Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ��������������������������� Nefnd undir forystu Páls Hreins- sonar, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, hefur nú hafið störf við smíði frumvarps til laga um fjölmiðla. Ásamt Páli sitja í nefndinni lögfræðingarnir Páll Þórhallsson og Valur Árnason. Mun nefndin byggja frumvarps- smíðina á tillögum nefndar um málefni fjölmiðla er fulltrúar allra þingflokka áttu sæti í. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp hverjar tillögur fjölmiðla- nefndarinnar voru. Í fyrsta lagi var lagt til að Ríkisútvarpið verði áfram öflugt almannaþjónustu- útvarp með áherslu á sérstöðu þess og skyldur sem fjölmiðils í eigu allra landsmanna. Í öðru lagi að settar verði reglur sem tryggi gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. Í þriðja lagi að regl- ur um leyfisveitingar til rekstr- ar hljóðvarps og sjónvarps verði teknar til endurskoðunar með það að markmiði að aðgreina ólíka miðla. Í fjórða lagi að eignarhald á fjölmiðlum, sem náð hafa ákveðinni útbreiðslu eða hlutdeild á markaði, verði bundin takmörkunum með þeim hætti að aðilum verði sett hóf- leg takmörk um heimilan eign- arhluta. Í fimmta lagi að settar verði reglur sem tryggi aukið val neytenda þannig að efnisveitur fái aðgang að ólíkum dreifiveit- um og dreifiveitur fái flutnings- rétt á fjölbreyttu efni. Í sjötta lagi að mótaðar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði á fjöl- miðlum. Í áttunda lagi að stjórn- sýsla á sviði fjölmiðlunar verði einfölduð þannig að málefni fjöl- miðla séu sem flest á verksviði eins og sama stjórnvaldsins sem starfað gæti sjálfstætt og/eða í tengslum við núverandi Póst- og fjarskiptastofnun. Breið pólitísk samstaða Það munu alltaf vera skiptar skoðanir um það hversu langt eigi að ganga. Sumir vilja ganga lengra en tillögur fjölmiðla- nefndar segja til um, aðrir telja jafnvel enga þörf á sérstakri lagasetningu um fjölmiðla. Ég hef lagt áherslu á mikil- vægi þess að ef setja á almenna umgjörð um starfsemi fjölmiðla í landinu verði að ríkja um það breið pólitísk samstaða. Öllum flokkum var á sínum tíma boðin aðild að starfi fjölmiðlanefndar- innar og áttu jafnframt aðild að tillögum hennar. Ég hef því talið rétt og eðlilegt að bjóða öllum þingflokkum aðild að því starfi sem framundan er við að smíða frumvarp á grund- velli tillagna nefndarinnar. Sendi ég formönnum þingflokkanna bréf þessa efnis fyrir áramót og bauð þeim að tilnefna fulltrúa í nefnd er myndi smíða frumvarp til laga á grundvelli tillagna fjöl- miðlanefndar. Þeirri nefnd var á engan hátt ætlað að ræða almennt um málefni fjölmiðla heldur semja frumvarp byggt á þeim tillögum er fulltrúar allra flokka höfðu samþykkt. Þingflokkar stjórn- arandstöðunnar óskuðu eftir því að tilnefna ekki fulltrúa í slíka nefnd en lýstu því jafnframt yfir að þeir treystu þeim lögfræð- ingum sem fengnir höfðu verið til verksins og að fulltrúar þing- flokkanna í fjölmiðlanefndinni væru reiðubúnir að eiga samráð við þá um smíði frumvarps. Þar með tel ég tryggt að sátt haldist um framhald málsins. Málefni Ríkisútvarpsins Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt að frumvarp um Ríkisútvarpið skuli lagt fram á Alþingi og sé ekki hluti af því starfi sem framundan er. Í því sambandi vil ég taka fram að frumvarp til laga um Ríkisút- varpið sf. var lagt fram á Alþingi töluvert áður en fjölmiðlanefnd- in lauk störfum. Varð það hins vegar að samkomulagi milli mín og stjórnarandstöðunnar að ekki yrði mælt fyrir málinu fyrr en að tillögur nefndarinnar lægju fyrir svo ræða mætti frumvarpið um RÚV sf. í samhengi við skýrslu fjölmiðlanefndarinnar. Taldi ég þetta eðlilegt og sjálfsagt þótt ljóst væri að það myndi jafnframt seinka afgreiðslu málsins. Frumvarp til laga um Ríkisút- varpið hf. lýtur að rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Með því er verið að færa rekstrarumhverfi þess til nútímalegra horfs og gera því betur kleift að sinna sínu mikil- væga menningarhlutverki. Má segja að frumvarpið taki einmitt undir þá tillögu fjölmiðlanefnd- ar að RÚV verði áfram öflugt útvarp í almannaþágu. Menn hafa vissulega ólíkar pólitískar skoðanir á því hvaða rekstrar- form sé heppilegast og mun þing- mönnum stjórnarandstöðunn- ar gefast tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri er málið verður tekið til umræðu á Alþingi. Tillögur fjölmiðlanefndar lúta hins vegar að þeim almenna ramma sem allir fjölmiðlar, Rík- isútvarpið þar með talið, verða að lúta. Það er því ekki rétt að Ríkisútvarpið sé undanskilið í því starfi sem framundan er. Höfundur er menntamála ráðherra. Samstaða um fjölmiðlalög UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖG ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Það munu alltaf vera skipt- ar skoðanir um það hversu langt eigi að ganga. Sumir vilja ganga lengra en tillögur fjölmiðlanefndar segja til um, aðrir telja jafnvel enga þörf á sérstakri lagasetningu um fjölmiðla. Bókaútrás Kaupsýslumenn eru ekki einu Íslend- ingarnir í útrás á erlenda markaði. Það verður æ algengara að íslenskir rithöfundur fái verk sín gefin út erlendis. Fræg er sigurför bókar Arnaldar Indriðasonar sem selst hefur í hundruðum þúsunda eintaka utan landsteinanna. Í bókatíðinni fyrir síð- ustu jól voru oft sagðar fréttir af því að gerðir hefðu verið samningar um rétt til útgáfu íslenskra skáldverka í útlöndum, jafnvel áður en viðkomandi bækur voru komnar út á Íslandi. Ekki er víst að allir slíkir samningar leiði til raunverulegrar útgáfu, hvað þá mikillar sölu, en þarna er þó um að ræða ákveðna við- leitni og þróun sem með tímanum getur breytt íslenskum bókamarkaði og kjörum sem þar eru í boði. Starfa erlendis Og svo eru þeir höfundar sem ekki þurfa íslensk bókaforlög til að annast sín mál, heldur skrifa fyrst og fremst fyrir erlendan markað. Nefnt var í þessum dálki fyrir nokkrum dögum að vestur í Bandaríkjunum væri nýkomin út bók eftir íslenskan fræðimann sem búsettur er fyrir vestan, Magnús Þorkel Bernharðsson, Reclaiming a Plundered Past. Archeology National Building in Modern Iraq. Spurt var þá hvort bókin fengist ekki hér á landi. Katrín Gísla- dóttir hjá Bóksölu stúdenta sendi okkur tölvupóst og sagði að bókin fengist hjá þeim. Annar íslenskur höfundur utan- lands, sem einnig mætti sjást í hillum bókabúða, er Vilhjálmur Örn Vilhjálms- son sem búsettur er í Danmörku. Í fyrra sendi hann frá sér afar áhugaverða bók, tæpar 500 bls. að lengd, um örlög gyð- inga í Danmörku á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld og stríðsárunum sjálfum. Örlög gyðinga Bók Vilhjálms Arnar nefnist Medaljens bagside. Judiske flytningsskæbner í Danmark 1933-1945. Hún hefur vakið talsverða athygli í Danmörku enda hreyfir hún við viðkvæmu máli. Danir hafa staðið í þeirri meiningu að þeir hafi komið vel fram við gyðinga þegar þeir voru ofsóttir af þýskum nasistum. Í bókinni sýnir Vilhjálmur hins vegar að flóttafólk af gyðingaættum mætti oft miklum hindrunum þegar það leitaði eftir landvist í Danmörku. Voru danskir embættismenn jafnvel stundum ákafari í að koma þeim burt en Þjóðverjar að fá þá til baka. Það gefur bókinni gildi að hún er byggð á nákvæmri könnun heimilda og staðhæfingar höfundar verða því ekki hraktar. gm@frettabladid.is Um árabil hefur verið stunduð efnistaka í Ingólfsfjalli og hefur mörgum þótt nóg um, hvað þá nú þegar áætlanir gera ráð fyrir að fjallabrúnin verði lækkuð um heila 80 metra á næstu 10-15 árum. Þarna er svo sannarlega verið „að breyta fjalli“ svo gripið sé til heitis á bók sem út kom fyrir allnokkrum árum, án þess að nokkur tengsl séu þar á milli. Svo breytingin sé sett í kunnuglegt samhengi, þá mun brún Ingólfsfjalls sem snýr að þjóðveginum og byggðinni á Selfossi og nágrenni, lækka um hvorki meira né minna en hæð turnsins á Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík og vel það. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það „að breyta fjalli“ án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við. Þótt Ingólfsfjall hafi ekki sérstakt verndargildi frá náttúru- verndarsjónarmiði, eða að þar séu heimkynni sjaldgæfra fugla eða gróðurs sem fáséður sé annars staðar, þá verður að hafa í huga að við rætur þess er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og sífellt fleiri landsmenn velja Selfosssvæðið sem sína heima- byggð. Þar er þegar fyrir blómlegur byggðakjarni sem er í örri þróun og sér ekkert fyrir endann á henni. Ásýnd fjallsins mun breytast mjög, eins og menn geta ímyndað sér og það verður mun meira rask í og við fjallið en er um þessar mundir. Þeir sem standa fyrir efnistökunni í Ingólfsfjalli segjast að vísu ætla að ganga vel frá eftir sig þegar efnistökunni er lokið eftir mörg ár, en verður þá ekki bara haldið áfram að að sprengja niður fjallið og vitna til þess að það sé þegar byrjað að breyta ásýnd þess og þörfin fyrir efni úr fjallinu sé mikil? Efnistaka úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hefur staðið í um fimmtíu ár, og í tæp tvö ár hefur verið unnið uppi á fjallinu, þótt ekki sé búið að úrskurða um umhverfisáhrifin af allri efnis- tökunni. Það hljómar einkennilega í eyrum margra, því Skipu- lagsstofnun hefur þegar úrskurðað um að hluti alls þessa rasks í Ingólfsfjalli sé háður mati á umhverfisáhrifum vegna umfangs þess. Lengi vel stóð í stappi á milli yfirvalda og þeirra sem nýta námuna í Ingólfsfjalli um hvort námasvæðið væri matsskylt og fór mál þetta alla leið til ráðherra, sem staðfesti að hluti náma- vinnslunnar væri matsskyldur en ekki allt raskið, og því heldur námavinnslan á hluta svæðisins áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það „að breyta fjalli“ án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við nema að takmörkuðu leyti þegar um efnistöku og miklar breytingar á ásýnd landsins er að ræða. Þarna þarf greinilega að búa svo um hnútana að hægt sé að stinga við fótum, þótt um eignarland í eigu einstaklinga sé að ræða. Það virðist ekki eiga af Árnesingum að ganga varðandi umhverfismálin. Nú þegar töluverður sigur hefur unnist varð- andi Norðurlingaölduveitu þá er herjað sem aldrei fyrr á eitt helsta einkenni Árnessýslu, þar sem Ingólfsfjall er, og gott ef landnámsmaðurinn fer ekki að láta til sín taka í gröfinni ef fram fer sem horfir varðandi fjallið sem heitir eftir honum! ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Ráðgert að lækka fjallsbrún um áttatíu metra. Atlaga að Ingólfsfjalli Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.