Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 72
Leikarar Ólafur Steinn Ingunnarson útskrifaðist síðasta vor, og var það besta við leikritið Frelsi sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Ólafur mun áfram birtast á fjölum leikhúss allra landsmanna, og var nú síðast í Túskildingsóperunni. Nemendaleikhúsið setti í haust upp leikritið Forðist okkur byggt á teiknimyndasögum Hugleiks Dagssonar og Þrjár systur eftir Tsjekhov, og hefur hópurinn uppi hugmyndir um að halda sam- starfi áfram að útskrift lokinni í anda Vesturports, Annars virðist leiðin að leikhúslífi Reykjavíkur liggja í gegnum Akureyri þessa dagana. Norðanstrákarnir Jói og Gói verða báðir í Litlu hryll- ingsbúðinni. Maríanna Clara Lúthersdóttir var þar í stóru hlutverki í fyrra og Vigdís Pálsdóttir fer norður seinna í mánuðinum. Sú leikkona sem hefur slegið hvað mest í gegn á undanförnum mánuðum er Halla Vilhjálmsdóttir, sem útskrifaðist nýlega frá RADA leiklistarskólanum í London og er einnig með 5. stig í söng. Hennar fyrsta hlutverk eftir heimkomuna er eitt aðalhlutverkið í jólaleikriti Þjóðleikhússins. Anita Briem útskrifaðist einnig frá RADA og er til alls líkleg. Parið Ólafur Egill og Esther Talia Casey eru búin að koma sér nokkuð vel fyrir og eru við það að vaxa upp úr að teljast ein- ungis efnileg, Og Arnbjörg Hlíf útskrifaðist fyrir ein- ungis þremur árum en er þegar orðin fastur punktur í leikhúslífi þjóðarinnar. Fyrir ekki löngu síðan þekktu allir alla á Íslandi og enginn stóð upp úr samfélaginu nema stöku ráðherra og kaupmaður sem fólk hneigði sig fyrir ef þeir sáust á götum úti. Nú er öldin önnur, þeir sem þykja fallegri, ríkari og í sumum tilfellum jafnvel hæfileikaríkari en aðrir ganga um bæinn með jötunsskrefum, standa í sviði í London, kaupa Búlgaríu og leikstýra heimsfrægum leikurum, Heill iðnaður hefur sprottið upp í kringum hin útvöldu, sem sýna okkur hvernig þau búa, hvar þau skemmta sér og hvenær þau skilja. En hverjir eru líklegir til að komast í hóp hinna útvöldu á næsta ári? 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR32 GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR LISTAMAÐUR ARNBJÖRG HLÍF VALSDÓTTIR LEIKKONA DAGUR KÁRI PÉTURSSON LEIKSTJÓRI ELÍN HANSDÓTTIR MYNDLISTARNEMI ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON, LEIKARI OG LEIKSTJÓRI ÓLAFUR STEINN INGUNNARSSON GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR SKÁLD KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR SKÁLDKONA, HÖF- UNDUR KJÖTBÆJARINS ÞÓRIR TRÚBADOR Tónlist Mikið er að gerast í tónlist eins og vanalega, þótt alltaf sé löng bið á því að það besta rati í útvarp og yfirleitt þarf útlendinga til að upp- götva íslensku neðanjarðarsenuna. En Músiktilraunir ná enn að vera ágætis mælikvarði á það besta úr bílskúrunum. Enn er beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu plötu sigurvegaranna 2004, Mammút. Sigurvegararnir í fyrra, Jakobínar- ína, hafa verið á fljúgandi keyrslu, hituðu upp fyrir White Stripes og hafa fengið lag í spilun, en eiga enn eftir að leggja lokahönd á frumburð í fullri lengd. Önnur Músíktilrauna- hljómsveit sem hefur vakið forvitni tónlistaráhugamanna er We Painted Walls, sem samanstendur af þeim Loga og Júlíu sem kynntust við að mála veggi sumarið 2004. Útlitslega minna þau í fyrstu á White Stripes, en tónlistarlega eru þau meira í ætt við Belle and Sebastian, og hefur þeim verið lýst sem nokkurskonar No Wave kántríindí. Bertel hafa líka tekið þátt í til- raunum, og byrjuðu sem dauðarokkarar en eru nú að færast í áttina að synthpoppi ala Hot Chip. Þórir hefur einnig verið nefndur til sögunnar, en eftir aðra plötu sína telst hann fremur góður en efnilegur. Hölt hóra er ein besta tónleikasveit bæjarins, en á enn eftir að koma því til skila á plötu. Listafólk á leiðinni inn Bækur Nýhil-verksmiðjan hefur verið að framleiða efnilega höfunda á færibandi. Eiríkur Norðdal gaf út fyrstu skáldsögu sína, Hugsjóna- drusluna, fyrir þarsíðustu jól, og Ófeigur gaf út sína fyrstu fyrir síðustu undir merkjum Traktors, Óttar M. Norðfjörð gaf út skáld- söguna Barnagælur á vegum Eddu og Kristín Eiríks gaf út ljóðabókina Kjötbæinn í fyrra hjá Bjarti. Öll hafa þau áður tekið þátt í ljóðaútgáfu Nýhils. Eitt efnileg- asta skáld hópsins, Haukur Már, á þó enn eftir að gefa út frumraun í fullri lengd. Tveir af þeim sem vöktu hvað mesta athygli með fyrstu skáldsög- unum sínum fyrir jól eru Stefáns- bræður Hermann og Jón Hallur. Fyrsta bók Hermanns, Sjónhverf- ingar, var á mörkum skáldskapar og fræðimennsku og með Stefnu- ljós sýnir hann enn tvístígandi við skáldsöguheiminn, en stórir hlutir eru í vænd- um ef hann tekur skrefið til fulls. Jón Hall- ur hefur verið útnefndur Krónprins Bjart- smanna og vona menn þar á bæ að hann taki við kórónu Vetrarkóngsins Arnalds í Þýskalandi. Jón Atli Jónasson hefur enn sem komið er unnið stærri sigra í leikrit- un en skáldskap, en er til alls vís. Fyrsta bók Eiríks Bergmanns Einarssonar, Glapræði, er kölluð skemmtisaga, og spurning hvað gerist ef hann fer að taka sig alvarlega, því fyrsta bókin var vissulega nokkuð skemmtileg. Birgittu Jónsdóttur tókst eftir mikið puð að koma frumraun sinni, Dag- bók Kamelljónsins, frá sér og hefur hún fengið ágætis viðtökur. Sölvi B. Sigurðsson gef út sína fyrstu skáld- sögu, Radíó Selfoss, fyrir tveimur árum en i ár kom út Gleðileikurinn djöfullegi, sem er nokkurskonar prósaljóð. Yrsa Sigurðardóttir gaf út sitt fyrsta fullorðinsverk fyrir jólin og er eiginlega strax orðin stórstjarna, en er komin yfir fer- tugt og telst varla til ungskálda. Guðrún Eva Mínervudóttir er lík- lega sá rithöfundur undir þrítugu sem mest kveður að, hefur verið að gefa út skáldsögur jafnt og þétt í sjö ár og menn telja nýjasta verk hennar, Yosoy, vera það besta hingað til. Baksviðs Börkur Jónsson þykir afar efni- legur leikmyndateiknari og hefur starfað með Gísla Erni Garðars- syni. Einnig telja menn að Drífa Ármannsdóttir eigi framtíðina fyrir sér í leikmyndahönnun. Kristín Eysteinsdóttir skrifaði leikrit sem sett var upp í Klink og bank í sumar og fékk góð við- brögð. Þorleifur Arnarsson átti öfluga frumraun þegar hann leik- stýrði 1984 fyrir Stúdentaleikhús- ið og lokaði leikaranna inni til að láta þá fá tilfinningu fyrir fanga- vist. Frumraun hans í leikritun, American Diplomacy, var nokkuð brokkgeng, en gaf fyrirheit um bjarta framtíð. Þorleifur er nú við nám í Berlín og spennandi verð- ur að sjá hvað gerist þegar hann kemur aftur heim. Jón Páll leik- stýrði Frelsi í Þjóðleikhúsinu og er að fara að setja upp Ladybird á Akureyri. Hann sló í gegn í fyrra með uppsetningu sinni á „Þú veist hvernig þetta er“ hjá Stúdentaleikhúsinu sem var valin besta áhugamannasýning ársins. Þórdís Elva Bachmann hefur verið að skrifa leik- rit, meðal annars fyrir Hafnarfjarð- arleikhúsið, sem lofa góðu. Jón Atli hefur verið rödd ungs íslensks leikhúss upp á síðkastið og ekki annað líklegt en að aldurinn fari honum einnig vel. Myndlist Ásmundur Ásmundsson lærði myndlist í LHÍ og School of Visual Arts í New York. Verk Ásmundar ganga oft gegn hefðum og venjum listarinnar, og hann starfar í Reykjavík jafnt sem Berlín, en Berlín virðist vera einhver helsta gróðrarstía íslenskra listamanna utan Reykjavík 101. Þórdís Aðalsteinsdóttir hefur einnig lært í sama skóla í New York og starfar mest þar í borg. Hún hefur sýnt í Stux galleríinu og fengið lofsamlega dóma. Myndir hennar sameina einfaldleika hversdagsins og draum- heima. Magnús Árnason dvelur frem- ur í martröðum en draumum, og verk hans eru full af myrkum furðuverum, svo sem sköpunarverki hans Bene- dikt, sem reis upp úr hraunstraumi. Á listahátíð í sumar sýndi hann verkið „Metamorphosis,“ þar sem hann fláði fugla í bakgarði. Elín Hansdóttir er annar Berlínarbúi og var yngsti þátttakandinn á listahátíð í vor. Gabríela Friðriksdóttir er yngsti listamaður Íslands til að vera send á Bienale-hátíðina í Feneyjum, þar sem hún hlaut mikla athygli. Kvikmyndagerðarmenn Endurnýjunin er hæg þegar kemur að kvikmyndagerðarmönn- um, þar sem mikið basl er að geta sett saman og fjármagnað heila bíómynd. Því líða oft mörg ár milli verka, og menn eru lengur á list- anum yfir efnilega hér en annars staðar áður en þeir komast alla leið. Í raun telst Baltasar Kormá- kur enn efnilegur kvikmynda- gerðarmaður á flesta mælikvarða, með einungis þrjár myndir undir belti, þó hann sé löngu orðinn stofnun á Íslandi. Allir virðast vera að gera heimildamyndir þessa dagana, en myndir Poppolímanna, svo sem Africa United og Blindsker, standa upp úr í þeim bransa. Þeir Ragn- ar Santos, Ólaf Jóhannesson og Benedikt Jóhannesson eru þríeyki sem á mikið eftir að kveða að, hvort sem það verður saman eða hver í sínu lagi. Ragn- ar Bragason hefur ekki gert kvikmynd í fullri lengd síðan Fíaskó, en hann gerði heimildamyndina Love is in the Air um Vesturport. Og samstarf hans við Vesturport heldur áfram með hinni væntanlegu mynd Börn. Hrafnhildur Gunn- arsdóttir gerði hina bráðfínu heimildamynd Hrein og bein, og gaman verður að sjá hvað hún gerir næst. Reynir Lyngdal missti af Mýrinni, en mögulega verður sárabótamyndin meira en bara uppbót. Þrátt fyrir aðeins tvær bíómyndir í fullri lengd hefur Dagur Kári þegar stimplað sig inn sem einn af helstu kvikmyndar- gerðarmönnum þjóð- arinnar. Fyrir alla þá sem eru ekki á þessum lista en eigið það skil- ið; þið vitið hver þið eruð.JÓN ATLI JÓNASSON RITHÖFUNDUR REYNIR LYNGDAL LEIKSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.