Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 29
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans KEPPNISBÍLAR Hópferð á Autosport Inter- national 2006 BLS. 3 YFIRHAFNIR Góð kápa er gulli betri í rysjóttri tíð BLS. 5 YFIRVIGT Of þungur farangur getur komið sér illa BLS. 6 �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Keflvíkingurinn Guðmund- ur Jens Guðmundsson á lipran fararskjóta. Guðmundur Jens Guðmunds- son rennur áreynslulaust um götur Keflavíkur á reiðhjól- inu sínu sem er með bensín- mótor við bögglaberann. „Ég fann þennan mótor á netinu og pantaði hann frá New York. Nú er komin um tveggja mán- aða reynsla á hann og hún hefur verið góð,“ segir Guð- mundur Jens þar sem hann er stöðvaður af forvitnum blaðamanni Fréttablaðsins. Hann stígur rólega af hjól- inu og á greinilega fremur óhægt um vik að hreyfa sig. Því kemur honum vel að hafa hjólið mótordrifið. „Þetta er bensínmótor sem tekur 0,7 lítra og á þeirri lögg kemst ég 20 kílómetra þegar svona kalt er en ætti að komast um 30 kílómetra í sumar. Þá get ég skroppið í lengri túra, út í Garð og víðar,“ segir hann ánægjulega. Guðmundur Jens kveðst áður hafa verið með hleðslubatterí á hjólinu sem dugði 8-10 kílómetra og vó um 8 kíló. Bensínmótorinn vegur hins vegar bara 4 kíló fullur svo kostirnir eru ótvíræðir. ■ Kemst langt á lögginni Reykjavík 11.11 13.34 15.58 Akureyri 11.21 13.19 15.17 Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 7. janúar, 7. dagur ársins 2006. Englandsdrottningin býr í einhverju sem kallast Bökkling- höllin! KRÍLIN Guðmundi Jens eru allir vegir færir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mótorinn vegur 4 kíló fullur af bensíni. Michelin hefur tekið þá ákvörð- un að innkalla s u m a r h j ó l - barða af gerð- inni Michel- in Pilot Sport 255/35 ZR20 97Y ExtraLoad. Þetta hefur verið ákveð- ið eftir nákvæma skoðun á hjólbörðum sem kvartað hafði verið undan og þeim skilað aftur. Skoðunin hefur að sögn danska tíma- ritsins Motormagaz- inet leitt í ljós mis- ræmi sem í vissum tilfellum getur leitt þess að dekkið tapi loftinu skyndilega. Hönnuðurinn Phoebe Philo hefur sagt stöðu sinni lausri hjá Chloe tískuhúsi. Philo gat sér gott orð þau fjögur ár sem hún hannaði fyrir Chloe og er hún að hætta til að sinna nýfæddu barni. Augun beinast nú að Roland Mouret sem fyrir tveim mánuðum hætti hjá tískufyrir- tækinu sínu í London. Talið er að hann muni koma í stað Philo en það hefur ekki verið staðfest. Ferðaskrifstofurnar eru flest- ar farnar af stað með bókanir í borgar- og sérferðir fyrir árið 2006 og nokkra áfangastaði fyrir sumarið 2006. Þeir sem hafa hug á að fara í páskaferðir út fyrir landsteinana ættu að panta sem fyrst þar sem ekki líður á löngu þar til uppselt verður í páskaferðirnar. Smáralind hefur breytt opnunartíma verslanna sinna á fimmtudög- um. Verslanir verða nú opnar til klukkan níu öll fimmtudags- kvöld. LIGGUR Í LOFTINU [ BÍLAR FERÐIR TÍSKA ] FÖT BRESKA HÖNNUÐARINS VIVIENNE WESTWOOD MUNU INNAN SKAMMS VERÐA TIL SÖLU Í VERSLUNNI KRONKRON Á LAUGAVEGI. ÞAÐ ER MJÖG SPENNANDI OG MIKILL HEIÐUR AÐ FÁ AÐ SELJA HÖNNUN HENNAR, SEGIR HUGRÚN ÁRNA- DÓTTIR VERSLUNAREIGANDI. Vivienne Westwood er einn af frægustu tískuhönnuðum heims og munu íslenskir tískuunnendur eflaust fagna mjög þeim fréttum að eftir nokkrar vikur verður hægt að kaupa hönnun hennar í versluninn Kronkron, Lauga- vegi 55. Hugrún Árnadóttir á og rekur Kronkron ásamt Magna Þorsteinssyni, manni sínum, og segir frábært að fá að selja hönnun Vivienne. „Það getur ekki hver sem er fengið umboð til þess þannig að þetta er í raun mikill heiður,“ segir Hugrún. „Ég valdi það úr línu Westwood sem mér fannst mest spennandi og þær flíkur verða til sölu í versluninni.“ Hönnun Vivienne Westwood bætist þá við í flóru hönnuða sem eru til sölu í Kronkron en Hugrún og Magni leggja áherslu á að selja vörur framsækinna og spennandi fatahönnuða. Vivienne Westwood á Íslandi TAKTU NÆSTA SKREF FRJÁLS ÍBÚ‹ALÁN F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 Frjáls íbú›alán eru ver›trygg› fasteignalán me› föstum 4,35% vöxtum sem eru endursko›a›ir á fimm ára fresti. fiú hagar ö›rum bankavi›skiptum eins og flér s‡nist og kaupir n‡tt húsnæ›i e›a endurskipuleggur fjár- haginn. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í síma 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. LÁNUM TIL KAUPA E‹A ENDURBÓTA DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.* Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár 4,35% vextir 18.575 kr. 5.474 kr. 4.400 kr. *Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta VEXTIR 4,35% Kjóll úr sumarlínu Vivienne Westwood 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.