Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 24
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR24 Stanley „Tookie“ Williams var tekinn af lífi í San Quentin-fangelsinu Kaliforníu hinn 13. desember. Tookie, eins og hann var iðulega kallaður, var í meira lagi umdeildur maður enda var hann einn af stofnendum hinnar alræmdu Crips-glæpaklíku í Los Angeles. Aftökur eru alltaf umdeildar í Bandaríkjunum og í aðdraganda aftöku Tookie mótmælti fjöldi fólks. Auk þrýstihópa sem almennt vilja afnema dauðarefsingar vakti athygli að þó nokkur fjöldi frægra manna mótmælti aftöku Tookie. Þar fóru fremstir í flokki leikarinn Jamie Foxx og rapparinn Snoop Dogg. Dæmdur fyrir að myrða fjóra Tookie var dæmdur til dauða árið 1981 fyrir að myrða fjórar mann- eskjur og sögðu vitni við réttar- höldin að hann hefði stært sig af morðunum og hlegið að fórnar- lömbum sínum. Vildu stuðningsmenn Tookie meina að í fangelsinu hefði hann breyst. Hann væri ekki lengur kaldrifjaður klíkuforingi heldur maður sem vildi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiddist á braut glæpa. Bentu þeir á að í fangelsinu hefði hann meðal annars skrifað barnabækur þar sem glæpir og tilvist götugengja væru fordæmd og að hann hefði meðal annars verið tilnefndur til friðarverð- launa Nóbels fyrir forvarnarstarf sitt. Allt kom fyrir ekki. Tookie var tekinn af lífi. Þekktir stuðningsmenn Foxx lék þennan fyrrum klíkufor- ingja í kvikmyndinni Redemption sem kom út í fyrra og má líklega rekja ákafan stuðning hans til Tookie til þessa. Stuðningur Snoop Dogg við Tookie kom hins vegar engum sem þekkir til gengja í Los Angeles á óvart. Snoop var, og er reyndar af mörgum enn talinn vera, meðlimur í Rollin‘ 20s, sem er einn angi Crips-klíkunnar. Crips-klíkan er ein af elstu blökkumannaklíkum Bandaríkj- anna. Meðlimir hennar bera ábyrgð á fjölda morða og annarra glæpa og þá hefur klíkan verið mjög umsvifa- mikil í fíkniefnaviðskiptum. Í upp- hafi samanstóð gengið af tiltölu- lega fámennum hópi ungmenna í suðurhluta Los Angeles. Í dag er Crips hins vegar samnefnari yfir net eða bandalag gengja sem teygir sig til allra helstu borga Bandaríkj- anna. Talið er að þúsundir manna séu í klíkunni og þó þorri þeirra sé blökkumenn eru einnig meðlimir af öðrum kynþáttum í klíkunni í dag. Samkvæmt skýrslu sem alrík- islögreglan gaf bandarískri þing- nefnd árið 1997 teygði Crips sig til 42 ríkja. Hugsanleg stafsetningarvilla réð nafninu Crips-klíkan á rætur sínar að rekja til loka sjöunda áratugar- ins þegar tveir fimmtán ára ungl- ingar í Freemont-skólanum í Los Angeles, Raymond Washington og fyrrnefndur Stanley Tookie Willi- ams, stofnuðu klíku sem hét Baby Avenues. Tvímenningarnir litu mjög upp til annarrar klíku sem nefndist einfaldlega Avenues og vann ýmis skítverk fyrir samtök Svörtu hlé- barðanna (Black Panthers). Síðar breyttist nafn Baby Avenues í Avenues Cribs og enn síðar í Cribs. Enska orðið cribs þýðir barnarúm og var með því verið að vísa til ungs aldurs meðlima gengisins. Enn síðar breyttist nafn gengisins í Crips. Ekki er alveg ljóst hvers vegna „b“ var skipt út fyrir „p“ en nokkrar kenningar eru þó til um það. Ein útgáfa sögunnar er að í árdaga klíkunnar hafi dagblaðið Los Angeles Sentinel greint frá því að nokkrir meðlimir klíkunn- ar hefðu ráðist á ferðamenn í Los Angeles. Eitt af einkennum meðlima gengisins þá var að ganga með staf og eiga ferðamennirnir því að hafa sagt lögreglunni að fötluð (crippled) ungmenni hefðu ráðist á sig. Á dagblaðið að hafa kallað gengið Crips vegna þessa. Hins vegar eru þeir einnig til sem telja að notkunin á orðinu „Crips“ í dagblaðinu hafi einfaldlega verið stafsetningarvilla. Í byrjun áttunda áratugarins höfðu Crips-klíkur sprottið upp víðs vegar í Los Angeles. Klík- urnar eru kenndar við hverfin sem meðlimir þeirra koma frá og þannig nefndust fyrstu klíkurnar Eastside Crips, Westside Crips, Compton Crips, Avalon Garden Crips og Inglewood Crips. Wash- ington og Tookie hófu síðan útrás til hverfa þar sem Crips-klíkur voru ekki fyrir heldur aðrar sjálf- stæðar klíkur. Fljótlega varð ljóst að tvær klíkur gátu ekki þrifist í sama svæði og urðu oft blóðugir bardagar milli gengja. Sumarið 1972 urðu mikil átök milli Comp- ton Crips og gengis sem nefnist Piru Street Boys. Compton Crips hafði betur og í kjölfarið breytt- ist landslag gengja í Los Angeles. Andstæðingar Crips-klíkunnar áttuðu sig fljótlega á því að ef þeir mynduðu bandalag gegn Crips- klíkunni hefðu þeir meira í hana að segja. Samtök gengja gegn Crips Síðla sumars 1972 funduðu for- ingjar gengjanna Piru Street Boys, Lueders Park Hustlers, L.A. Brims, Bishops og Denver Lanes. Allar þessar klíkur höfðu horn í síðu Crips, til að mynda höfðu Crips-félagar myrt einn meðlim L.A. Brims fyrr um árið. Niður- staða fundarins var að stofnað var nýtt gengi - Bloods. Þetta gengi er enn í dag höfuðandstæðingur Crips-klíkunnar. Strax frá byrjun reyndu með- limir Crips-klíkunnar að skera sig frá öðrum með ýmsu móti. Lík- lega er frægasta einkenni þeirra blái liturinn. Meðlimir gengisins nota bláa höfuðklúta og klæð- ast bláum bolum. Bloods-gengið ákvað strax að nota rauða litinn sem sitt helsta einkenni og nota meðlimir Bloods rauða höfuðklúta og boli. Notkun klútanna og bol- anna hefur þó minnkað nokkuð hin síðari ár vegna ótta meðlima gengjanna um að lögreglan sigti þá út séu þeir of áberandi. Enn má þó sjá þessi einkenni þó sífellt sé að verða algengara að þeir klæð- ist til dæmis bláum eða rauðum bol undir hvítum. Umsvifamiklir í fíkniefnasölu Upp úr 1980 fór Crips-klíkunni að vaxa verulega fiskur um hrygg. Á þessum tíma er talið að um þrjátíu þúsund manns hafi verið í gengj- um í Los Angeles. Árið 1972 voru átta Crips-klíkur í Los Angeles- sýslu, árið 1982 voru þær orðnar 109 talsins og í lok síðasta áratug- ar voru þær um 200. Upp úr 1980 breyttist ýmislegt. Þá kom fyrst á markaðinn nýtt eiturlyf - krakk. Krakk er unnið úr kókaíni en er miklu ódýrara. Þetta þýddi að meðlimir gengja gátu selt það efnaminna fólki sem varð nánast strax háð því. Einstakir meðlimir gátu hagnast um tugi ef ekki hundruð þúsunda á einu kvöldi. Crips-klíkan varð gríðarlega umsvifamikil í sölu eit- ur lyfja og öðlaðist töluverða virð- ingu meðal annarra glæpamanna, ekki ósvipað og ítalska mafían á sínum tíma. Reyndar er alveg ljóst að gengi eins og Crips lítur upp til gömlu mafíunnar. Sín á milli kalla meðlimir Crips sig „cuzz“ sem er stytting á orðinu „cousin“ sem ítalskir mafíósar notuðu þegar ávörpuðu hver annan. Í kjölfar aukinna fíkniefnavið- skipta og átaka um svæði til að selja þau á jókst ofbeldið einnig. Bandaríska alríkislögreglan telur að rekja megi þúsundir morða á hverju ári til glæpagengja. Árið 1992 og 1995 voru meira en 800 morð rakin til gengja í Los Angel- es-sýslu einni. Árið 1998 voru 400 morð í sýslunni rakin til gengja. Þó Crips- og Bloods-klíkurn- ar hafi eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina hafa einnig verið innbyrðis átök í Crips-klíkunni. Til dæmis hafa Rollin‘ 60s-klík- an og Gangster Crips-klíkan, eða Eight-Trey eins og hún er líka kölluð, átt í hatrömmum deilum í meira en tvo áratugi. Meðal þeirra allra hættulegustu Crips- og Bloods-klíkurnar eru enn þann dag í dag taldar meðal þeirra allra hættulegustu í Bandaríkjun- um. Hins vegar hefur annað gengi vakið meiri athygli síðustu ár en það heitir Mara Salvatrucha eða MS 13. Mara Salvatrucha er líkt og hin tvö glæpagengi með stóru G. Gengið smyglar eiturlyfjum í stórum stíl frá Mexíkó til Banda- ríkjanna og hefur tengsl við stóra eiturlyfjahringi í Suður-Ameríku. Gengið smyglar einnig fólki og vopnum yfir landamærin og stelur þúsundum bíla í Bandaríkj- unum á hverju ári. Þá hefur því einnig verið haldið fram að geng- ið hafi haft tengsl við al-Kaída. Uppgangur Mara Salvatrucha hefur vakið gríðarmikla athygli í Bandaríkjunum. Í byrjun ársins stofnaði Bandaríska alríkislög- reglan (FBI) sérsveit til höfuðs genginu og er það í fyrsta skiptið í sögunni slík gerist. ■ Blóðug saga alræmds götugengis Stanley „Tookie“ Williams, einn forsprakki eins al- ræmdasta götugengis Bandaríkjanna, var tekinn af lífi í lok síðasta árs. Árið 1969 stofnaði hann Crips-klíkuna, sem ber ábyrgð á fjölda morða og annarra glæpa. Hún teygir sig í dag til að minnsta kosti 42 ríkja Bandaríkjanna. Höfuðandstæðing- urinn er önnur klíka sem nefnist Bloods. Trausti Hafliðason skoðaði sögu klíkunnar. MEÐ 23 SKOTSÁR Meðlimur Bloods-klíkunnar, höfuðandstæðings Crips-klíkunnar, sýnir nokkur skotsár sem hann hefur fengið í gegnum árin. Maðurinn hefur viðurnefnið „Blóðhundur“. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES STANLEY „TOOKIE“ WILLIAMS Tookie var tekinn af lífi fyrir að myrða fjórar manneskjur árið 1981. SNOOP DOGG MERKTUR CRIPS Rapparinn Snoop Dogg hefur verið kenndur við Rollin‘ 20s Crips-klíkuna. Svo virðist sem hann hafi ekkert verið að fela tengsl sín við klíkuna þegar hann hélt tónleika í Egilshöllinni í sumar. Hann klæddist stórri blárri mussu sem svipar mjög til höfuðklútanna sem meðlimir Crips nota til að auðkenna sig. FRETTABLADID/TEITUR THE GAME MERKTUR BLOODS Rapparinn The Game hefur haft tengsl við Bloods- klíkuna Cedar Block Piru frá Compt on- hverfinu í Los Angeles. Á myndinni sést hann með rauða höfuðklútinn bundinn sem bindi og derhúfu hafnaboltaliðsins Cincinnati Reds en meðlimir Cedar Block Piru Bloods ganga með húfur þess liðs. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Blái liturinn er auðkenni Crips-klíkunnar og rauður er einkenni Bloods-klíkunn- ar. Algengt er að meðlimir gengjanna gangi með höfuð- klúta og í bolum með þessum litum. Hin síðari ár hafa meðlimir Crips gjarnan gengið í íþróttaskóm frá British Knights, skammstafað BK. Merkingin sem Crips-meðlimir leggja í þessa skammstöfun er hins vegar ekki British Knights heldur Blood Killers. Einnig auðkenna meðlimir gengjanna sig með skóreimum og beltum. Algengt er að með- limir gengja leggi aðra merkingu í ýmsar þekktar skamm- stafanir eða stafi. Bestu dæmin eru líklega derhúf- urnar. Hvert einasta íþróttalið í Bandaríkjunum framleiðir derhúfur sem meðlimir gengja taka og gera að sínum. Meðlimir Gardena Crips- gengisins frá Los Angeles ganga til dæmis með derhúfur bandaríska fótboltaliðsins Green Bay Packers. Cedar Block Piru Bloods-gengið frá Compton notar derhúfur frá banda- ríska hafnaboltaliðinu Cincinnati Reds. Þá er húðflúr mjög algengt hjá gengjum sem og ýmsar merkja- sendingar með fingrum sem eru í raun nokkurs konar táknmál sem meðlimir nota til að auð- kenna sig. Gengin hafa einnig búið til sitt eigið stafróf þar sem stafir eru skrifaðir með ákveðnum hætti. Þá er einnig vitað að meðlimir Crips forðast að nota stafinn B og Bloods að nota stafinn C, þannig biðja meðlimir Bloods um „bigarette“ í stað „cigarette“. BK MERKIR „BLOOD KILLERS“ Í skýrslu bandarísku alríkislög- reglunnar til dómsmálanefndar öldungadeildar þingsins kemur fram að helstu glæpaklíkur lands- ins séu: Mara Salvatrucha 13 Crips Bloods Black Gangster Disciples Nation Almighty Latin Kings Nation Jamaican Posses HELSTU KLÍKURNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.