Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 42
6 ■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastýra
segir mikið lagt upp úr því að allir
kennarar við skólann séu starfandi
myndlistarmenn og hönnuðir.
Síðasta haust kenndu Ragn-
ar Kjartansson, Trabantlimur og
myndlistarmaður, og fjöllistakon-
an Ásdís Sif Gunnarsdóttir í fyrsta
sinn námskeiðið „Myndlist rokkar“
við rífandi lukku að sögn Ingi-
bjargar. „Við sýnum nemendum
hvernig ýmis tónlist á rætur sínar í
myndlist og skoðum þessi tengsl,“
segir hún. „Í haust unnu nemend-
urnir svo myndverk þar sem þeir
léku sér með ímynd rokksins og
framkvæmdu líka gjörninga, tróðu
upp og gerðu stuttmyndir.“
Skólinn heldur líka námskeið
ætluð þriggja til fimm ára göml-
um börnum þar sem þau eru látin
skoða umhverfi sitt, teikna og
vinna þrívítt á ýmsan hátt. „Börn
á þessum aldri eru svo upptekin af
efninu í kringum sig. Þau eru laus
við fordóma og afar móttækileg
fyrir öllum nýjungum. Það getur
ótrúlega mikið gerst hjá þeim á
stuttum tíma á þessum námskeið-
um,“ segir Ingibjörg.
Af öðrum námskeiðum má
nefna íkonagerð og myndvinnslu
fyrir fullorðna, leirrennslu og
hreyfimyndagerð fyrir krakka og
myndasögunámskeið fyrir ungl-
inga. Öll verða þessi námskeið í
Myndlist rokkar
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölda námskeiða sem eru opin öllum, bæði þeim
sem vilja sækja stök námskeið í frístundum og þeim sem hyggja á frekara listnám.
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastýra segir alla kennara við skólann vera starfandi listamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hjörtur Howser með besta vini mannsins, að hljóðfærunum undanskildum.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Hjörtur Howser, hljómborðsleikari
og kennari á námskeiðunum, segir
tónlistardeildinni hafa vaxið fiskur
um hrygg frá því að farið var af stað
með hana. Fyrst hafi eingöngu verið
um gítar- og píanónám að ræða en
nú megi þar finna fleiri tónlistar-
námskeið en nöfnum tjáir að nefna.
„Eftir að við byrjuðum með gítar-
inn og píanóið var ákveðið að gera
tilraun og athuga hvort það væri
áhugi fyrir fleiru. Það bara varð allt
vitlaust!“ segir Hjörtur. „Þeir sem
stjórna námsflokkunum eru alveg
ótrúlegir. Þeim vex ekkert í augum
og eru til í allt.“
Auk gítars og píanós eru til
dæmis í boði námskeið í bongót-
rommu-, fiðlu-, saxófón-, trommu-,
harmonikku- og bassaleik, söng og
textasmíðum.
„Ástæða þess að við höfum eflt
þetta svona mikið er biðlistarnir.
Krakkar þurfa jafnvel að bíða í þrjú
ár eftir að komast að í tónlistarskól-
um. Þarna fá þeir námskeið sem við-
halda áhuganum, auk þess sem for-
eldrar nýta sér þau oft til að kanna
áhuga barnanna.“
Námskeiðin eru flest einung-
is átta klukkustundir að lengd í
heildina en Hjörtur segir þann tíma
skila ótrúlegum árangri. „Fólk sem
hefur aldrei snert hljómborð áður
fer frá mér eftir átta skipti og spil-
ar útskriftarlagið, sem er fyrsti
þáttur fjórða kafla níundu sinfóníu
Beethovens, með báðum höndum
eftir nótum. Þetta er mikið stykki,
kannski ekki erfitt að spila fyrir þá
sem kunna eitthvað fyrir sér en er
himinhár fjallgarður fyrir algjöra
byrjendur,“ segir Hjörtur, sem hefur
þegar ýtt framtíðarvirtúósum úr
vör. „Ég get talið svona fjóra, fimm
nemendur sem hafa lært hjá mér á
þessum námskeiðum og eiga eftir
að verða tónlistarmenn í fullu starfi.
Þetta er fólk sem hafði aldrei snert
hljómborð fyrir námskeiðið.“
Námsflokkarnir taka jafnt við
börnum sem fullorðnum og einnig
er boðið upp á hljómborðsnám fyrir
sextuga og eldri. „Helmingur þeirra
sem koma til mín er fullorðið fólk.
Ég kenndi einni sjötugri sem fór á
kostum. Ég þurfti að búa til nýtt
framhaldsnámskeið sérstaklega fyrir
hana. Svona fólk á ekki nokkurn
möguleika á að komast í venjulega
tónlistarskóla.“
Hjörtur segir að vel sé tekið í
nýjar hugmyndir um námskeið og
fólk ætti ekki að hika við að koma
með uppástungur, því oft sé orðið
við beiðnunum - þótt skrýtnar geti
verið.
„Það kom mér á óvart hvað þetta
virkaði vel. Það er svo gaman að
taka þátt í einhverju sem steinligg-
ur. Námskeiðunum mun bara fjölga
á næstunni og vonandi lendum við
í húsnæðisvandamálum og öllu því
sem fylgir svona örum vexti. Okkar
markmið og stefna er að eftir örfá
ár verði í það minnsta annar hver
Hafnfirðingur orðinn rútubílafær á
hljóðfæri.“
Annar hver Hafnfirðingur
rútubílafær á hljóðfæri
Námsflokkar Hafnarfjarðar hófu að kenna tónlistarnám-
skeið í bland við önnur hefðbundnari fyrir fjórum árum.
Skapandi nemendur á námskeiði. Fréttablaðið/Heiða
Köfun í Leiru
Í Sportköfunarskóla Íslands geta byrjendur sótt köfunarnámskeið
og jafnfvel átt von á ævintýraferðum ef vel gengur.
Skólinn býður upp á PADI köfunarnámskeið sem eru virt og þekkt
og veita öll réttindi til sportköfunar og leigu á köfunarbúnaði um
allan heim.
Þegar lengra er komið geta nemendur farið í ævintýralegar kafan-
ir, til dæmis í hina margfrægu Silfru á Þingvöllum, næturköfun í
Leiru eða djúpköfun á Faxaflóa.
Nánari upplýsingar fást á dive.is.
ENSKA ER OKKAR MÁL
Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is
ENSKUNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST
Okkar vinsælu talnámskeið, auka orðaforði og sjálfstraust
• Talnámskeið 5 og 10 vikur
• Viðskiptanámskeið
• Málfræði og skrift
• Enskar smásögur
HRINGDU OG SKRÁÐU ÞIG Í VIÐTAL Í DAG
• Námskeið fyrir 10. bekk
• Málaskólar í Englandi
• Ævintýranámskeið fyrir
börn 5 til 12 ára