Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 86
Árið 1967, þegar sumar ástarinnar
var og hét, hefur verið kjörið besta
ár allra tíma í popptónlistinni.
Það voru hlustendur bresku
útvarpsstöðvarinnar Radio 2 sem
tóku þátt í könnuninni. Þetta ár
gáfu Bítlarnir út Sgt. Pepper,
Jimi Hendrix gaf út Are You
Experienced? og bæði The Rolling
Stones og Pink Floyd slógu í fyrsta
sinn í gegn í Bandaríkjunum.
Þess má geta að meðalaldur
hlustenda útvarpsstöðvarinnar
er 51 ár og muna þeir því vel eftir
þessu fræga sumri.
„Þetta var mjög mótandi tími
fyrir mig því þarna var ég að fá
áhuga á tónlist,“ sagði tónlistar-
maðurinn Paul Weller í spjalli við
Radio 2. „Þetta var ár þema-platn-
anna og þarna komu út margar
frábærar smáskífur eins og See
Emily Play eftir Pink Floyd.“
Í öðru sæti lenti árið 1957 en þá
náði Elvis Presley-æðið hámarki
sínu. Næst á eftir varð árið 1973
þegar Pink Floyd gáfu út The
Dark Side of the Moon. Árið 1999
var kjörið versta árið í popptónlist
fyrr og síðar. ■
Ástin blómstraði sumarið 1967
BÍTLARNIR The Beatles gáfu út plötuna
Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band
árið 1967.
BESTU TÓNLISTARÁR ALLRA TÍMA
1. 1967 2. 1957 3. 1973 4. 1966
5. 1969 6. 1979 7. 1976 8. 2005
9. 1994 10. 1984
Grínistinn Jon Stewart verður
í fysta sinn kynnir við veitingu
næstu óskarsverðlauna sem verð-
ur hin 78. í röðinni. Stewart hefur
ágæta reynslu í þessum geira því
hann hefur tvívegis verið kynnir
við afhendingu Grammy-verðlaun-
anna bandarísku.
Stewart hefur stjórnað þætt-
inum Daily Show við miklar vin-
sældir þar sem hann gerir óspart
grín að stjórnmálamönnum og
bandaríska fjölmiðlaheiminum.
Vonast stjórnendur óskarsins til
að Stewart muni draga að enn
fleiri áhorfendur af yngri kyn-
slóðinni en áhorf á þátt hans
hefur einmitt verið mest hjá
fólki á aldrinum 18 til 49 ára.
Stewart hefur einnig verið tíður
gestur í spjallþáttum Jays Leno og
Davids Letterman þar sem hann
hefur látið allt flakka.
Hann studdi demókratann
John Kerry í forsetakosningum
Bandaríkjanna árið 2004 og
hefur ekki sparað gagnrýni á
forsetann George W. Bush í
þætti sínum.
Stewart tekur við sem
kynnir af leikaranum
Chris Rock sem fékk
misjafna dóma fyrir
frammistöðu sína á
síðustu óskarshátíð.
Gerði hann m.a. grín
að Jude Law sem
féll í heldur grýttan
Vonir bundnar við Stewart
Þriðja breiðskífa rokksveitarinnar
Singapore Sling, Taste the Blood
of Singapore Sling, er að koma
út eftir þó nokkra bið. Platan átti
síðast að koma út á Þorláksmessu
en einhverjar tafir urðu á vinnslu
hennar.
Síðasta plata Singapore
Sling, Life is Killing My Rock
N´Roll kom út 2004 var ágætt
framhald af fyrstu plötunni
The Curse of Singapore Sling
sem kom út tveimur árum áður.
Rykugt eyðimerkurrokkið var í
fyrirrúmi og töffaraskapurinn
meiri en nokkru sinni fyrr. Áður
hafði sveitin gefið út hina 8-laga
demóplötu Overdrive í einungis
þrjátíu eintökum.
Nýir meðlimir hafa bæst við
Singapore Sling síðan síðast.
Eru það gítarleikarinn Hákon
Aðalsteinsson, sem semur tvö lög
og útsetur með forsprakkanum
Henrik Björnssyni, og bassa-
leikarinn Bíbí sem áður var í
Kolrössu Krókríðandi.
Henrik segir að nýja platan
sé styttri en sú síðasta, það sé
helsti munurinn á gripunum
tveimur. „Það eru sjö lög á þessari
plötu og þetta var tekið upp með
trommuheila og unnið mjög hratt.
Við tókum þetta upp sjálfir,“ segir
Henrik.
Hann bætir því við að hug-
myndin um að nota trommuheila
hafi bara verið ákvörðun sem hafi
verið tekin því upphaflega hug-
myndin hafi verið að gefa út EP-
plötu með trommuheila.
Henrik segist vera mjög
ánægður með nýju plötuna. „Það
er helvíti gott að geta tekið upp
svona plötu á átta rása tæki við
erfiðar aðstæður og án peninga.“
Singapore Sling hefur gert
nokkuð af því að spila úti í heimi
og játar Henrik að tónleikahald
ytra sé á döfinni en ekkert hafi þó
verið ákveðið enn. Platan kemur
alla vega fyrst út hér heima en um
þessar mundir er verið að ganga
frá útgáfumálum við erlenda
aðila. freyr@frettabladid.is
Sjö lög og trommuheili
HENRIK BALDVIN BJÖRNSSON Söngvari og forsprakki Singapore Sling segir að nýja platan
hafi verið unnin mjög hratt.
S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R
1 9 7 0 - 2 0 0 5
Stórkostleg safnplata
í næstu verslun
3CD
���������
���������������
�������� ���
���������
���������������
�������� ���
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 2 og 4 ÍSLENSKT TAL
„Persónurnar eru
trúverðugar og
leikurinn í flestum
tilvikum fyrsta
flokks“...„Baltasar
finnur smjörþefinn af
Hollywood“
����
- Dóri DNA - DV
����
- Toronto Sun
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
���1/2
- MMJ
Kvikmyndir.com
���
- Topp5.is
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
....eiturgóð mynd....
Sirkus 30.12.05
����
„...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3 Íslenskur texti
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
„...líklega besta kvikmyndatónlist
Íslendings til þessa“
VG - Fréttablaðið
...áhugaverð og fáguð
kvikmynd sem veitir
ferskum straumum
inn í íslenska
kvikmyndagerð
����
- HJ MBL
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
���� „...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11 B.i. 16 ára
....eiturgóð mynd....
Sirkus 30.12.05
Sýnd kl. 8 og 10