Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 46
10
Líkamsrækt í vatni
Finnur þú fyrir verkjum í fótleggjum eða baki
við líkamsþjálfun?
Þegar æft er í vatni minnkar álag
um liði þar sem áhrif þyngdark-
raftsins minnka. Það verður því
auðveldara að þjálfa upp úthald
og styrk án þess að það valdi of
miklu álagi á liðina.
Bæði rólegir og kröftugir tímar í
hádeginu og eftirmiðdaga, undir
leiðsögn sjúkraþjálfara, í hlýrri og
bjartri sundlaug við Laugarás.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 897-2896
: Netfang: harpahe@hi.is
Tvær rannsóknir sem
Magnús Ólafsson heimil-
islæknir og fleiri hafa gert
á börnum sýna að of þung
börn eiga erfiðara með að
einbeita sér og ná slakari
námsárangri en félagar
þeirra sem ekki eiga við
offituvandamál að stríða.
„Í mjög stuttu máli má segja að þau
börn sem eru þyngst sýni lakari
námsárangur en þau sem eru innan
þess sem má kalla venjulega þyngd,“
segir Magnús Ólafsson heimilis-
læknir, sem stóð að rannsóknunum
ásamt fleiri aðilum. Öll börn í í 4.,
7. og 10. bekk á starfssvæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri voru
rannsökuð veturna 2000-2001 og
2003-2004 og fylgni milli ofþyngdar
og gengis í skólanum könnuð.
„Það er mikilvægt að undirstrika
að hér er ekki verið að fullyrða
neitt um orsakasamband, en nýjar
erlendar rannsóknir benda til þess
að það sé eitthvað annað en þyngd-
in í aðstæðum barnanna sem veldur
þessum slaka námsárangri,“ áréttar
Magnús. „En þyngstu börnin sem
hópur hafa lakari námsárangur en
hin og þyngdin hefur áhrif á líðan
þeirra líka, þeim líður ekki eins vel.“
Fyrri rannsóknin benti til þess að
offita hrjáði námsárangur eldri nem-
enda meira en hinna en síðari rann-
sóknin sýndi að of þung börn næði
lakari árangri í námi í öllum þessum
þremur árgöngum.
„Þó virðist þyngdarþróunin ekki
eins slæm hér eins og víða annars
staðar, sem er auðvitað fréttnæmt í
sjálfu sér,“ segir Magnús, sem á von
á því að þriðja rannsóknin verði
gerð veturinn 2006-2007, en hún á
að gefa enn sterkari heildarmynd af
þessum málum.
Feit börn eiga erfiðara með nám
Rannsóknin náði til útskrifaðra
nemenda úr háskólanámi með vinnu
í viðskiptafræði frá Háskólanum í
Reykjavík.
„Það sem okkur kom á óvart við
niðurstöðurnar var hve margir upp-
lifðu meiri virðingu og sjálfstraust
í starfi eftir að þeir luku háskóla-
menntun sinni. Þar sem háskóla-
nám með vinnu fylgir álag, bæði í
einkalífi og starfi, er ánægjulegt að
sjá að allir álitu námið vera fórnar-
innar virði. Það kom einnig á óvart
hve stórt hlutfall þátttakenda naut
stuðnings vinnuveitanda á meðan
á náminu stóð. Af þessu má draga
þá ályktun að vinnuveitendur kunni
að meta að starfsmenn þeirra afli
sér aukinnar menntunar. Stuðning-
urinn var með ýmsu móti, allt frá
því að vera hvatning og velvilji og
upp í að allur námskostnaður væri
greiddur,“ segja Ingibjörg Sólrún og
Hrönn Veronika.
„Okkur þótti spennandi að rann-
saka hvort sú mikla vinna sem fylgir
því að stunda nám samhliða vinnu
komi til með að skila útskrifuðum
háskólanemum auknum ávinningi
úti á vinnumarkaði að námi loknu,
ekki síst þar sem margir nemendur
voru í vellaunuðum störfum þegar
þeir hófu námið og höfðu víðtæka
reynslu úr atvinnulífinu,“ segja þær
Ingibjörg Sólrún og Hrönn Veronika
aðspurðar um tildrög rannsóknar-
innar.
Þær segja það jafnframt merk-
ilegt hve fljótt áhrifa gæti af
háskólamenntuninni á laun og hve
mikil hækkunin sé. Laun þeirra sem
luku BSc-gráðu í viðskiptafræði
hafa hækkað að meðaltali um 43
prósent frá því áður en þeir hófu
námið, sem er athyglisvert í ljósi
þess að 73 prósent þeirra útskrif-
uðust 2005. Laun þeirra sem luku
BSc-námi 2004 hafa hækkað tölu-
vert meira frá því að þeir útskrifuð-
ust en laun þeirra sem útskrifuðust
2005. „Þessar niðurstöður verða því
að teljast jákvæðar þar sem stutt er
liðið frá útskrift alls úrtaksins og
því ljóst að áhrif menntunarinn-
ar á laun eru rétt að byrja að skila
sér,“ segja þær Ingibjörg Sólrún og
Hrönn Veronika.
Við rannsóknina kom jafnframt
í ljós að karlar sem lokið hafa
BSc-gráðu hafa að meðaltali rúm-
lega 140.000 krónum hærri laun
en konur með BSc-gráðu. Arðsemi
menntunarinnar er þó meiri hjá
konum þar sem laun þeirra hafa
hækkað að meðaltali um 46 pró-
sent á móti 37 prósenta hækkun
hjá körlum. Hækkun launa hjá þeim
sem luku diplóma-prófgráðu var
einnig töluverð, um 30 prósent.
Í úrtakinu voru bæði þeir sem
lokið höfðu diplóma prófgráðu og
þeir sem lokið höfðu BSc-prófgráðu.
Heildarfjöldi einstaklinga sem fengu
könnunina senda var 142. Þar af
svöruðu 111 og var svarhlutfall því
Námið er fórnarinnar virði
Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir og Hrönn Veronika Runólfsdóttir, nemendur við við-
skiptadeild HR, gerðu rannsókn haustið 2005 til að meta þann ávinning sem háskóla-
nám með vinnu í viðskiptafræði skilar fólki úti á vinnumarkaðnum.
Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir og Hrönn Veronika Runólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
• Algengast er að laun þeirra
sem lokið hafa háskólanámi
með vinnu séu á bilinu 300-
400.000 á mánuði.
• Meðallaun þeirra sem hafa
lokið BSc-gráðu eru kr. 406.240
á mánuði, en meðallaun þeirra
sem hafa lokið diploma-gráðu
eru kr. 380.905.
• 33 prósent hækkuðu sérstaklega
í launum í tilefni af útskriftinni
úr háskólanámi með vinnu.
• Um 45 prósent þeirra sem lokið
hafa háskólanámi með vinnu
gegna stjórnunarstöðum í dag.
• Veruleg aukning hefur orðið
á fjölda stjórnenda í hópnum
eftir háskólanám með vinnu,
samanborið við áður en nám
hófst (25 prósenta aukning hjá
körlum en 43% aukning hjá
konum).
Niðurstöður rannsóknarinnar
Niðurstöður rannsókna sem Akureyringar hafa staðið fyrir sýna að þyngri börn eiga erfiðara
með nám en önnur börn.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■