Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 70
7. janúar 2006 LAUGARDAGUR70
SKÚFFUSKÁLDIÐ } ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON
Hvert stjörnumerki er táknrænt fyrir ákveðið þroskaskeið. Stjörnumerki
Íslands er tvíburinn sem táknar
unglingsskeiðið, þegar við
erum að losa okkur úr faðmi
foreldranna og hefjum leit okkar
að eigin sjálfsmynd.“ Þannig hefur
Bjarndís Arnardóttir stjörnu-
sálfræðingur ræðu sína um leið og
hún rýnir í stjörnukort íslensku
þjóðarinnar.
„Þótt tvíburinn sé sveigjanlegt
og þjóðfélagslega sinnað merki
býr það yfir mjög sterkri
sjálfstæðiskennd sem á erfitt
með að hlýða utanaðkomandi
reglum og tekur eigin ákvarðanir
sem stundum eru á skjön við
stefnu og álit annara þjóða. En
við Íslendingar erum sem sagt
dæmigerðir tvíburar; léttlynd og
hress en erum ekkert of upptekin
af því sem er undir yfirborðinu
enda látum við hugsun og skynsemi
ráða yfir tilfinningunum.
Við elskum bækur og fjörugar
rökræður og þjótum á hraða
ljóssins milli reynslusviða útúr-
tjúnuð og tætt. Við erum slök í að
hugsa um gamla fólkið og kunnum
illa að meta þá reynslu og þroska
sem aldraðir búa yfir enda erum
við sárþjáð af æskudýrkun því
sem tvíburar erum við hálfgerðir
unglingar og þeir hafa engan
áhuga á öldungunum.“
Glíma við minnimáttarkenndina
En svo virðist sem þessi kok-
hrausti unglingur, sem íslenska
þjóðin er, fái að finna til tevatns-
ins á þessu ári.
„Ein áberandi staða í kortinu
sem við Íslendingar erum reynd-
ar að vinna úr á árinu er hin
landlæga minnimáttarkennd. Við
munum þurfa að kenna á því að
ástin kemur ekki sjálfkrafa held-
ur þurfum við að vinna hörðum
höndum fyrir henni. Sú afstaða
sem er í stjörnukorti Íslands er
ein erfiðasta afstaðan í stjörnu-
spekinni því henni fylgir lágt
sjálfsmat og mikil ónotatilfinning
með sjálfan sig, útlitið og ástina.
Þessu fylgir svo sú tilfinning að
maður eigi ekkert skilið nema að
vinna fyrir því hörðum höndum.“
Tilfinningar í tísku
En ekki fer það þó svo að við Íslend-
ingar verðum barðir af örlögunum
til stífni. Þess í stað virðist tími til
kominn á þessu ári að slaka á og
mýkjast. „Á árinu munu viðhorf
til vinnu, ástar og fegurðar breyt-
ast. Við erum svo vitsmunaleg og
stíf í þessum efnum að það hálfa
væri nóg. En á árinu komum við
til með að slappa af og leyfa til-
finningunum að gægjast út. Við
höfum séð þetta í uppsiglingu í
raunveruleikaþáttunum þar sem
ákveðnu tilfinningalegu ferli er
komið af stað; ekki síst í Íslenska
bachelornum sem sumir segja að
hæfi okkur ekki.
Þótt við verðum aldrei
afslöppuð í sambandi við vinnu
förum við að slaka á í þeim efnum
og lærum þess meir að elska og
meta fólk fyrir það sem það er en
ekki fyrir það sem það afrekar.“
Viljum karla í æðstu stöður
Þeir sem vinna að jafnrétti
kynjanna kunna að verða fyrir
nokkrum vonbrigðum með þróun
mála á þessu ári. „Þau viðhorf
að fjölga beri konum í æðstu
stjórnunarstöðum munu mildast á
árinu,“ segir Bjarndís.
„Hvort sem okkur líkar betur
eða verr vilja Íslendingar karla í
æðstu stjórnunarstöður þótt við
berjumst á móti því. Þetta er ein-
faldlega innbyggt í stjörnukortið
og þar með þjóðarsálina. Jafn-
rétti kemur því ekki eðlilega og
áreynslulaust heldur þarf að gera
meðvitað átak í þeim efnum. Okkur
hættir einfaldlega ósjálfrátt til að
líta meira upp til karla en kvenna.“
Hreinsun í stjórnmálum og mál-
vernd fær á baukinn
Það þarf að taka til í þjóðarsálar-
tetrinu eins og annars staðar.
Þeir sem kunna slíkum hrein-
gerningum illa er vorkunn því
það virðist vera tiltektarátak í
gangi. „Plútó, pláneta hreinsunar
og umbreytinga, hefur verið
sterk í stjörnukortinu fyrir
Ísland og hafa Íslendingar fengið
að kenna á því þessa síðustu
og stormasömu tíma. Með
jarðskjálftanum á Suðurlandi
þann 17. júní árið 2000 hófst eitt
mesta sálræna hreinsunarskeið
Íslandssögunnar og mun það vara
til ársins 2010. Sterkar líkur eru á
því að öll helstu eldfjöll landsins
láti í sér heyra fljótlega á þessu
ári en það er mjög táknrænt
fyrir þessa orku. En jafnframt
því sem sori verður grafinn upp
og stungið á kýli mun Plútó færa
kraft og vilja til að gera drauma
að veruleika og jafnframt munu
nokkrir fjársjóðir og hæfileikar
koma í ljós í þessum uppgreftri.
Stjórnsýslan, ríkisstjórnin
og leiðtogar landsins munu ekki
sleppa við hreinsunareldinn því
uppstokkun og endurnýjun eru
á næsta leiti. Einnig mun hrikta
í gömlum stoðum þar sem við
munum endurskoða gömul gildi
sem áður voru í hávegum höfð en
hamla nú þroska okkar sem þjóðar.
Landbúnaðurinn mun gjalda fyrir
þetta og íslenska tungumálið sem
verið hefur í hálfgerðu glerbúri.
Þessi rétttrúnaðarstefna í mál-
verndinni sem leggur meiri
áherslu á málfar barna en líðan
þeirra fær ærlega á baukinn
á þessu ári. Einnig munu
mörkin milli óhefðbundinna og
hefðbundinna lækninga verða
gloppóttari á þessu ári,“ segir
Bjarndís dularfull á svip og
rúllar kortunum upp. ■
Jafnrétti og gömlu gildin fá á baukinn
Ýmsar gerðir af skúffuskáldum fyrirfinnast hér á landi. Sá sem nú
opnar hirslur sínar fyrir lesendur
Fréttablaðsins hefur skammað
þingheim í bundnu máli og stært
sig af langa-langafa sínum með
sama hætti. En þegar skáldagyðjan
hrelldi hann sem mest tók hann sig
til og þýddi heimsbókmenntir af
stakri lipurð. Þetta er fyrrverandi
þingmaðurinn og athafnamaðurinn
Ásgeir Hannes Eiríksson.
„Ég hef svo sem ekkert verið að
yrkja,“ segir skúffuskáldið eins og
þeirra er háttur í fyrstu. En þegar
betur er að gáð kemur annað í
ljós. „Jú, ég kastaði saman ein-
hverju þegar ég sat í fjárlaganefnd
Alþingis en þá vildu þingforsetar
kaupa Hótel Borg undir skrifstof-
ur þingmanna og mötuneyti. Ég
var á móti þeirri ráðstöfun og las
yfir mönnum í næstu þingveislu í
bundnu máli líkt og lög gera ráð
fyrir á þeim mannamótum. Þenn-
an brag kallaði ég Að kaupa ekki
Hótel Borg. Hann hljóðar svona:
Þótt forsetar telji þröngt á þingi
og þrotin bæði hús og torg.
Þá sæmir það ekki Íslendingi
að eyðileggja Hótel Borg.
Heim kom úr víkingi vígamaður,
sem víðförull barði menn og
tröll.
Sinn höfuðstól lagði í hótel glað-
ur,
hér handan við sjálfan Austur-
völl.
Minning hans lifir þó mannfólkið
hverfi,
meitluð í grjót og hlaðin í stein.
Og víst er að miðborgin ævilangt
erfi
ef Alþingi vinnur húsinu mein.
Fyrir iðandi mannlíf er miðbær-
inn gerður,
máltíð fólk velur og áningarstað.
Ef ekkert hótel á vegi þess verð-
ur,
það víkur af leið og skundar um
hlað.
Sem betur fer varð ekkert af
sölu Hótel Borgar undir skrifstof-
ur en hvort það sé þessum brag
að þakka læt ég ósagt látið,“ segir
Ásgeir Hannes og hlær.
Líkt og skáldmæltum
þingmanni rennur blóðið til
skyldunnar að berjast með
stílvopninu þegar mikilvæg mál
ber á góma getur skúffuskáldið
heldur ekki brugðist þegar hróður
langa-langafa liggur við. „Í þessari
sömu þingveislu vildi svo til að
Guðrún vinkona mín Helgadóttir,
þá þingforseti, sagði frá merkilegu
atviki og kom langa-langafi minn
þar við sögu. Hann hét Jörgen
Pjetur Havstein og var amtmaður
fyrir Norður- og Austurland en
bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Fjárkláði herjaði á landið á miðri
nítjándu öld og skiptust landsmenn
í tvær fylkingar. Önnur fylkingin
vildi lækna kláðann og var Jón
Sigurðsson frá Hrafnseyri fyrir
þeim hópi en Jörgen Pjetur fór
fyrir þeim sem vildu skera sýkta
féð. Þeir deildu svo um fjárkláðann
í þingveislu og amtmaðurinn sat
þar í fullum skrúða með korðann
við belti. Í hita leiksins brá
karlinn sverðinu og lagði til Jóns
forseta en síðan hafa sverð verið
bönnuð í þingveislum og er það
engin furða.
Guðrún hafði áhyggjur af því að
mér hefði þótt miður að sitja undir
þessari sögu af langa-langafa en
það var síður en svo og í þingveislu
ári seinna afhjúpaði ég málverk
af amtmanni sem Guðmundur
Björgvinsson hafði málað. Við
það tækifæri lét ég líka þennan
leirkennda kveðskap fylgja:
Í fyrra í þingveislu forseti sagði
af fangbrögðum þingmanna á lið-
inni öld.
Þar sverðinu Pjetur minn langafi
lagði
lárétt á Hrafnseyrar sverð, sóma
og skjöld.
Eftir þann atgang þeir aftóku
sverðin
svo enginn ber vopn hér á forseta
í kvöld.“
En skáldagáfa skúffuskáldsins
hefur nýst því til annara hluta
en að slá um sig á þingveislum.
„Þegar ég var stráklingur sóttum
við félagarnir í hverfinu allar
fimmbíómyndir í Hafnarbíói og
meðal þeirra voru svokallaðar
hryllingsmyndir byggðar á ljóðum
bandaríska stórskáldsins Edgar
Allan Poe. Ég hafði sérstakt dálæti
á meistaraverki Poe um Hrafninn
og reyndi að læra ljóðið utanbókar
en gleymdi jafnóðum. Mörgum
áratugum seinna datt mér í
hug að stela, stæla og staðfæra
Krumma í íslensku umhverfi
nútímans á þrettándadagskvöldi
í Þingholtunum. Ég kalla þessa
útgáfu mína á Hrafninum hans
Poe Krumminn á skjánum. Þetta
á vel við núna þegar þrettándinn
er nýafstaðinn:
Þungstígur í Þingholtunum,
þögull grét í mínum sorgum,
þrekið var í þúsund molum,
á þrettándanum gat ei meir!
Óli lokbrá senn mig sótti,
í svefnrofanum sló mig ótti,
er létt þá einhver drap á dyr,
svo drepið var sem aldrei fyrr:
Ég reis á fætur, hrökk við hrædd-
ur,
„fer hér gestur eða tveir?“
Einn á ferð og ekkert meir!“
Áfram þylur skúffuskáldið ein
átján erindi af Krumma á skjánum
og svo virðist sem minnið bregðist
því ekki frekar en skáldagáfan.
Blaðamaður verður hins vegar að
fara enda varla vært í nærveru
Krumma.
Um langa-langafa sem
lagði til Jóns forseta
ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON SKÚFFUSKÁLD ÁSAMT LANGA-LANGAFA SÍNUM
Það er freistandi að láta stjörnuspeking
lesa úr stjörnunum um það sem
bíður manns þegar nýtt ár gengur í
garð. Jón Sigurður Eyjólfsson leit til
stjörnusálfræðingsins Bjarndísar
Arnardóttur, sem litaðist um í kortum sínum og sá
það sem bíður íslensku þjóðarsálarinnar á þessu ári.
BJARNDÍS ARNARDÓTTIR
STJÖRNUSÁLFRÆÐINGUR
Eftir að hafa rýnt í
stjörnukortin segir Bjarndís
að tilfinningar verði í tísku
á árinu og Íslendingar muni
læra að slappa af og leyfa
tilfinningunum að gægjast út.