Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 30
[ ]Fjölskyldubíllinn ætti bara að fá að standa óhreyfður heima í kvöld ef fólk er að fara að skemmta sér. Það er allt í lagi á svona kvöldum að splæsa í leigubíl.
Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur
og útvarpsmaður, á Volkswagen
Golf sem er í takt við tímans tönn.
Bíllinn gengur fyrir metani en
Ævar kýs frekar náttúruvernd en
fína og flotta bíla þó svo að Golfinn
sé ekkert slor.
Ævar hefur ætíð haft náttúr-
uverndarsjónarmið að leiðarljósi
þegar kemur að því að velja sér
einkabíl. Hingað til hefur hann
nær eingöngu átt bíla í smærri
kantinum og seinast átti hann lít-
inn Opel Corsa enda eyða smærri
bílar mun minna bensíni og menga
þess vegna minna. Þrátt fyrir að
hafa ekki beint verið að aka um á
eðalvögnum hefur Ævar almennt
mikinn áhuga á bílum. ,,Pabbi
minn er bifvélavirki og margir í
fjölskyldunni hafa verið að stúss-
ast í kringum bíla, þannig að það
má eiginlega segja að bíladella
hafi verið viðloðandi mig alla tíð.“
Það var síðan í sumar sem
Ævar og kona hans, Sigrún Guð-
mundsdóttir, ákváðu að stækka
við sig og fengu sér Volkswagen
Golf station árgerð 2003 en hann
hefur þá skemmtilegu sérstöðu að
ganga fyrir metangasi. ,,Við feng-
um tækifæri á að kaupa svona met-
anbíl og tókum því fegins hendi.“
Ævar segir að bíllinn eyði um
átta til tíu lítrum á hundraðinu en
vélin í bílnum er tveggja lítra. ,,Ég
fer 200 til 230 kílómetra á met-
anfyllingunni en ef ég ætla út á
land er það ekkert mál, ég keyri
bara á bensíni þar sem bíllinn er
með fullvaxinn bensíntank og sér
alveg um það sjálfur að skipta yfir
á bensínið þegar gasið klárast.
Maður finnur ekki fyrir neinum
mun á bensíninu og metaninu fyrir
utan að það kviknar ljós á mæla-
borðinu. Það er samt alveg eins að
keyra metanbíl og venjulegan bíl,
sami kraftur og allt það.“
Metan er eina innlenda elds-
neytið fyrir bíla, framleitt á sorp-
haugunum í Álfsnesi. Það er því
afurð neysluþjóðfélagsins, meng-
un sem losna verður við. Ævar
hvetur því alla sem einn að fá
sér metanbíla en segir til dæmis
að ríkið og sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu styðji ekki nóg
vel við slík bílakaup. ,,Mér finnist
það algjörlega óskiljanlegt hvers
vegna sú stefna hefur ekki verið
tekin upp fyrir löngu að kaupa ein-
göngu metanvagna við endurnýj-
un strætóflotans.
Um tvö byggðasamlög er að
ræða, Sorpu og Strætó, og það
liggur einhvern veginn beint við,
finnst manni, að slá tvær flugur
í einu höggi með metanstrætó,
spara stórfé og draga umtalsvert
úr losun gróðurhúsalofttegunda í
leiðinni.“
Ennþá er aðeins ein metanstöð
á landinu, hjá Essó á Bíldshöfða.
,,Það er mjög hagstætt fyrir okkur
sem búum uppi í Mosfellsbæ og
þurfum að keyra þarna fram hjá,
næstum hvern einasta dag. En
stöðvum hlýtur auðvitað að fjölga
ef bílunum fjölgar,“ segir Ævar
og er vonandi að fleiri taki þessa
umhverfisvænu stefnu hans sér til
fyrirmyndar.
steinthor@frettabladid.is
Ánægður með
vistvænan metanbíl
Ævar Örn Jósepsson vonast eftir að fleiri fari að keyra um á vistvænum metanbílum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Honda- og Peugeot-bílar eru á
tilboði hjá umboðsaðilum um
allt land.
Bernhard í Vatnagörðum er
með tilboðsdaga á Honda og
Peugeot. Veittur verður góður
afsláttur af verði eða vænlegur
aukahlutapakki.
Allir Peugeot-bílar eru á tilboði,
þar á meðal 1007 ljónið með
fjarstýrðri rennihurð sem sló í
gegn í árekstrarprófi EuroNCAP.
Peugeot á auknum vinsældum að
fagna bæði fyrir fallega hönnun og
fjölstjörnuöryggi.
Einnig er öll Honda-línan
á tilboði, þar á meðal CR-V
borgarjeppinn og HR-V borgar-
jeppinn. Einnig eru síðustu eintökin
af Honda Civic og Honda Accord en
innan skamms kemur ný hönnun af
Civic og Accord til landsins.
Tilboðsdagarnir standa yfir
fram í næstu viku hjá Bernhard í
Vatnagörðum og hjá umboðsaðilum
um land allt. ■
Honda og Peugeot
á tilboði
BMW tilkynnti á dögunum
framleiðslumet á Mini, þegar
tvöhundruðþúsundasti bíllinn ársins
2005 rúllaði af færibandinu. Sá bíll
var númer 766.290 síðan framleiðslan
á nýja Mini hófst árið 2001.
Mest seldi blæjubíll í Bretlandi
það sem af er árs er Mini og í
nóvember var salan á honum komin
ellefu prósent fram úr best selda
blæjubílnum 2004.
Yfir 23 prósent seldra Mini-
bíla í Bretlandi á þessu ári eru
blæjubílar. ■
Framleiðslu-
met Mini
200.000 bílar það sem af er
árinu.
Honda Civic. Bernhard í Vatna-
görðum er með tilboðsdaga á
öllum Honda- og Peugeot-bílum.
Mini er mest seldi blæjubíll Bretlands.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Almennar bílaviðgerðir
Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090
Netfang: nysprautun@nysprautun.is
www.nysprautun.is
Viðurkennt
CABAS-verkstæði