Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 30
Embætti fangavarða laus til umsóknar Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar embætti fangavarða við Fangelsin á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er auglýst eftir sumarafleysinga- mönnum við Fangelsið Litla-Hrauni og Fangelsið Kvíabryggju. Meginhlutverk Fangelsismálastofnunar er að sjá um fullnustu refsinga. Markmið Fangelsis- málastofnunar varðandi tilgang með rekstri fangelsanna eru þessi helst: • Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt. • Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi vegna nýrra afbrota. • Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð sam skipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín Leitað er eftir starfsmönnum sem: • Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika • Hafa áhuga á að vinna með mjög breytileg um einstaklingum • Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum • Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum • Færni í íslensku áskilin, grunntölvukunnátta æskileg • Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála ráðherra og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um. Æskilegt er að störf við Fangelsin á höfuðborgarsvæðinu hefjist eigi síðar en 1. mars. Upplýsingar um embættin við Fangelsi á höfuð- borgarsvæðinu veitir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður, í síma 562-1952, Fangelsið Kvíabryggju Vilhjálmur Pétursson, forstöðumaður, í síma 438-6769, við Fangelsið Litla-Hrauni deildarstjóri, í síma 480-9000. Umsóknir skulu berast Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir 5. febr- úar nk. Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu stofnunarinnar http://fangelsi.is/. Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði. Með auglýsingu þessari er framlengdur áður auglýstur umsóknarfrestur um stöður fangavarða sem birtist í Lögbirtingarblaði þann 12. janúar sl., svo og á Starfatorgi. Álftanesskóli www.alftanesskoli.is Grunnskólakennara Óskum að ráð grunnskólakennara frá 1. mars til 7. júní 2006 í 80-100% starf. Kennslugreinar eru m.a. íslenska og danska í 8.-9 bekk. Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri og að- stoðarskólastjóri í síma 540-4700 og netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og erna.palsdottir@alftanesskoli.is Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi. Laun eru skv kjarasamningi LN og KÍ. Skólastjóri. ATVINNA 6 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. Starf fjármálaráðgjafa á einkabankasviði Landsbankans er laust til umsóknar. Starfsemi sviðsins felst í alhliða, alþjóðlegri fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum efnameiri einstaklinga. Starfið felst í ráðgjöf og þjónustu viðskiptavina einkabankaþjónustu sem og þátttöku í þróun á vörum sviðsins. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, framhaldsmenntun æskileg • Rík þjónustulund og samskiptafærni • Starfsreynsla að lágmarki 5 ár • Góð enskukunnátta, rituð og töluð, er skilyrði Nánari upplýsingar veita Ingólfur Guðmundsson framkvæmdastjóri einkabankasviðs í síma 410 7146 og Bergþóra Sigurðardóttir forstöðumaður á starfsmannasviði í síma 410 7907. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsókn og ferilskrá til bergsig@landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 31 03 7 0 1/ 20 06 Einkabankaþjónusta Landsbankans - Fjármálaráðgjafi Við erum að leita að nuddurum Leitar eftir kvenkyns nuddurum, bæði í fullt starf og hlutastarf. Einungis menntaðir nuddarar koma til greina. Meðmæli óskast. Umsjón með ráðningu Hafdís Jónsdóttir disa@worldclass.is Í Laugum eru starfrækt fimm fyrirtæki. Fjöldi gesta í Laugum er um 2000 daglega svo um líflegan vinnustað er að ræða. Umsóknir þurfa að berast skriflega til viðkomandi ráðningaraðila, einnig er hægt að fylla út umsókn á heimasíðu okkar www.worldclass.is ... sem eru jákvæðir, sýna frumkvæði, taka ábyrgð á starfi sínu og leita bestu lausna fyrir viðskiptavini ! Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ Kerfisfræðingur Laus er staða kerfisfræðings á upplýsingatækniþjónustu Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Menntasvið þjónustar leik- og grunnskóla Reykjavíkur- borgar. Um er að ræða 115 starfsstaði með um 20.000 notendum. Starfið felur m.a annars í sér: • Þjónustu og rekstur tölvubúnaðar í leik- og grunnskólum • Almenna notendaþjónustu í upplýsingatæknimálum. Hæfniskröfur: • Kerfisfræðingi eða sambærileg menntun • Reynsla af almennum rekstri útstöðva • Microsoft vottun • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til 6. febrúar nk. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf. Umsóknir sendist til Menntasvið Reykjavík- ur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar gefa Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri ingunn.gisladottir@reykjavik.is og Sigþór Örn Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatækniþjónustu. sigthor.orn.gudmundsson@reykjavik.is í síma 411-7000. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um laus störf á Menntasviði er að finna á netinu undir www.menntasvid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.