Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 94
7. janúar 2006 LAUGARDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Opið
laugardaga
10-14
LÁRÉTT
2 berjast 6 utan 8 efni 9 stormur
11 frú 12 bolur 14 frumefni 16 tveir
eins 17 gerast 18 viður 20 tveir eins
21 tegund.
LÓÐRÉTT
1 ullar 3 tveir eins 4 jafningi 5 for 7
hagnýta 10 bergtegund 13 viljugur
15 ráf 16 frændbálkur 19 persónu-
fornafn.
LAUSN:
HRÓSIÐ
...fær Gerður Kristný Guðjóns-
dóttir rithöfundur fyrir að nýta
sér þekkingu úr þáttunum Amer-
ican‘s next top model þegar hún
lék í auglýsingu KB banka.
LÁRÉTT: 2 etja, 6 án, 8 tau, 9 rok, 11
fr, 12 stofn, 14 flúor, 16 ææ, 17 ske,
18 tré, 20 ii, 21 tagi.
LÓÐRÉTT: 1 hárs, 3 tt, 4 jafnoki, 5 aur,
7 notfæra, 10 kol, 13 fús, 15 reik, 16
ætt, 19 ég.
Ummæli bandaríska leikstjórans
Quentins Tarantino í spjallþætti
Conans O‘Brian hafa vakið mikla
athygli. Lýsingar hans á léttúðugu
íslensku kvenfólki sem kunni
ekkert með brennivín að fara hafa
farið fyrir brjóstið á mörgum en
Tarantino sagði að í Bandaríkjunum
þyrftir þú að kaupa áfengi handa
stelpum til að fá þær heim með
þér. Á Íslandi væri þessu öfugt
farið því þá þyrftir þú að koma
þeim heim áður en þær lognuðust
útaf eða ældu yfir þig.
Katrínu Önnu
G u ð m u n d s d ó t t u r ,
talskonu Femín-
istafélags Íslands,
komu þessar yfir-
lýsingar ekkert sér-
staklega mikið á óvart. „Það er
einfaldlega búið að markaðsetja
Ísland á þennan hátt,“ sagði hún.
„Það eru gerðar út ferðir frá bæði
Bandaríkjunum og Bretlandi þar
sem markhópurinn er karlar og
íslenskar konur eru beitan,“ bætti
Katrín við og sagðist jafnframt
hafa heyrt af því að íslenskar konur
væru hættar að segja frá hvaða
landi þær kæmu vegna áreitis
þegar þær væru erlendis. Hún sagði
að íslenskar konur hefðu
vissulega orð á sér
fyrir að vera mjög
sjálfstæðar en þær yrðu
því miður oft fyrir
barðinu á tvöföldu
siðferði. „Mér finnst
það ekki vera merki
um sjálfstæði
þegar eingöngu er
talað um hegðun
annars kynsins,“
sagði hún og
taldi ólíklegt
að talað væri
á þessum
nótum um
í s l e n s k a
karlmenn. „Konur geta því ekki
hagað sér eins og þær vilja án þess
að vera dæmdar út frá einhverjum
ákveðnum forsendum.“
Ísleifur B. Þórhallsson stóð að
komu Tarantino hingað til landsins
og sagði að þetta hefði komið sér
mjög á óvart. „Ég hef ekki þekkt
hann lengi en mér fannst þetta
svolítið úr karakter. Hann talaði
við okkur um mun jákvæðari hluti,“
segir Ísleifur og bætti við að þetta
hefði enn fremur komið flestum
í kringum hann spánskt fyrir
sjónir. „Þetta viðtal bregður upp
brenglaðri mynd af veru þeirra hér
því stærsti hlutinn af dvölinni fór
ekki í djamm,“ bætir Ísleifur við.
„Við gerðum mikið af því að fara
út í náttúruna, hitta skemmtilegt
fólk og hann hafði orð á því. Það að
þátturinn skuli hafa snúist um þetta
kemur okkur því í opna skjöldu.“
Ísleifur heyrði í leikstjóranum Eli
Roth sem er mikill Íslandsvinur og
góður félagi Tarantino. „Hann tekur
þetta mjög nærri sér og finnst þetta
bæði leiðinlegt og ósanngjarnt.“
freyrgigja@frettabladid.is
KATRÍN ANNA
Segir þessar yfirlýsingar
ekki koma sér á óvart
enda sé þetta hluti
af markaðs-
væðingu
Íslands.
TARANTINO: YFIRLÝSINGARNAR FARA FYRIR BRJÓSTIÐ Á LANDSMÖNNUM
Eli Roth finnst félagi sinn
hafa komið illa fram
TARANTINO Fór hamförum í lýsingum sínum á
gamlárskvöldi Íslendinga og þá sérstaklega þegar kom að
íslensku kvenfólki sem er gefið fyrir vín. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
1 1,4 milljarðar króna
2 Evo Morales
3 Gummersbach
VEISTU SVARIÐ?
NÚNA BÚIÐ
Fjaðrir. Finndu paradís-
arfuglinn í sjálfri þér og
skreyttu þig með fjöðrum.
Jurtate. Hreinsaðu lík-
amann með hollum
jurtum. Prófaðu nýju
íslensku heilsubótartein
sem fást í versluninni
Maður lifandi.
Tangó. Seiðandi og
sexí tónlist frá Argentínu.
Hressandi.
Fölbleikur varalitur.
Þetta er ekkert nema ljótt,
sérstaklega við sólarbrúnku.
Salt. Langar þig
virkilega að tútna
meira út?
Diskó. Það dó
fyrir löngu.
Jóni Sæmundi Auðarssyni, listamanni og eiganda Nonnabúðar, var að
sjálfsögðu boðið í veislu Tarantinos á
Rex um áramótin. Jón Sæmundur er
að mála portrett af Tarantino, hefur selt
honum fjölda af flíkum og eru þeir orðnir
mestu mátar. Hins vegar varð Jón fyrir
því leiða óhappi í VIP horni veislunnar
að týna uppáhaldsfrakkanum sínum og
myndavélinni sinni sem meðal annars
geymdi myndir af börnunum hans á
áramótabrennu. Jakkinn er forláta gripur
úr svörtum striga frá Viktoríutímabilinu
og er sárt saknað. Jón
Sæmundur vonar að
jakkinn og myndavélin hafi
verið tekin í misgripum
og sé ekki floginn til New
York með Tarantino og
kompaníi, og lýsir eftir
honum. Hann bætti
því við að hann hefði
líka týnt kettinum
sínum honum Villa,
sem er svartur og
hvítur, en hann hvarf
þó ekki á Rex eins og
fyrrnefndir hlutir.
Damon Albarn mun koma fram
með hljómsveitinni Ghostigital á
tónleikunum til stuðnings náttúru-
vernd sem verða haldnir í Laugar-
dalshöll í kvöld.
Albarn mun fyrst spila á
munnorgel með sveitinni og síðan
mun hann taka sér hljóðnema í
hönd og syngja með Einari Erni.
Munu þeir flytja nýtt lag sem þeir
félagar sömdu saman.
Einar segist hafa verið beðinn
um að taka þátt í tónleikunum
og ekki viljað skorast undan því.
„Það er ekki tími til að þegja
heldur segja,“ segir Einar. Hann
segist hafa fylgst ágætlega með
umhverfismálum í gegnum tíðina.
„Ég held að þessir tónleikar séu
fyrsta skrefið í því ferli sem við
eigum öll að vera hluti af, að
fylgjast með og taka þátt. Við
búum til framtíðina fyrir okkur
sjálf og alla hina sem fylgja á
eftir okkur. Þó að það sé eitthvað
sem hefur verið samþykkt þá þarf
ekki að samþykkja allt annað og
talandi um blússandi velferð í
þjóðfélaginu og annað þá hef ég
ekki tekið eftir því sjálfur.“
Tónleikarnir í kvöld, sem hefjast
klukkan 18.00, verða teknir upp og
gerðir aðgengilegir á heimasíðunni
damnation.tv í næstu viku. Auk
Albarns og Ghostigital koma m.a.
fram Björk, Sigur Rós, Mugison,
Damien Rice, Ham og Egó, sem
lokar kvöldinu. Uppselt er á
tónleikana og segir Einar Örn það
bera merki um hugarfar almennings
í náttúruverndarmálum. „Það er
merkilegt að það eru allir að tala
um að listamenn hafi ákveðið að
koma saman og spila en það er
fátt sagt um að þarna verði 5.500
manns í viðbót.“
Ekki tími til að þegja heldur segja
EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Einar Örn
kemur fram á tónleikunum með Damon
Albarn.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Samfylkingin í Hafn-arfirði undir forystu
Lúðvíks Geirssonar
bæjarstjóra þykir hafa
sterka stöðu fyrir
komandi sveitar-
stjórnarkosningar.
Samfylkingin er
með hreinan
meirihluta eins
og er, sex bæjarfulltrúa á móti fimm
fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Það er hins
vegar sundrung meðal sjálfstæðismanna
eftir að allt fór í bál og brand hjá þeim í
kringum prófkjör fyrir áramótin. Þá gæti
listi sjálfstæðismann liðið fyrir reynslu-
leysi frambjóðenda. Vinstri grænir þykja
ekki hafa sterka fótfestu í Hafnarfirði og
Framsóknarflokkurinn missti fótfestu
sína í þessu forna vígi jafnaðarstefnunn-
ar. Lúðvík og hans lið er því sigurstrang-
legt en eins og gengur með sigursæla
bæjarstjóra eru líkur á því að Lúðvík
muni hasla sér völl á framboðslista
Samfylkingarinnar til alþingiskosninga
árið 2007. Það má segja að Guðmundur
Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri
í Hafnarfirði, hafi skilið eftir sig skarð
fyrir Lúðvík að fylla eftir að hann hvarf
af þingi til annarra starfa í Stokkhólmi.
Jafnaðarmenn í Hafnarfirði gera að
sjálfsgögðu eindregna
kröfu um að þeir eigi
sterkan leiðtoga úr kjör-
dæminu á þingi þannig
að ef Lúðvík heldur velli
í bæjarstjórnarkosning-
unum í vor hlýtur leið
hans inn á framboðslista
til alþingiskosninga á
næsta ári að vera greið.
��������������
�������
����������
����
����������������
��������������
������