Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 33

Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 33
LAUGARDAGUR 7. janúar 2006 7 Kápur og jakkar eru nauðsyn- legar flíkur yfir vetrarmánuð- ina og geta í mörgum tilfellum gengið jafnt við hversdags- kæðnað og spariföt. Fallegar kápur koma sér alltaf vel og í verslunum má finna fjöldan allan af þröngum hálfsíðum kápum sem ganga jafnt utanyfir gallabuxur og galakjóla. Margs konar jakkar eru einnig í boði, allt frá fínum sparijökkum til töffaralegra leðurjakka og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Yfirhafnir fyrir alla Kápa 11.590. kr. Next. Kápa 12.590. kr. Oasis. Diesel jakki 16.990. kr Sautján. Leðurjakki 17.990. kr. Sautján. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Kápa 7.630. kr. Warehouse. Hin árlegu undirfataverðlaun netverslunarinnar figleaves. com voru veitt fyrir stuttu. Brjóstahaldarar frá Elle Mac- pherson urðu hlutskarpastir. Brjóstahaldarar frá Intimate, und- irfatalínu ofurfyrirsætunnar Elle Macpherson, fengu tvenn verð- laun, meðal annars aðalverðlaun- in fyrir bestan árangur á árinu. Einnig fékk línan verðlaun í flokki gjafabrjóstahaldara en auk þess lenti Intimate-línan í öðru sæti í flokki toppa og þriðja sæti í flokki púðabrjóstahaldara. Intimate-línan frá Macpherson þótti sameina bæði praktíska og kvenlega kosti. Tíu þúsund manns tóku þátt í könnuninni en figleaves.com er ein stærsta verslun sinnar tegundar á netinu. Af öðrum undirfatalínum sem komu vel út í könnuninni má nefna Fayreform sem fékk verðlaun í flokki nýliða en sá framleiðandi þykir hafa komið með skemmtilegar nýjungar í framleiðslu brjóstahaldara með stærri skálum. Einnig þótti Retro- línan frá Charnos skara fram úr í flokki kynþokkafulls undirfatnaðar. Nýjasta saumalausa línan frá Wonderbra úr satíni vann öruggan sigur í flokki púðabrjóstahaldara og kom það fæstum á óvart en sú lína slegið í gegn víða um heim að undanförnu. Calvin Klein hlaut verðlaun í flokki herraundirfata en eins og Wonderbra í sínum flokki hafa boxarar og önnur undirföt frá Calvin Klein haft algjöra yfirburði í sínum flokki fram til þessa. Macpherson verðlaunuðElle Macpherson hefur verið að gera góða hluti með und- irfatalínunni sinni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.