Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 31

Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 31
LAUGARDAGUR 7. janúar 2006 Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins, verður fararstjóri í ferðinni, sem taka mun þrjá daga. Autosport-sýningin er haldin í stærstu sýningarhöll Bretlands og þar verður nóg að sjá fyrir bílaáhugamenn. Meðal annars 66 bíla sem metnir eru á um 100 milljarða króna. Meðan á ferðinni stendur fer hópur- inn líka í skoðunarferð í höfuðstöðvar Williams F1-kappakstursliðsins. Gunnar segir það ekki síður spennandi en bíl- asýningin því mjög erfitt sé að komast inn í helgustu vé liðanna í Formúlu 1. Formúlu 1 kappakstursbílar leika aðalhlutverk á sýningunni en enn fremur verða stór svæði með rallíbílum, dýrustu sportbílum, gömlum bílum og heimasmíðuðum bílum. Gunnar segir sýninguna þekkta fyrir líf og fjör, af nógu sé að taka fyrir áhugamenn um bíla og allt sem þeim tengist. Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á heimasíðu Iceland Express og hjá Fyrsta flugs félaginu í símum 561 6112 og 663 5800. Hópferð á keppnisbílasýningu AUTOSPORT INTERNATIONAL 2006, STÆRSTA KEPPNISBÍLASÝNING HEIMS, VERÐUR HALDIN Í BIRMINGHAM AÐRA VIKUNA Í JANÚAR. FYRSTA FLUGS FÉLAGIÐ HEFUR SKIPULAGT HÓPFERÐ Á SÝNINGUNA Í SAMSTARFI VIÐ ICELAND EXPRESS. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! VOLKSWAGEN HEFUR ENDUR- HEIMT FORYSTUSÆTIÐ Í EVRÓPU EF MIÐAÐ ER VIÐ FJÖLDA NÝSKRÁÐRA ÖKUTÆKJA. Alls voru skráðir 1,416 milljón Volkswagen-bílar í Evrópu frá janúar til nóvember 2005 á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá umboðsaðila Volkswagen hér á landi, Heklu. Markaðshlutdeild Volkswagen var 11,1 prósent í nóvember, rúmum 1,7 prósentustigum meira en næsta merki. Volkswagen Golf er langvinsælasta tegundin í Evrópu. Frá janúar til loka október voru nýskráningar á Golf um 500 þúsund. Kynningin á Golf Plus hefur átt mikinn þátt í þessari þróun. Aðrar gerðir sem voru kynntar til sögunnar árið 2005 náðu fljótt fótfestu á markaðnum. Ásamt Golf Plus kynnti Volkswagen einnig nýjan Polo, nýjan Fox, nýjan Passat glæsivagn, nýja Jettu, nýja Bjöllu og nýja Bjöllu með blæju, nýjan Passat skutbíl og Golf R32. Að auki kynnti Volkswagen nýja Eos-bílinn á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt og EcoRacer á sýningunni í Tókýó. Volkswagen er vinsælastur bíla Santa Fe HM 2006 viðhafnarútgáfa Hyundai verður til sýnis í B&L um helgina ásamt nýrri Artic Truck útgáfu af jeppanum Terracan. Um helgina verður B&L með sýningu á Santa Fe HM útgáfunni frá Hyundai ásamt nýrri Arctic Truck-útgáfu af Terracan- jeppanum. Santa Fe HM 2006 vísar beint til heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Um sérstaka viðhafnarútgáfu er að ræða sem aðeins verður í boði í takmarkaðan tíma. Hyundai er einn aðalstyrktaraðili FIFA og var því ákveðið að tileinka heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sérstaka útgáfu af Santa Fe. Heiðar J. Sveinsson, forstöðumaður sölusviðs B&L, segir þetta best búnu útgáfuna af Santa Fe. Í viðhafnarútgáfunni eru meðal annars álfelgur, heilsársdekk, vindskeið, skriðstillir og samlitun. Verðmæti viðbótarbúnaðarins er talið nema tæpum 320 þúsundum. Á sýningunni um helgina verður einnig Terracan-jeppinn frá Hyundai í nýrri 35“ Arctic Trucks útgáfu ásamt allri Hyundai-línunni. Þegar nær dregur vori mun B&L kynna nýja Arctic Trucks línu fyrir Terracan og verða þar á meðal 32“, 33“ og 35“ breytingapakkar. Sýning á Santa Fe HM 2006 í B&L Santa Fe HM 2006, viðhafnar- útgáfa Hyundai í tilefni af HM í knattspyrnu, verður til sýnis hjá B&L um helgina. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.