Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 74
ÍSLAND FRAM YFIR AGUILERA Fyrsta verkefni mitt í París var að taka ljósmyndir af Christinu Aguilera. Það giltu mjög strangar reglur, meðal ann- ars var bannað að horfa í augun á henni eða eiga nokkur samskipti við hana,“ segir Kjartan Már ljós- myndari. En hvernig endaði hann með Christinu í París? Ég lærði ljósmyndun í Gautaborg en þar eru flestir íslenskir ljósmyndarar menntaðir. Þegar ég kom heim tók ég myndir fyrir Undirtóna og 24/7, sem var aukablað Morgunblaðsins. 27 ára gamall flutti ég til Parísar með lítið annað en myndavélina í farteskinu. Eftir rúma tvo mánuði var ég staddur á strippstað og hitti fyrir tilviljum Vincent Peters, þekktan þýskan ljósmyndara, en ég hafði einmitt verið mikið að stúdera myndir hans. Ágætis kynni tókust með okkur og þegar hann vantaði aðstoðarmann var ég ráðinn í starfið í mars 2003. Ég var líklega eini „first assistent“ í París sem ekki kunni frönsku, en síðan hef ég lært málið og allt er orðið auðveldara. Tískuljósmyndaheimurinn er alþjóðlegt samfélag og þar kunna allir ensku, en dagsdaglega er eiginlega nauðsynlegt að tala frönsku, þar sem sérstaklega eldra fólkið talar litla ensku.“ Fyrsta verkefnið með Peters var svo að taka myndirnar af Christinu Aguilera sem birtust meðal annars í ítalska Vogue, sem þykir einhver mesta tískubiblía Evrópu. En Kjartan hefur einnig unnið með fleiri stjórstjörnum. „Við fórum með Kate Moss til Ibiza og það var sama reglan þar, ekkert augnsamband. Jennifer Lopez var með 15 manna her með sér, og þegar það kom lag með Madonnu í útvarpinu gaf hún skipun um að það væri samstundis slökkt á því. Stella McCartney er mjög hörð grænmetisæta, og enginn mátti borða kjöt í návist hennar. Hilary Swank, sem fékk óskarsverðlaun fyrir Million Dollar Baby, var hins vegar mjög indæl, engir stælar. Allar þessar stórstjörnur eru með svokallaðan „publicist“ með sér, sem passar upp á það að allar myndirnar séu í samræmi við ímynd stjörnunnar. Til dæmis var Hilary þarna á nærbuxunum, og það var mjög vel passað upp á að enginn óviðkomandi fengi aðgang eða væri að sniglast með myndavél þarna. Einn sem ég þekkti tók myndir í leyfisleysi og var látinn þurrka þær út.“ Kjartan segist hafa fengið að vinna með sumum af helstu ljósmyndarafyrirmyndum sínum í París, svo sem Mario Testino og Mert og Marcus, en hugurinn leiti þó heim. „Mér fannst enginn menningar- munur á því að búa í Svíþjóð eða á Íslandi, en það var fyrst í París að ég uppgvötaði Íslendinginn í sjálfum mér. Þar þérar maður alltaf ókunnuga en við Íslendingar erum svo vanir því að koma alltaf eins fram við alla. Það er hvorki betra eða verra að vinna hér en þar, bara öðruvísi. Það er eiginlega meiri sköpun í því að vinna í auglýsingum hér heima en fyrir tímarit erlendis. Það er hægt að gera fína hluti á Íslandi.“ 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR34 KONUR AÐ STÖRFUM HELENA CHRISTIANSEN EVA HERZEGOVA KJARTAN MÁR LJÓSMYNDARI LINDA EVANGELISTA CHRISTINA AGUILERA NAOMI CAMPBELL KJARTAN MÁR AÐ STÖRFUM ÁSAMT VINCENT PETERS Kjartan Már ljósmyndari vann með stórstjörnunum í París.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.