Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 49
13■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { skólar og námskeið } ■■■■
Margir eiga erfitt með að halda sér
við efnið þegar lesnar eru lang-
ar námsbækur eða vinna ritgerðir
aldrei fyrr en nóttina fyrir skiladag.
Flestir kannast við það að hafa ein-
hvern tíma verið kvíðnir fyrir próf
og finnast þeir ekki muna nægilega
margt.
Á vef Námsgagnastofnunar má
finna ítarlegar leiðbeiningar um
námstækni á slóðinni nams.is/nam-
staekni. Þar er meðal annars farið
í minni og einbeitingu, prófkvíða,
jákvætt hugarfar, glósur, ritgerða-
smíð og tímaskipulag og fólki leið-
beint í því skyni að bæta námsár-
angurinn.
Öllum óöruggum námsmönn-
um er bent á að sækja sér hjálp á
síðuna og vonandi mun það hafa
jákvæð áhrif á nám sem flestra.
Bættu
námstækni
Eflaust er hægt að komast að því á vefn-
um hvort þessi lestrarstaða er vænleg til
árangurs.
Námskeiðið Viltu verða Idol stjarna
er haldið hjá Námsflokkum Hafnar-
fjarðar í vetur. Aðalmarkmið nám-
skeiðsins er að leyfa þáttakendum
að fyrst fá verulega útrás fyrir
söng- og tjáningaþörf sína. Þátttak-
endum verður leiðbeint hvað varð-
ar raddbeitingu, öndun, lagaval og
framkomu svo dæmi séu tekin.
Kennt í alvöru söngkerfi. Frekari
upplýsingar: bellag@simnet.is.
Idol-stjarna
„Ein nýjungin okkar í vetur er nám-
skeið haldið með aðstoð þjálfara frá
erlendu fyrirtæki sem tekur mið
af leiðtogahæfileikum pólfarans
Ernests Shackleton,“ segir Hildur
Elín Vignir, forstöðumaður þjálf-
unarlausna hjá IMG. Shackleton
þessi þótti sýna fádæma leiðtoga-
hæfileika þegar skip hans strand-
aði á Suðurskautslandinu snemma
á síðustu öld og áhöfnin þurfti að
hafast þar við í tvö ár áður en hún
bjargaðist.
Námskeiðahald IMG hefur verið
í þróun í níu ár og nýjungarnar
eru enn fleiri. „Skrifstofufærni er
nýtt námskeið hjá okkur. Þar kenn-
um við hinum almenna skrifstofu-
manni framkomu, þjónustu, mark-
miðasetningu, verkefnastjórnun og
fleira.“
Flest námskeiðin á vegum IMG
eru stjórnunar- eða rekstrartengd
en einnig eru ýmis námskeið í boði
fyrir fólk sem vill bæta persónu-
lega færni, meðal annars skapandi
hugsun og fjölmiðlaframkomu.
„Svo höldum við eitt námskeið sem
heitir „Á leið út í atvinnulífið“ og er
ætlað fólki á leið úr námi í vinnu,“
segir Hildur.
Eftir námskeið fær fólk í hend-
urnar skjal sem staðfestir þátt-
tökuna. Hildur segir eftirspurn-
ina sívaxandi og að oft sé litið til
námskeiðasetu sem þessarar þegar
kemur að atvinuumsóknum.
Þorri námskeiða IMG er ein-
ungis haldinn ef eftirspurnin er
nægjanleg eða ef fyrirtæki óska
sérstaklega eftir því. Nokkur opin
námskeið standa þó öllum til boða
hverja önn auk lengri námsleiða
sem eru nokkrir tugir klukkustunda
að lengd.
Litið til námskeiðasetu við mannaráðningar
IMG er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins og hefur á boðstólum fjöldann allan af námskeiðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Áhugasamir námskeiðsgestir skemmta sér og fræðast.
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8