Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 38
VERT ER AÐ FYLGJA EFTIRTÖLDUM RÁÐUM TIL AÐ VIÐHALDA MINNINU OG EFLA. ● Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heil- brigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. ● Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu að heilinn er eins og vöðvi að því leyti að hann þarf að þjálfa. ● Lærðu utan að. Veldu uppáhalds ljóð- ið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. ● Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleymir andlitum og nöfn- um hraðar en þeir sem reykja ekki. ● Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heils- unni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúkdóma sem hafa slæm áhrif á minnið. ● Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná að minnsta kosti átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. ● Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíómynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. ● Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta. 2 Ökunám í fjarnámi !!!! Hjá Ekil ökuskóla getur þú tekið bóklegt ökunám heima í tölvunni. Þægilegur kostur að geta unnið námskeiðið þegar þér hentar. Skoðaðu þetta á ekill.is Ekill ökuskóli býður einnig upp á aukin ökuréttindi, skráningar á næstu námskeið eru þegar hafin. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is „Það er magnað að lesa verk Thors, þau kalla á mikla athygli og jafn- framt á nokkuð öðruvísi lestur en við eigum að venjast í hefðbundn- um skáldsögum,“ segir Ástráð- ur Eysteinsson, sem mun stjórna námskeiðinu Dögum mannsins hjá Mími, sem fjallar um verk Thors Vilhjálmssonar. Hann segir marga finna fyrir viðnámi í verkum Thors en hann ætli að velta fyrir sér hvernig ritverk þetta séu og stöðu lesendans gagnvart þeim. „Thor gerir kröfur til lesandans en ég ætla að fjalla dálítið um það og vonandi losnar eitthvað úr læðingi,“ segir Ástráður. Námskeiðið kom að einhverju leyti til vegna ritþings sem haldið verður í Gerðubergi 21. janúar, þar sem fjall- að verður um verk Thors. Samhliða því verður sett upp sýning á verkum hans í Gerðubergi og mun einu af þeim fjórum kvöldum sem námskeið- ið spannar vera varið á sýningunni þar sem Harpa Björnsdóttir myndlist- armaður mun leiða þátttakendur um sýninguna, í einhverjum tengslum við ritverkin. „Hin þrjú kvöldin verða í mínum höndum, þar sem fyrirlestr- um og umræðum er blandað saman auk þess sem Thor sjálfur mun kíkja í heimsókn auk annarra góðra gesta,“ segir Ástráður. Hann segist ekki ætla að setja upp neina leslista, enda sé námskeiðið stutt og fólk eigi misgott með að lesa mikið, en námskeiðið eigi bæði að höfða til þeirra sem þekkja verk Thors og þeirra sem eru að kynnast þeim í fyrsta sinn. „Ég verð með textadæmi sem ég legg til að fólk lesi og ef fólk getur lesið heilu skáldsögurnar fellur það vel inn í.“ Af nógu er að taka, enda hafa komið út eftir Thor ríflega þrjátíu frumsamdar bækur og fjöld- inn allur af þýðingum og hann er enn að. Fyrsta bók Thors, sem heitir Maðurinn er alltaf einn, kom út árið 1950 og teygir ferill hans sig því yfir meira en hálfa öld. Mögnuð og kröfuhörð verk Dagar mannsins er heiti á námskeiði hjá Mími sem Ástráður Eysteinsson prófessor mun stjórna í samstarfi við Menningarmiðstöð Gerðubergs. „Thor gerir kröfur til lesandans, en ég ætla að fjalla dálítið um það og vonandi losnar eitthvað úr læðingi,“ segir Ástráður. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nám við Tungumálamiðstöðina er opið öllum nemendum Háskóla Íslands auk þess sem kennarar við skólann sækja þar endurmenntunarnámskeið. Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöð- umaður miðstöðvarinnar, segir námið fyrst og fremst vera nemendastýrt. „Nemendur geta skráð sig á námskeið sem metin eru til eininga og þá njóta þeir fulltingis tungumálakennara sem þeir hitta reglulega. Annars er miðstöð- in opin nemendum og starfsmönnum HÍ daglega. Þangað geta þeir komið og hafa óheftan aðgang að öllum okkar gögnum.“ Í miðstöðinni standa til boða erlendar sjónvarpsstöðvar, kvikmynd- ir, bækur, hljóðbækur, orðabækur og ógrynni af öðrum námsgögnum. Boðið er upp á nám í sex tungu- málum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku. Segir Eyjólfur námið nýtast þeim sérstak- lega vel sem vilja viðhalda þeirri kunnáttu sem þeir öfluðu sér í fram- haldsskóla. Eyjólfur segir að reynt sé að tengja tungumálanámið sérsviði hvers og eins í háskólanum. Þannig geti heimspekinemi til dæmis lesið heimspekirit á tungumáli að eigin vali. Þetta geti komið að meira gagni en að sitja almenn námskeið í við- komandi tungumálum. Í Tungumálamiðstöðinni er einnig hægt að taka tvenn stöðupróf í erlend- um málum, Deve-prófið í spænsku og TestDaF-prófið í þýsku, en innganga í þýska háskóla er háð því skilyrði að umsækjandi hafi staðist það próf. Tungumálamiðstöðin er í kjall- ara Nýja garðs og er opin frá átta að morgni til sex síðdegis. Ókeypis fyrir nemendur HÍ Nemendur við Haskóla Íslands eru svo sannarlega ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar námsframboð. Í Tungumálamiðstöð HÍ er hægt að leggja stund á tungumálanám sam- hliða öðru námi. Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamið- stöðvarinnar, býður háskólanemum nám í sex tungumálum. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að bila og er áberandi minnis- leysi oft merki um öldrun. Minn- isleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri, í mismiklum mæli þó. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hins vegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda getur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugur- inn dvelur við mikilvæg úrlausnar- efni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heil- brigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefnleysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Í námi skiptir gott minni sköpum Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýr- mætt enda er það hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.