Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 10
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hugur og líkami endist betur ef vel er um hirt. Komdu í Rope Yoga Frábært verð 4 vikur kr.9900 Nýtt námskeið byrjar 16. janúar Mánud. Miðvikud. og föstud. Kl. 6.30, 7.30, 18.30 og 19.30 Sími. 565-0760. Hámark 10 manns í tíma. Kennari: Kristín Björg Vinstri áherslur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er ágætt og öflugt stéttarfélag en frá því heyrast stundum einkennileg við- horf sem ólíklegt er að eigi sérstakan hljómgrunn meðal almennra félags- manna. Þetta kann að stafa af því að formaður samtakanna er Ögmundur Jónasson alþingismaður, sem óhætt mun að segja að sé lengst til vinstri allra íslenskra stjórnmálamanna. Fyrir stuttu síðan sendi Ögmundur - afsakið BSRB - frá sér áskorun um að samningaviðræður á vegum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar - Doha-viðræðurnar svokölluðu - verði stöðvaðar þar til „samningar hafa tekist um nýjar samningsforsendur og lýðræðislegri og opnari vinnubrögð“ eins og það var orðað. Tilgangur Doha-viðræðnanna er sem kunnugt er að auka frelsi í viðskipt- um landa á milli. Staðreyndir BSRB er þeirrar skoðunar að Doha- viðræðurnar hafi ekki leitt til aukinnar hagsældar alþýðu manna. Bil milli ríkra og snauðra hafi breikkað, atvinnuleysi í fátækasta hluta heimsins hafi aukist og tök fjölþjóðlegra auðhringa á efnahags- starfsemi í heiminum styrkst. Er þetta rétt? Fellur allur ábatinn af viðskipta- frelsi og alþjóðavæðingu til auðstétt- anna á Vesturlöndum? Staðreyndir benda í aðra átt, segir Ýmir Örn Finnbogason viðskiptafræð- ingur í grein á Deiglunni í gær. „Þegar efnahagsþróun fátækustu ríkja heims síðastliðin 40 ár er skoðuð kemur nokkuð athyglis- vert í ljós. Efnahagsvöxtur í fátækjum ríkjum er mestur hjá þeim ríkjum þar sem þátttaka í alþjóðavið- skiptum fer vaxandi. Vöxtur í fátækum ríkjum er minnstur þar sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum vex hvað minnst,“ skrifar hann. Opna markaði Ýmir Örn bendir á að tölur sýni að hagvöxtur sé mun hraðari hjá fátæk- um opnum hagkerfum en hjá ríkum hagkerfum. „Þannig fer munurinn milli þeirra minnkandi. Fátæk lokuð hagkerfi vaxa hins vegar hægar en þau ríku þannig að munurinn fer vaxandi. Ástæð- una er að finna í afstöðu ríkja til frjálsrar verslunar og þátttaka í alþjóðavæðing- unni.“ Niðurstaða hans er að það skipti miklu máli fyrir fátækustu lönd heimsins að opna eigin markaði og taka þátt í alþjóðavæðingunni. Það sé öruggasta leiðin til aukins hagvaxtar. gm@frettabladid.is Á meðan við Íslendingar eyddum fimm hundruð milljónum í flugelda; í þann mund sem kauphækkanir æðstu embættismanna og starfslokasamningar virðulegra forstjóra náðu nýjum hæðum; þessa sömu vikudaga dundaði ég mér við að lesa Hugsjónaeld, minningar um Einar Olgeirsson og raunar þar á undan var ég nýbúinn að leggja frá mér bókina hans Gylfa Gröndal, Fólk í fjötrum. Hvort tveggja bækur sem lýsa því hyldýpi lífskjara sem Íslendingar bjuggu við og því hyldýpi, sem er á milli þeirrar veraldar sem var og þeirra tíma við lifum nú. Þetta var þörf lesning. Hvað var það sem heillaði mig við þessar bækur? Af hverju höfða þær svona sterkt til mín? Um fátækt og basl síðustu aldar, um kommúnista, sem sat uppi með steinbarn í maganum, eins og Laxness hefði orðað það. Um liðna tíð, um veröld sem var, tíma, sem vonandi koma aldrei aftur og koma okkur ekki við, þegar til framtiðar er horft. Eða hvað? Saga íslensku þjóðarinnar langt fram eftir síðustu öld, var saga misskiptingar, misréttis og mannvonsku. Stærsti hluti þjóðarinnar bjó við skort, hvort heldur til sjávar eða sveita. Vistarbandið var ekkert annað en þrælahald og íslenskur „aðall“, íslenskur verkalýður, var réttlaus og allslaus. Um það vitna þessar bækur. Og allt var þetta svona, til skamms tíma, rétt handan hornsins. Afar okkar og ömmur upplifðu þetta ástand. Við eigum öll, hin íslenska þjóð, uppruna okkar í þessari vesöld og vosbúð. Við eigum öll þessar rætur. Jú, jú, einstaka fjölskylda, velstæðir sjálfseignabændur eða dugmiklir útvegsmenn komu ár sinni fyrir borð, en allur þorri fólks getur rakið ættir sínar til þeirra tíma, þegar forfeður þeirra stunduðu vinnumennsku í blautum hosum, í lekum vistarverum, með ómegð barna, í kaldri vist og á vergangi og áttu sér enga framtíð aðra en þá að hokra sem leiguliðar í kotum og kofum. Flúðu seinna á mölina þar sem kjallaraholurnar tóku við, atvinnuleysið, réttleysið, heilsuleysið. Það er ekki svo ýkja langur vegur, frá kösinni á Laugaveginum á Þorláksmessu, sem fyllti búðirnar, til þeirra forfeðra okkar, sem ólu aldur sinn við þá sömu götu, í kreppu og kaldri vist. Auðvitað er ástæða til að fagna þeirri lífskjarabyltingu sem orðið hefur Íslandi á undanförnum árum. En það er svo ótrúlega stutt síðan annað var upp á teningnum. Barátta upp á líf og dauða. Barátta gegn fátæktinni. Baráttan fyrir frelsinu. Og þarf þá nokkurn að undra, þótt ungir fullhugar, hug- sjónamenn fyrri tíma, hafi fyllst eldmóði til að bæta kjörin, gefið valdsmönnum langt nef og bar- ist fyrir lifibrauði og sjálfsögð- um mannréttindum. Maður eins og Einar Olgeirsson var löngum atyrtur og hrakyrtur í orrahríð stjórnmálanna á sinni tíð. Heiftin var slík á þeim tímum að menn af hans sauðahúsi voru ofsóttir og útilokaðir frá vinnu. Fullfrískir verkamenn, jafnvel konur, þurftu að búa við þá niðurlægingu að standa í biðröð á hverjum morgni, í þeirri von að allsráðandi verk- stjórinn aumkaði sig yfir þau og úthlutaði þeim starf við uppskip- un einn dag í einu eða jafnvel ekki lengur en til hádegis. Engir kaffitímar, ekkert yfirvinnukaup, engar tryggingar, engin réttindi, ekkert lífsviðurværi. Þetta var auðvitað ekkert annað en þræl- dómur af verstu gerð og við þetta mátti alþýða landsins una, fram á sjötta og sjöunda áratug síð- ustu aldar. Ég þekki enn fólk sem bjó við þetta hlutskipti. Skyldi nokkurn undra þótt stórhuga eld- hugar þessarar kynslóðar hafi gerst byltingarmenn og komm- unistar? Hvað sagði ekki Ólafur Thors við Einar: „Ef ég væri af fátæku fólki kominn, þá mundi ég líka vera kommúnisti“. Þegar við lítum yfir farinn veg í sögu þessarar þjóðar og miklumst af framförum og frelsi og þeim forréttindum að búa við hagsæld, velferð og góðan efnahag, þá er það þessu fólki að þakka, grasrót þjóð- arinnar, alþýðunni, sem barðist til mannréttinda, rétti úr sér frammi fyrir auðvaldinu og yfirvaldinu, skóp þann jarðveg, það réttlæti, að hver maður, hversu lágt hann er settur í mannvirðingarstiganum og manngreinarálitinu, á sér tilveru- rétt og tilkall til sömu tækifæra og lífsgæða og aðrir. Við erum öll sprottin úr þeim jarðvegi. Úr þeirri veröld sem var. Þangað sækjum við velsældina. Og manndóminn. Þessum manndómi eigum við ekki að glutra niður í ofgnótt og ofurlaunum, ekki misbjóða sigrum velsældarinnar og frelsisbaráttu forfeðranna, með því að fara úr öskunni í eldinn. Úr fjötrum fátæktarT íminn virðist ætla að vinna með þeim sem vilja koma í veg fyrir Norðlingaölduveitu, og að Þjórsárver og umhverfi þeirra fái að lifa óskert í þeirri mynd sem þau eru í dag. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því þótt settur umhverfisráðherra Jón Kristjánsson hafi unnið að úrskurði um Norðlingaölduveitu af samviskusemi, eins og hans var von og vísa, þá var óhjákæmi- legt að einhver röskun yrði á nánasta umhverfi Þjórsárvera, þó svo að margir varnaglar væru slegnir í úrskurðinum. Núverandi umhverfisráðherra ætti að taka af skarið við þessar aðstæður og gefa út afdráttarlausa yfirlýs- ingu um friðun næsta nágrennis Þjórsárvera, þar sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir vegna Norðlingaöldu- veitu. Þjórsárver eru einstakt svæði sem skilyrðislaust á að vernda. Það er ekki aðeins að þau sé mikilvæg fyrir náttúru Íslands, held- ur eru Þjórsárver viðurkennt votlendissvæði samkvæmt alþjóða- samningum sem við Íslendingar erum aðilar að. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að meirihluti umhverfisnefndar Alþingis er á móti Norðlingaölduveitu, og þannig hefur áhugamönnum um verndun Þjórsárvera bæst mikilvægur liðsauki. Núverandi umhverfisráðherra ætti að taka af skarið við þessar aðstæður og gefa út afdráttarlausa yfirlýsingu um friðun næsta nágrennis Þjórsárvera, þar sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir vegna Norðlingaölduveitu. Þá mundi hún standa undir nafni sem ráðherra umhverfismála, en ekki vera að þvæla þessu máli til og frá í kerfinu með vísan til torskilinna lagakróka. Menn verða að staldra við varðandi náttúru Íslands og virkjanamál. Kárahnjúkavirkjun er staðreynd, og þar verður ekki aftur snúið. Reyndar var landsvæðið í kring um Kárahnjúka og þar suður af svo til óþekkt öðrum en gangnamönnum og fuglum himinsins áður en umræðan um virkjunina hófst. Allt öðru máli gegnir um Þjórsárver og nágrenni. Reyndar er það svo að Kárahnjúkavirkjun hefur vakið marga af værum blundi um umhverfismál og er það vel, en þegar upp er staðið verður þetta svæði áreiðanlega eftirsótt af ferðamönnum, sumar sem vetur, því þarna verður auðvelt að komast um, bæði til að skoða hin miklu virkjunarmannvirki og náttúruna í kring. Augu manna beinast nú í auknum mæli að jarðhitavirkjunum, og þannig er líklegt að miklar virkjanir verði á Þeistareykjasvæðinu, ef niðurstaðan af staðarvali fyrir álver á Norðurlandi verði sú að því verði valinn staður á Húsavík, eins og margt bendir til. En það þarf líka að fara varfærnum höndum um náttúruna, þótt um sé að ræða jarðvarmavirkjanir. Þeim fylgja líka háspennulínur og vegagerð um viðkvæm svæði, þannig að það er ekki allt fengið með slíkum virkjunum. Það þarf ekki að leita langt út fyrir höfuðborgina til að sjá hvernig friðsælt og gott útivistarsvæði á Hellisheiði hefur breyst í háspennumastraskóg og allt í kring eru blásandi borholur. Þarna er nú unnið í kapp við tímann við að virkja þann mikla jarðhita sem er í iðrum jarðar, og allt þetta byggist á því að orkuverðið hér er hagstætt stóriðjufyrirtækjunum. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Umhverfisnefnd Alþingis á móti Norðlingaölduveitu. Hlífum Þjórsárverum Í DAG UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI ELLERT B SCHRAM Hvað sagði ekki Ólafur Thors við Einar [Olgeirsson]: „Ef ég væri af fátæku fólki kominn, þá mundi ég lika vera kommúnisti“. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.