Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 70
38 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur • Borgartún 3 • 105 Reykjavík • Sími 411 3000 Reitirnir sem um ræðir eru Lögreglustöðvarreitur, Skúlagarður, Hampiðjureitur, KB bankareitur, Tryggingastofnunarreitur og reitur sem afmarkast af Einholti og Þverholti, en síðast taldi reiturinn hefur þegar verið auglýstur með athugasemdafresti til 1. mars. Auk formanns skipulagsráðs, Dags B. Eggertssonar, og embættismanna munu skipulagsráðgjafar mæta á fundinn og kynna nýjar tillögur að deiliskipulagi svæðisins. Einnig mun verða stutt umfjöllun um skipulag Miklatúns. Íbúar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér og ræða hinar nýju tillögur. Fundurinn verður haldinn að Kjarvalsstöðum á Miklatúni þriðjudaginn 24. janúar n.k. og hefst kl. 17:00. Hlemmur plús kynningarfundur Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur boða til almenns fundar þar sem kynntar verða tillögur að nýju deiliskipulagi á 6 reitum umhverfis Hlemm. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir talsverðri endurnýjun og uppbyggingu nýrra bygginga. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  16.15 Stjarnan og FH mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  19.15 Valur og Grótta mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  19.15 Víkingur og KA/Þór mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  19.15 Snæfell og Njarðvík mætast í bikarkeppni KKÍ í körfubolta.  19.15 KR og Keflavík mætast í bik- arkeppni KKÍ í körfubolta.  19.15 Skallagrímur og Þór mætast í bikarkeppni KKÍ í körfubolta.  19.15 Grindavík og Haukar mæt- ast í bikarkeppni KKÍ (kvenna). ■ ■ SJÓNVARP  11.40 Spænski boltinn á Sýn.  12.45 Heimsbikarkeppnin á skíðum á Rúv.  13.20 Ítölsku mörkin á Sýn.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Leikur Juventus og Empoli.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Leikur Barcelona og Alaves.  20.30 NFL á Sýn. Leikur Denver Broncos og Pittsburgh Steelers.  23.30 NFL á Sýn. Leikur Seattle Seahawks og Carolina Panthers. > Gunnar Heiðar ekki á förum Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- maður Halmstad í Svíþjóð, fer líklega ekkert frá félaginu fyrr en samningur hans rennur út í haust. Verðmiðinn á Gunnari er rokinn upp úr öllu valdi og fælir það þau lið frá sem bíða í röðum eftir því að fá hann til sín. Fyrsti leikurinn Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson spilaði í gær sinn fyrsta leik fyrir Dunfermline þegar hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Hibernian. Dunfermline tapaði leiknum 3-1. Garðar lék síðustu sextán mínúturnar í leiknum en lét lítið að sér kveða. HANDBOLTI Frakkar fara fullir sjálfstrausts á EM í Sviss eftir tvo góða sigra á íslenska landsliðinu. Liðin mættust á Ásvöllum í gær í annað sinn á skömmum tíma og Frakkar unnu annan öruggan og mjög sanngjarnan sigur. Sigur- inn í gær var öruggari en sá fyrri enda unnu Frakkar stórt að þessu sinni, 30-36. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og mun betur en fyrri leikinn. Leikmenn gengu ákveðið til verks, spiluðu hraða miðju og Ólafur Stefánsson lét til sín taka en hann var ákaflega daufur í fyrri leiknum. Þessi ágæta byrj- un gaf lítið annað en falsvonir því fyrr en varði fór íslenska liðið að gera sig seka um sömu grát- legu mistökin og í fyrri leiknum en fjölmargir boltar töpuðust sökum glórulausra, kæruleysis- legra sendinga. Þrátt fyrir það var leikurinn í jafnvægi í leikhéi en Frakkar leiddu þá með tveim mörkum, 15-17. Síðari hálfleikur var nánast ein martröð fyrir íslenska liðið. Frakkar náðu fljótt fjögurra marka forystu, 16-20, en þá kom góður kippur hjá íslenska liðinu sem minnkaði muninn í eitt mark, 19-20. Því miður reyndist þessi kippur vera dauðakippur liðs- ins því í stöðunni 21-23 skoruðu Frakkar sex mörk í röð og gengu frá leiknum. Síðustu fimmtán mínútur leiksins fóru í lítið annað en að bíða eftir lokaflautinu. Það er óhætt að segja að veik- leikar íslenska liðsins hafi opin- berast í síðari hálfleik. Vörnin var hreint skelfileg og áberandi var hversu slakir íslensku leik- mennirnir voru í stöðunni einn gegn einum. Einnig fór lítið fyrir hjálparvörn. Vörninni var breytt um síðir en það skilaði engu og Frakkar virtust skora að vild og það sem sorglegast var að þeir höfðu lítið sem ekkert fyrir því. Hraðaupphlaupin hurfu í kjölfar- ið enda fá lið engin hraðaupphlaup ef vörnin er ekki til staðar. Guðjón Valur var góður sem fyrr þrátt fyrir að hafa lítið feng- ið af hraðaupphlaupum. Þótt það sé lítil skotógnun af Arnóri Atla- syni verður ekki tekið af honum að hann spilaði mjög vel fyrir liðið og átti fjölda sendinga sem gáfu mark eða vítakast. Góð byrj- un Ólafs Stefánssonar í leiknum reyndist skammgóður vermir og hann verður að spýta í lófana ef Ísland ætlar sér eitthvað á EM. Markvarslan var viðunandi miðað við varnarleikinn en hún var allt of gloppótt en liðið þarf á jafnri markvörslu að halda út leikinn. Stærsta áhyggjuefnið fyrir EM er þó það sama og fyrir HM í Túnis í fyrra – vörnin. Sóknin er á fínu róli og þótt landsliðið hafi sýnt ágæta varnartakta á köflum gegn Frökkum sáust brotalamirnar bersýnilega í gær. Verst var að engin svör virtust vera til staðar þegar illa áraði í varnarleiknum en liðið keyrir ekki heilt mót ein- göngu á 5-1 vörn. henry@frettabladid.is Ísland flengt á franska vísu Frakkar sáu til þess á Ásvöllum í gær að íslenska handboltalandsliðið fer á EM með báða fætur á jörðinni. Frakkar fóru illa með íslenska liðið í síðari hálfleik og opinberuðust veikleikar íslenska liðsins þá illilega. Í KRÖPPUM DANSI Guðjón Valur Sigurðsson lék best íslensku leikmannanna í gær þrátt fyrir að vera tekinn föstum tökum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Viggó Sigurðsson var að vonum ekki sáttur við frammi- stöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frökkum. „Við erum að gera sömu mistök og í fyrri leiknum. Það þýðir auðvitað ekki að vera með tíu tapaða bolta í einum og sama hálfleiknum gegn liði eins og Frakklandi. Þá er þér einfald- lega refsað.“ Að mati Viggós kom breidd franska liðsins vel í ljós í dag. „Þeir voru ekki að keyra á sínu allra sterkasta liði, allavega í fyrri hálfleik og þeir fara inn í hálfleik með tveggja marka forystu. Það sýnir það einfaldlega hvað styrk- leiki þessa liðs er mikill. Það var samt sem áður mjög gott að fá þessa leiki gegn Frökkunum og þeir sýna okkur það að við þurfum að taka okkur á.“ Aðspurður hvernig hann muni undirbúa liðið seinustu dagana áður en haldið er til Sviss sagði Viggó að honum sýndist vera komin þreyta í liðið. „Eftir þessa tvo leiki er ljóst að menn eru svo- lítið þreyttir þannig að nú slökum við aðeins á og mætum klárir í slaginn á fimmtudaginn eftir góða hvíld.“ - toh Tapaðir boltar urðu Íslandi að falli gegn Frökkum: Frakkar refsa fyrir slíkt VIGGÓ Segir að þreyta sé komin í mannskapinn eftir tvo erfiða leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Einar Hólmgeirsson er: Hlunkur ÍR er: Flottasta félagið Viggó Sigurðsson er: Góður dómari Þýskaland eða Breiðholtið: Breiðholtið Handbolti er: list Besti handboltamaður í heimi: Ólafur Stefánsson Man Utd eða Liverpool: Chelsea Hver er fallegust: Kærastan Popp eða Rokk: Rokk Gel eða Vax: Vax Davíð eða Halldór: Hvorugur Hólmgeir Einarsson er: Flippaður pabbi Af hverju handbolti: Af því ég var of lélegur í öllum öðrum íþróttum MEÐ EINARI HÓLMGEIRSSYNI60 SEKÚNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.