Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 40
4 Myndlestur kom fyrst fram á sjónar- sviðið í Bandaríkjunum fyrir tuttugu árum og er nú kenndur í 31 landi. Myndlesturinn er sagður henta öllum sem hafa áhuga á að geta lesið mikinn texta vel á stuttum tíma. „Myndlestur er miklu öflugri en það sem yfirleitt er kallað hraðlestur,“ segir Jóna Björg Sætran, uppeldis- og menntunarfræðingur og eini viður- kenndi myndlestrarkennari landsins. „Háskólanemar sem lokið hafa hjá mér námskeiði tala hreinlega um lífið fyrir og eftir myndlestur.“ Jóna segist alls ekki hafa haft trú á aðferðinni í fyrstu. „Ég kynntist þessu af tilviljun fyrir fáeinum árum og þá fannst mér þetta svo lygilegt að ég afskrifaði þetta án umhugsunar.“ Hún hefur hins vegar orðið áþreifanlega vör við það í sínu starfi hve margir flosni upp úr námi vegna erfiðleika með að þröngva sér í gegnum doðr- antana sem námið krefst. Því ákvað hún að skoða myndlesturinn nánar og komst snemma að því hversu vel hann reyndist. „Flestir þrefalda hraðann strax eftir námskeiðið en það sem ger- ist líka er að einbeitingin magnast og skilningurinn á efninu eykst til muna,“ segir Jóna. „Þetta byggist í raun á því að maður notar undir- meðvitundina á meðvitaðan hátt.“ Myndlesturinn er fimm þrepa ferli sem hefst á slökun og undir- búningi. Seinna er textinn lesinn með svokölluðum myndafókus, þannig að horft er á textann eins og um mynd sé að ræða. Fyrst þegar þetta hefur verið gert finnst lesandanum hann ekkert muna en það kemur síðan í ljós þegar efnið er rifjað upp að hann kannast við megnið eftir skimunina. „Það eru ekki nema 4 til 11% af efni texta sem skipta raunverulega máli fyrir merkingu hans. Afgang- urinn er bara uppfyllingarefni sem notað er til að gera textann læsilegri og fallegri. Myndlestrinum er ætlað að sía merkinguna úr textanum á sem fljótlegastan hátt,“ segir Jóna og bætir við að þessi tækni geti meira að segja hjálpað lesblindum að yfirstíga mörg sinna vandamála. „Ég hef ekkert fengið nema góð viðbrögð frá öllum sem hafa setið námskeiðið hjá mér.“ Gylfi Sigurðsson sat námskeið- ið hjá Jónu og staðfestir allt sem hún segir. „Þetta virkar. Það er ekki nokkur spurning,“ segir hann. „Ég get lesið texta á örfáum klukkutím- um sem tók mig áður tvær eða þrjár dagsstundir að komast í gegnum og skilningurinn er mun betri.“ Námskeiðin eru fimmtán klukku- stundir og ný námskeið hefjast um miðjan janúar. Jóna Björg Sætran myndlestrarkennari. Þátttakandi í námskeiðinu niðursokkinn í undirbúning. Í Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð má finna manneskj- ur af öllum stærðum og gerðum á öllum aldri - og jafnvel einhverjar sem ekki líta á námið sem starfs- þjálfun eða aðgöngumiða að fram- haldsnámi, heldur njóta einfaldlega fræðslunnar. Ida Semey, deildarstjóri Öldunga- deildarinnarinnar, segir að reglu- lega útskrifist fólk úr deildinni sem löngu hafi yfirgefið atvinnuheiminn og hyggist tæplega snúa þangað aftur. Nú síðast í haust hafi kona á áttræðisaldri útskrifast úr deildinni með stúdentspróf. Deildin tekur einnig á móti fjöl- mörgum sem hafa ákveðið að ljúka loks framhaldsnámi eftir ára- eða áratugalanga fjarveru frá námi. Öldungadeildin er þægilegur kostur fyrir þá sem vilja stjórna námsyfir- ferðinni vegna þess að engar kröfur eru gerðar um lágmarkseininga- fjölda hverja önn. Algengt er að ellilífeyrisþegar leggi stund á háskólanám ánægjunnar vegna og það hlýtur að teljast góð leið til að verja ævikvöldinu, að minnsta kosti síst verri en hver önnur. Næst þegar eitthvert unglambið barmar sér yfir seinagangi í námi væri réttast að benda á þessar stað- reyndir. Tíminn er nægur. Aldrei of seint að læra Það er aldrei of seint að næla sér í menntun eða afla sér fróðleiks og þá gildir einu hvaða menntunarstig um ræðir. Nám samhliða starfi nýtur vin- sælda nú sem aldrei fyrr. Endur- menntun Háskóla Íslands, sem hefur starfað í rúm tuttugu ár, er einn af þeim fjölmörgu kostum sem námsfúsir á vinnumarkaðin- um hafa úr að velja. Í vor býður Endurmenntun upp á nýtt námskeið um erfið samskipti íslamskra ríkja við Vesturlönd sem kallast Átök sið- menningarsvæða. Á námskeiðinu verða róttækar pólitískar hreyf- ingar múslima skoðaðar, þróun hugmyndafræðinnar rakin og fjallað um heimsmynd múslima og viðhorf þeirra til vestrænna samfélaga. Uppgangur þessara róttæku hreyfinga verður metinn á guð- fræðilegum, félagslegum, efna- hagslegum og pólitískum for- sendum og hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum verður brot- ið til mergjar. Annað nýtt námskeið sem verður í boði í vor er útivistar- námskeiðið Á vit náttúrunnar, þar sem farið verður yfir undir- stöðuatriði fjölskylduvænnar úti- vistar. Farið verður kerfisbundið í allar tegundir útivistar við sem ólíkastar aðstæður og nauðsyn- legur búnaður og undirbúningur kannaður. Rætt verður um til- gang og siðfræði útivistar auk þess sem vísað verður á heppileg útivistarsvæði. Nánari upplýsingar um þessi námskeið og mörg fleiri má finna á vef Endurmenntunar, endur- menntun.is. Íslam og útivist Þessir hafa kannski sótt bæði útivistar- og íslamnámskeiðið hjá Endurmenntun? Miklu öflugri en hraðlestur PhotoReading, eða myndlestur, er lestrar- og námstækni sem nú stendur Íslendingum til boða að læra í fyrsta sinn. Með aðstoð hans má margfalda lestrarhraðann og auka skilning á efninu. ■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ “Kom skemmtilega á óvart. Mjög vel skipulögð og góð kennsla. Frábær kennari og gott námsefni!” Aldís Einarsdóttir, 39 ára Háskólanemi. ...næsta námskeið hefst 30. janúar ...SELFOSS 25. janúar Skráning er hafin á www.h.is og í síma 586-9400. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurð, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.