Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 6
6 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR
KJÖRKASSINN
Ferðu á útsölur eftir jólin?
Já 40%
Nei 60%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að ráðast í gerð Norðlinga-
ölduveitu?
Svaraðu spurningunni á vísi.is
HEILBRIGÐISMÁL Þverfagleg
nefnd, með Landlæknisembættið
í fararbroddi, starfar nú að því að
miðla betri upplýsingum til barna
og unglinga um þá hættu sem stafar
af afbrigðilegu kynlífi, svo sem
endaþarmsmökum. Í nefndinni sitja
meðal annars fulltrúar frá Heimili
og skóla, Barnaheillum, prestum,
skólakerfinu, umboðsmanni
barna, læknanemum í HÍ og
Barnaverndarstofu.
„Markmiðið með starfi hópsins
er að börn og ungmenni fái betri
upplýsingar, og það fyrr en áður,“
segir Salbjörg Bjarnadóttir, for-
varnafulltrúi hjá Landlæknisemb-
ættinu. „Jafnframt að það sé talað
við þau þannig að þau geri sér grein
fyrir hættunni sem hlotist getur
af endaþarmsmökum. Við viljum
vekja foreldra til umhugsunar og
eins huga að því hvernig byrjað sé
að ræða kynfræðslu við krakka.
Við erum að ræða þetta mjög ítar-
lega og stefnum á að hafa mál-
stofu um klámvæðingu. Við höfum
verulegar áhyggjur af munnmök-
um og endaþarmsmökum, ekki
síst þegar krakkarnir lýsa því áliti
sínu að hin fyrrnefndu séu ekki
kynmök, heldur bara greiði sem
maður gerir öðrum, til að mynda
inni á salerni.“
Salbjörg segir að ekki sé um
stóran hóp unglinga að ræða sem
lendi í þessu. Hins vegar geti þeir
farið mjög illa út úr endaþarms-
mökum, bæði stúlkur og drengir,
því þau geti orsakað lömun, þannig
að fólk eigi erfitt með hægðir og
geti jafnvel endað með bleiu. Æfa
verði hringvöðvana upp á nýtt
sem sé heilmikið mál. Þess vegna
sé svo mikilvægt að unglingar fái
réttar upplýsingar en ekki einungis
hræðsluáróður. Einnig að þeir
viti að þeir geti spurt foreldra og
kennara og rætt málin.
„Það hefur komið fram í viðtölum
við unglinga í framhaldsskólum, að
þetta afbrigðilega kynlíf sé meira
hjá óhörðnuðum unglingum sem viti
ekki betur, en taki þátt í einhverju
sem eldri krakkar fái þá til að
gera. Þess vegna finnst okkur svo
mikilvægt að 12 til 13 ára krakkar
fái góða fræðslu.“
Salbjörg bendir á að ungling-
ar geti haft aðgang að endalausu
ofbeldis- og kynlífsefni í sjónvarp-
inu og á netinu. Þess vegna sé afar
áríðandi að þau fái rétta mynd af
hlutunum strax í grunnskóla.
„Þeir sem byrja snemma að
stunda kynlíf fara oft illa út úr því.
Þeim fer að ganga illa í skólanum,
hann fer að
skipta minna
máli, vinkon-
urnar eða
vinirnir skipta
ekki lengur
máli og af
þessu getur
leitt þunglyndi og kvíði. Stúlkur á
aldrinum 17 til 23 ára hafa lent í
því að detta út úr öllu, því þær hafa
byrjað svo snemma „að lifa lífinu“
og því fylgja miklar vökur, áfengi,
fíkniefni og fleira óæskilegt, sem
þau leiðast út í vegna innri óróleika.
Þessi kvíði gagnvart því að vilja að
öllum líki við sig og geta ekki sagt
stopp, brýtur niður sjálfsmyndina.
Þetta litar alla veruna inn í fullorð-
insárin. Þessi atriði, og fleiri, tökum
við inn í vinnuna í nefndinni, sem á
viðamikið starf fyrir höndum.“
jss@frettabladid.is
SALBJÖRG BJARNA-
DÓTTIR Segir unglinga
sem byrja snemma að
stunda kynlíf oft fara
illa út úr því.
UNGLINGAR Þverfaglegur starfshópur Landlæknisembættisins vill
bæta kynlífsfræðslu unglinga og ungmenna til að koma í veg fyrir
afbrigðilega kynlífshegðun, sem er sögð meiri hjá óhörðnuðum
unglingum en þeim sem eldri eru. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Þurfa bleiur eftir
endaþarmsmök
Þverfagleg nefnd, með Landlæknisembættið í broddi fylkingar vinnur nú að
áætlun til að sporna við afbrigðilegu kynlífi unglinga. Nefndin vill koma á
meiri fræðslu með tilstuðlan skóla og foreldra.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
BRETLAND Tveir þingmenn
frjálslyndra demókrata hóta að
segja af sér embætti stígi Charles
Kennedy, leiðtogi þeirra, ekki úr
stóli sínum.
Charles Kennedy, leiðtogi
frjálslyndra demókrata, virðist
hafa glatað trausti lykilmanna í
þingflokki sínum en ellefu þeirra
hafa skrifað undir ályktun þar
sem skorað er á hann að segja af
sér. Í gær hótuðu þeir Andrew
George og Norman Lamb,
talsmenn flokksins í þróunar- og
viðskiptamálum, að segja af sér
þingmennsku tæki Kennedy ekki
poka sinn þegar í stað.
Kennedy nýtur talsverðrar
hylli meðal almennings
en hans eigin flokksmenn
hafa lengi haft horn í síðu
hans. Drykkjuvandamál
leiðtogans er á allra
vitorði enda hefur
hann ítrekað misst af
mikilvægum umræðum
í þinginu. Í fyrradag
viðurkenndi hann að hafa
farið í áfengismeðferð
fyrir tveimur mánuðum
og sagðist hann tilbúinn
að mæta hverjum sem
væri í leiðtogakjöri. Í
gær sagðist hann hafa
fundið fyrir miklum stuðningi
eftir játningu sína.
Vince Gable, sá
sem hafði forgöngu
um áskorun ellefu-
menningana, sagði í
viðtali við BBC í gær að
kæmi til leiðtogaslags
þar sem Kennedy væri
á meðal þátttakenda
myndi flokkurinn
klofna. Því væri
mikilvægt að Kennedy
hætti sjálfviljugur.
Enn hefur enginn
lýst yfir framboði en
Sir Menzies Campell,
hægri hönd Kennedys,
segist ekki munu bjóða sig fram
gegn honum. - shg
Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata, berst fyrir pólitísku lífi sínu:
Tveir þingmenn hóta afsögn
BARÁTTUJAXL Charles
Kennedy kvaðst í gær
snortinn yfir stuðningn-
um sem honum hefði
verið sýndur.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hassfundur í Eyjum:
Rannsókn
miðar vel
LÖGREGLUMÁL Rannsókn
lögreglunnar í Vestmannaeyjum á
fíkniefnamálinu sem kom þar upp
á gamlársdag miðar vel. Lögreglan
gerði nokkrar húsrannsóknir í
gær og fyrradag og lagði hald á
eitt gramm af hassi en áður hafði
fundist hass, amfetamín, kókaín og
e-töflur. Tugir manna hafa verið
yfirheyrðir. Einn maður hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald
fram á laugardag. ■
STJÓRNMÁL Endurskoðun á skipan
ráðuneyta og verkaskiptingu
þeirra er á byrjunarreit þrátt fyrir
tilmæli Halldórs Ásgrímssonar
forsætisráðherra til ráðherra í ágúst
í fyrra um að slíkri endurskoðun
skyldi hraða eftir föngum.
Í minnisblaði forsætisráðherra
til ráðherra sinna þann 12.
ágúst í fyrra er gert ráð fyrir að
endurskoðunin verði undir forystu
forsætisráðuneytisins en Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
og Árni Magnússon
félagsmálaráðherra leiði starfið af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins hafa ráðherrarnir
tveir ekki enn haldið fund um málið
og skipulagt endurskoðunarstarfið.
Í minnisblaði forsætisráðherra
segir að skipan ráðuneyta hafi
að mestu verið óbreytt frá árinu
1969 ef undan sé skilin stofnun
umhverfisráðuneytisins. „Lagt
er til að aðaláhersla verði lögð á
endurskoðun á skipan ráðuneyta
og verkaskiptingu milli þeirra...
Stefnt verði að því að hraða
endurskoðuninni eftir föngum,“
segir í minnisblaðinu.
Geir H. Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp
í áramótagrein í Morgunblaðinu og
kvaðst vilja binda fjölda ráðherra
við níu til tíu. - jh
Endurskoðun um skipan ráðuneyta er enn á byrjunarreit:
Enginn fundur verið haldinn
ÁRNI MAGNÚSSON, FÉLAGSMÁLARÁÐ-
HERRA
BJÖRN BJARNASON, DÓMSMÁLARÁÐ-
HERRA
STJÓRNMÁL Sigbjörn Gunnars-
son, fyrrverandi sveitarstjóri
Skútustaðahrepps og þingmaður
Alþýðuflokksins,
hefur gengið til
liðs við Sjálfstæð-
isflokkinn á Akur-
eyri. „Ég ætla að
gefa kost á mér í
prófkjöri flokksins
á Akureyri vegna
komandi sveitar-
stjórnarkosninga
og mun tilkynna í
næstu viku á hvaða
sæti ég stefni.“
Prófkjör flokks-
ins fer fram 11.
febrúar næstkom-
andi og stefnir í
töluverða endur-
nýjun. Hvorki Þóra Ákadóttir, for-
seti bæjarstjórnar, né Þórarinn
B. Jónsson, sem skipað hafa efstu
sæti flokksins undanfarin ár gefa
ekki kost á sér í þau sæti í þetta
sinn.
Oktavía Jóhannesdóttir,
fyrrverandi bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar sem tilkynnti
í árslok að hún væri gengin í
Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki
ákveðið hvort hún taki þátt í
prófkjörinu. kk
SIGBJÖRN GUNN-
ARSSON Sat á
þingi kjörtímabil-
ið ´91 til ´95 og
var sveitarstjóri
Skútustaða-
hrepps frá ´97 til
ársloka í fyrra.
Bæjarpólitíkin á Akureyri:
Sigbjörn í Sjálf-
stæðisflokkinn
BANDARÍKIN Eini verkamaðurinn
sem lifði af sprenginguna sem varð
í kolanámu í Vestur-Virginíu fyrr í
vikunni er enn í dái og hugsanlegt
er að hann hafi hlotið heilaskaða.
Randal McCloy yngri var
yngstur þeirra þrettán sem
festust inni í Sago-kolanámunni
en tæpir tveir sólarhringar liðu
áður en björgunarmenn komust
til þeirra. Vegna misskilnings var
fjölskyldum þeirra fyrst greint
frá því að aðeins einn hefði látist
og tólf bjargast en síðar kom í ljós
að því var öfugt farið.
Talið er víst að ellefu mannana
hafi látist af völdum eitraðra
lofttegunda í námunni en einn hafi
dáið í sprengingunni sjálfri. ■
Bandarískur kolanámumaður:
Ennþá í dauða-
dái eftir slysið
LÁTINNA MINNST Krossar með hjálmum
nokkurra námaverkamannanna hafa verið
reistir í bænum Philippi, nærri Sago-nám-
unni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
OFURLAUN Þorbjörn Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Samiðnar,
segir að samþykkt eftirlauna-
frumvarpsins fyrir nokkrum
árum hafi verið dapurlegt mál
því að þar hafi alþingismenn sinnt
sínum sérhagsmunum. Það hafi
verið siðlaust af hálfu Alþingis.
Starfslokasamningana hjá FL
Group telur Þorbjörn að ekki sé
hægt að bera saman við eftirlaun-
in. Starfslokasamningarnir séu
fyrst og fremst græðgi. Ef hlut-
hafarnir séu tilbúnir til að haga
sér með þessum hætti sé ekkert
við því að gera en það jaðri samt
við siðleysi. - ghs
Framkvæmdastjóri Samiðnar:
Siðleysi á þingi
− græðgi hjá FL
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhalds-
úrskurður var kveðinn upp yfir
tveimur einstaklingum sem hand-
teknir voru í fyrrakvöld af lög-
reglunni á Ísafirði eftir að nokk-
urt magn fíkniefna fannst við
húsleit.
Var húsleitin liður í sérstakri
rannsókn lögreglunnar á fíkni-
efnadreifingu í fjórðungnum og
munu einstaklingarnir verða
áfram í haldi meðan rannsókn
stendur yfir. - aöe
Fíkniefnamál á Ísafirði
Tveir í gæslu-
varðhald