Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 69

Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 69
LAUGARDAGUR 7. janúar 2006 Risa-flugeldasýning við Ægissíðuna Risa-Flugeldasýning í Vesturbænum KR-flugeldar og Landsbankinn Vesturbæ, bjóða Vesturbæingum og landsmönnum öllum á flugeldasýningu ársins í kvöld um leið og við óskum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir gott ár. Sýningin verður við Ægissíðuna hjá Faxaskjóli og hefst kl. 18.00. Laugardaginn 7. janúar GETUR VATN FROSIÐ EF ÞAÐ GETUR EKKI ÞANIST ÚT, TIL DÆMIS EF VATNIÐ VÆRI LOKAÐ INNI Í ÞYKK- UM STÁLKLUMPI? Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Vatn þenst út þegar það frýs Eins og alkunna er þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til af því að vatnssameindirnar breytast frá því að vera hreyf- anlegar í vökvafasa í það að hafa fasta innbyrðis afstöðu sökum vetnistengja milli nærliggjandi sameinda. Við slíka umbreytingu myndast aukið holrými milli sam- eindanna. Rúmmál efnisins eykst því og eðlismassi þess, sem var áður kallaður eðlisþyngd, lækkar. Umrædd lögun íss er auðkennd sem fasaform Ih. Bræðslumarkið lækkar með aukn- um þrýstingi Þegar umhverfisþrýstingurinn er aukinn lækkar bræðslumark íss. Aukinn þrýstingur hefur líka þau áhrif að holrýmið í ísforminu verður minna og þar af leiðandi munar minna um lækkun eðlis- massans (eða rúmmálsaukning- una) við storknunina. Þannig er þessu farið frá 0°C bræðslumarki og einnar loftþyngdar þrýsting niður í um -22°C og rúmlega 2000 loftþyngdir (200 MPa). Við frekari þrýstingsaukningu við lægri hita lætur sameindalögun ísformsins undan þrýstingnum, ef þannig má að orði komast, með þeim hætti að ísinn breytist í stöðugt eðlisþyngra form með vaxandi þrýstingi (form II, III o.s.frv.; sjá mynd). Samtals eru þekkt um 13 mismunandi fasa- form íss! Lítum nú á umbreytingu efnisins frá öðrum sjónarhóli. Ef umhverf- isþrýstingur íss við 0°C er aukinn úr einni loftþyngd þarf einungis litla þrýstingsaukningu til að riðla sameindalögun íssins og mynda vökvaformið. Mun meiri þrýst- ing þarf hins vegar til að riðla lögun íss við meiri kulda. Lætur nærri að um 145 loftþyngda þrýst- ingsaukningu þurfi fyrir hverja einnar gráðu kælingu þegar ís er breytt í vökva á hitabilinu frá 0°C til -22°C. Frostveðrun og frostskemmdir Athugum nú vatn á vökvaformi í föstu rúmmáli þar sem þenslu efn- isins er hamlað og skoðum hvað gerist við kælingu og frystingu. Vökvinn þrýstir í fyrstu á veggi ílátsins með um einnar loftþyngd- ar þrýstingi. Við 0°C mun frekari þrýstingsaukning vegna ísmynd- unar þegar í stað leiða til röskunar íslögunarinnar og vökvi myndast. Ísmyndun væri því ekki möguleg við slíkar aðstæður. Við meiri kæl- ingu á bilinu 0°C til um -22°C hefst ísmyndun samfara þenslu efnisins þar til þeim þrýstingsmörkum er náð að sameindalögunin riðlast og vökvaformið myndast. Þrýstings- mörkin hækka með aukinni kæl- ingu upp í um 2000 loftþyngdir við -22°C. Þessi mikla þrýstings- aukning á hitabilinu 0°C til -22°C er einmitt orsök frostveðrunar og bergmolnunar í náttúrunni sem alþekkt er. Þetta er einnig ástæða þess að varast ber að skilja eftir vatn í vatnleiðslum utanhúss yfir veturinn því hætta er á frosts- kemmdum vegna þess hve þrýsti- kraftur íssins getur orðið gríðar- lega mikill. Fasalínuritið sýnir að vatn sem lendir í miklu frosti ásamt mótstöðu gegn þenslu getur myndað svo gífurlegan þrýsting að það getur brotið eða sprengt næstum hvað sem er. Breyting verður við hitastig undir -22°C Fyrir hitastig undir -22°C gegnir hins vegar öðru máli. Þegar þrýst- ingur vegna þenslu íss á forminu Ih hefur náð um og yfir 2000 lof- þyngdum umbreytist upphaflegi íshamurinn í nýja hami sem hafa sífellt meiri eðlismassa og minna rúmmál, fyrst í III á bilinu frá -22°C upp í um -34°C, síðan í II fyrir lægri hita en -34°C; þá V, VI o.s.frv.; sjá mynd. Af fasalínuritinu á myndinni má einnig lesa ýmislegt fleira skrýtið sem gerist þegar vatn breytist í ís við mikinn þrýsting. Þannig sést dæmis, ef umhverfisþrýstingur á vatni er aukinn upp í um 9000 loft- þyngdir (900 MPa) við 20°C, að þá myndast ís í ham VI. Af ofangreindu er ljóst að eigin- leikar þessa efnis sem við umgöng- umst og snertum á degi hverjum, vatnsins, eru margbreytilegri en margan kann að óra fyrir. Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við HÍ. HVAÐAN ER ORÐIÐ KRUMMAFÓT- UR KOMIÐ? Orðið krummafótur er tiltölulega ungt í málinu og fyrst og fremst notað við börn. Algengasta merk- ingin er að ‚hafa hægri skó á vinstri fæti og vinstri skó á hægri fæti‘ en einnig þekkist merkingin ‚að vera með sokkana niður um sig‘. Það er líka kallað að vera með kálfsfætur eða kálfslappir. Hrafninn hefur þrjá stórar tær sem vísa fram og eina sem vísar aftur. Líklegasta skýring- in á krummafæti er að spor eftir hrafninn minni á lag á fæti þegar farið hefur verið í rangan skó. Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Frosið vatn og krummafætur VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað merkir að vera snöfurmannlegur, hvað er menningararfleifð, hvert er upphaf áramótabrennunnar á Íslandi og hvaðan kemur orðið ballarhaf? VÍSINDAVEFUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.