tilfinningu að þú sért gamall kunningi minn þegar lestrinum er lokið. Ég hnaut um setningu hjá þér í svarbréfi í dag sem mig langar til að biðja þig að endurskoða. Þar segir þú eitthvað á þessa leið: „Ég hef mjög gamaldags hugmyndir um kynlíf, mér finnst að það eigi ekki að stunda það með þeim sem maður þekkir ekkert eða lítið ... “. Svo heldur þú áfram og kemur með punkta um kynlíf sem flest heilbrigt fullorðið fólk sem hefur reynslu af þessum hlutum veit, en margt ungt og óreynt fólk dregur í efa. Mig langar til að breyta þessu viðhorfi hjá fólki með þroskaða reynslu af kynlífi, að það sé með gamaldags skoðanir. Það er ekki rétt. Í fyrsta lagi eru þetta ekki skoðanir, heldur niðurstöður byggðar á eigin reynslu. Í öðru lagi er ungt fólk ekki móttækilegt fyrir því sem hefur stimpilinn gamaldags. Ég vil halda því fram að það sé gamaldags að trúa á frelsi í kynlífsmálum. Það er gamaldags að trúa því að það sé heilbrigt og rétt að stunda kynlíf með fólki sem maður þekkir lítið eða ekkert eða að gera hluti eða ætlast til að aðrir geri hluti sem fólki finnst óþægilegir eða vekja því viðbjóð. Það þarf ekki annað en að tala við ‚gamla‘ fólkið sem tók þátt í kynlífsbyltingunni nítjánhundruðsextíuogeitthvað til að komast að því að þetta eru gamlar og úreltar klisjur. Að öðru leyti finnst mér alltaf jafn gaman að sjá hvað þessi Jón Gnarr sem ég trúði að væri bullukollur hefur djúpvitur svör við mörgum spurningum. bestu kveðjur, Bryndís Sæl, Bryndís Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna. Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Ég mun nýta mér þetta. Lifðu heil. Jón Sæll og blessaður Jón! Ég er aðdáandi þinn og hef fílaði þig alveg frá því þú varst á RÚV með Hótel Volkswagen. Ég er hef lengi verið með þann draum í maganum að verða frægur grínisti með sketsum og svoleiðis en ekki komið því í verk ennþá. Hef verið á báðum áttum hvort það sé eitthvað gott að vera frægur á Íslandi, allir að horfa og eitthvað svoleiðis. Sérð þú stundum eftir því að hafa ekki orðið frægur í Túrkmenistan og haft Ísland í friði þar sem þú gætir verið þú sjálfur. Hvernig ætlar þú að halda þér ferskum svo þú endir ekki eins og þeir í Spaugstofunni? Hvar er best að byrja til að tékka á hvort fólk fíli mann? Og aðal spurningin er þessi: Hvernig á maður hefja ferilinn, geturðu gefið einhver ráð hvað á að forðast og svoleiðis? Kv. aðdáandi Ps. Vil vera undirritaður aðdáandi því ég vil ekki verða frægur strax AAAAAAAHAHAHAHA Sæll, kæri aðdáandi. Jú, það er ágætt að vera frægur á Íslandi. Að vísu fylgja því engin sérstök fríðindi en margir sem brosa til manns. Ég sé ekki eftir neinu. En ef þú vilt verða grínisti þá þarftu fyrst og fremst að hafa löngun til að gleðja fólk. Ég held mér ferskum með því að reyna að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og öðrum. Ég geri greinarmun á grínista og skemmtikrafti. Skemmtun er afþreying en grín er listform. Auðvitað eru mörkin oft ógreinileg. Það er eins og munurinn á listmálara sem málar eftir hjartanu og öðrum sem málar það sem fólk biður hann að mála. Skilur þú? Hvorugt er betra eða verra. En þú þarft að komast að því hvor þú ert. Er þörf þín listræn eða fjárhagsleg, eigingjörn eða gefandi? Best er fyrir þig að byrja að skrifa stutta sketsa eða semja stand-up atriði og bera það undir fólk sem þú treystir. En þetta kemur ekki fyrirhafnarlaust og þú verður að hafa harðan skráp. Að lokum snýst þetta allt fyrst og fremst um að þora að vera maður sjálfur. Gangi þér vel. Kveðja Jón Sæll og til hamingju með afmælið um daginn. Ertu ekki ennþá að svara spurningum milli himins og jarðar í Fréttablaðinu, ef svo er þá hef ég eina. Veistu um einhverja aðferð til að losna við feimni? Ég drekk ekki þannig að ég vil ekki nota það, og ég hef reynt að breyta hugarfarinu en það gengur illa. Er ekki eitthvað sem ég get gert meira konkret en hugarfarið til að losna við feimni? Takk Einn alveg af fjöllum Sæll og blessaður og takk fyrir afmæliskveðjuna. Þó að feimni sé ekki í tísku núna þá er ég ekki viss um að hún sé endilega neitt röng. Kannski er feimni bara eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Kannski er hún gáfu- og þroskamerki. Kannski er feimnin bara hluti af því hver þú ert. Ég get bent þér á mjög skemmtilegt persónuleikapróf á slóðinni: http:// similarminds.com/big30.html En ef þú vilt auka sjálfstæði þitt og frumkvæði er líka fullt af alls konar námskeiðum í boði. Þú segist ekki drekka. Ef þú ert alkóhólisti þá skaltu biðja um orðið á AA fundum, fá þér trúnaðarmann og vinna sporin. Ef þú ert ekki alkóhólisti ertu kannski með- virkur aðstandandi. Ertu kannski alinn upp við alkóhólisma? Þá mæli ég ein- dregið með Al-anon. Þú finnur allar upplýsingar á: http://www.al-anon. is/ Það eru til sérstakir karlafundir. Ég vona að þetta svari einhverju. Gangi þér vel. Kveðja Jón Sendið Jóni spurningar. Netfangið er: jongnarr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.